Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 12
við val á hæstaréttardómurum. Spurður um þetta segir Jónas Þór ýmsar leiðir koma til greina við skipun hæstaréttardómara. Engin þeirra sé gallalaus. „Almennt tel ég að varast beri að sitjandi hæstaréttardómarar hafi of mikil áhrif á hverjir eru skipaðir í laus dómaraembætti. Til þess standa augljós rök. Meðal annars þau að koma í veg fyrir að umsækj- endur um embætti dómara óttist, með réttu eða röngu, að gagnrýni sem þeir kunna að setja fram á Hæstarétt geti haft áhrif við mat á umsækjendum. Þá er grundvallar- atriði að þeir sem eru skipaðir séu í reynd sjálfstæðir í störfum sínum gagnvart samdómurum. Við núver- andi fyrirkomulag er nokkur hætta á að þáttur ráðherra í skipunarferl- inu verði of veikur gagnvart dóm- nefndinni,“ segir Jónas Þór, sem telur að skásta leiðin við skipun dómara sé að pólitísk ábyrgð ráð- herra sé efnislega bein og skýr og ákvörðun ráðherra eigi að þarfnast staðfestingar Alþingis. Tekur Jónas Þór þar undir með Jóni Steinari. Einnig kemur fram í ritgerðinni að Jón Steinar útilokar ekki að jafnvel persónuleg tengsl á milli hæstaréttardómara hafi skipt jafn miklu máli og lögfræðileg sjónar- mið, talað sé um fjölskyldustemn- ingu í Hæstarétti. Jónas Þór segist ekki geta lagt mat á þetta en bætir við: „Hitt er að afstaða sérhvers dóm- ara til sakarefnis í dómsmáli á auð- vitað eingöngu að byggjast á lög- um. Hugmyndir um að hver og einn dómari skili skriflegu atkvæði eru allrar athygli verðar.“ Millidómstig myndi leysa mikinn vanda  Formaður Lögmannafélagsins sammála Jóni Steinari SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Ég fagna tillögum og ábendingum Jóns Steinars. Þær eru gott innlegg í nauðsynlega umræðu um úrbætur á dómskerfinu. Ástæða er til að leggja við hlustir þegar maður sem hefur starfað sem málflutn- ingsmaður í 27 ár og dómari við Hæstarétt í átta ár fjallar um æðsta dómstól landsins. Ég tek undir að brýnt er að koma á fót milli- dómstigi sem fyrst, bæði í saka- málum og einkamálum, þannig að málsmeðferð samrýmist sem best kröfum réttarríkisins og reglum al- þjóðlegra mannréttindasáttmála. Lögmannafélag Íslands hefur bar- ist fyrir millidómstigi,“ segir Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lög- mannafélags Íslands, um þær hug- myndir sem Jón Steinar Gunn- laugsson, fv. hæstaréttardómari, setur fram í ritgerð sinni Veikburða Hæstiréttur, m.a. um að koma á millidómstigi sem fyrst. Jónas Þór telur að ekki verði bætt úr annmörkum á núverandi kerfi nema með stofnun millidóm- stigs. „Með því væri einnig unnt að leysa þann vanda sem skapast hef- ur vegna alltof mikils álags á Hæstarétt. Rétturinn myndi þannig aðeins dæma í þýðingarmestu mál- um og dómurum yrði fækkað, t.d. í fimm eða sjö. Við fækkun myndi fordæmisgefandi hlutverk Hæsta- réttar styrkjast, sem er afar brýnt,“ segir Jónas Þór. Dómarar séu sjálfstæðir Frá árinu 2011 hefur legið fyrir skýrsla vinnuhóps um millidómstig. Lögmannafélagið hefur gagnrýnt seinagang ráðherra í málinu en samstaða hefur ríkt meðal lög- manna, lögfræðinga, dómara og ákærenda um tillögur vinnuhópsins. Vinna er í gangi hjá réttarfarsnefnd um tillögurnar og hefur Lögmanna- félagið fengið að koma að þeirri vinnu. Eitt af því sem Jón Steinar gagn- rýnir í ritgerð sinni er fyrirkomulag Jónas Þór Guðmundsson Millidómstig Lögmenn og dómarar hafa verið sammála um mikilvægi þess að koma á millidómstigi hér á landi, til að létta álag á Hæstarétti og héraðsdómstólunum. Formaður Lögmannafélagsins tekur undir gagnrýni Jóns Steinars. Morgunblaðið/Golli 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 Sjálfstæðisflokkurinn býður eldri borgurum í kaffisamsæti í kosningamiðstöðinni í Naustinu við Vesturgötu fimmtudaginn 18. apríl kl. 15:00-17:00. SéraHjálmar Jónsson, IngibjögÓðinsdóttir, ElínbjörgMagnúsdóttir og Sigríður ÁAndersen frambjóðendur til alþingiskosninganna, flytja erindi og spjalla við fólkið. Veislustjóri er Birgir Ármannsson alþingismaður. Kaffiveitingar og tónlistarflutningur. Sjálfstæðisflokkurinn Kaffifyrir eldri borgara Guðni Einarsson gudni@mbl.is AVS, rannsóknasjóður í sjávarút- vegi, hefur veitt styrki upp á rúm- lega 258 milljónir króna til alls 50 verkefna. Rannsóknastyrkir eru upp á tæpar 234 milljónir. Þar af eru 18 framhaldsverkefni styrkt um rúmar 113 milljónir. Níu verkefni fengu styrk í flokknum „Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum“ og eru þeir samtals upp á 17,3 milljónir króna. Sjö smærri verkefni og for- verkefni voru einnig styrkt og nema þeir styrkir samtals 6,8 milljónum króna, að því er fram kemur á heima- síðu sjóðsins (avs.is). Hafrannsóknastofnunin fékk hæsta rannsóknastyrkinn að þessu sinni, 25 milljónir, vegna rannsókna á kynbótum á þorski. Önnur rann- sóknaverkefni sem voru styrkt snúa m.a. að betri fóðurnýtingu bleikju og auknu verðmæti makríls með réttri og markvissri kælingu. Veiðimálastofnun fékk hæsta styrkinn í flokknum „Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum“ vegna verkefnis um notkun erfða- marka í laxi til að þekkja flökkulax. AVS-sjóðurinn starfar á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins. Markmið hans er að styrkja verkefni sem stuðla að auknu verðmæti íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni sjávar- útvegs og fiskeldis. 50 verkefni fá nú styrk frá AVS  Rannsókn á kynbótum á þorski Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Rannsóknir AVS-sjóðurinn styrkir rannsóknir í sjávarútvegi og eins rann- sóknir á atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum. „Ég er tvímæla- laust hlynntur því að taka hér upp millidóm- stig. Þetta hefur verið til umræðu á undanförnum misserum en það þarf að tryggja sátt um útfærsluna á þessum hugmyndum og svo að sjálfsögðu fjármögnun. Það er al- mennur skilningur á mikilvægi þessa innan réttarkerfisins en menn hafa mismunandi sjón- armið um útfærsluna. Við höfum viljað gefa okkur tíma til þess, en óneitanlegur hefur okkur skort fjármagn til þess að fara út í kerfisbreytingar. Þessar breyt- ingar eru mikilvægar til að efla réttaröryggi fólks í landinu,“ seg- ir Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra um brýningar Jóns Steinars um að koma á millidóm- stigi sem fyrst. Ögmundur segir það ekki liggja fyrir hvað það kostar ríkissjóð að koma á milli- dómstigi. Fyrst þurfi að koma sér saman um útfærsluna. Vísar Ög- mundur á bug gagnrýni um seinagang í málinu. Hún sé ósanngjörn í ljósi þess að ráðu- neytið hafi efnt til umræðu um málið og það sé vitað að það er á vinnslustigi. Sátt þurfi að ríkja um grundvallarbreytingar á rétt- arkerfinu. Pólitíkin víðar en á Alþingi Varðandi gagnrýni Jóns Steinars á val við dómara í Hæstarétt seg- ir Ögmundur umræðuna þarfa. „Tilhneigingin hefur verið sú að færa skipan hæstaréttardómara úr pólitískum farvegi yfir í annan farveg, með þeim hætti að sér- stök hæfnisnefnd leggur mat á hæfi umsækjenda. Þá skal ráð- herra fara að þeirra ráðum. Hann á þess kost að fara með málið fyrir Alþingi en fyrir því þurfa þá að vera ríkar ástæður og sann- færandi rök. Við skulum ekki gleyma því að pólitíkina er víðar að finna en á Alþingi. Mér finnst eðlilegt að þessi mál séu í skoð- un og finnst ekkert nema gott um það að segja að sú umræða sé tekin upp, eins og Jón Steinar Gunnlaugsson hefur gert með sínu riti. Umræðan er mjög þörf og góð. Það er mikilvægt að við stöndum vel að vali á dómurum til Hæstaréttar,“ segir Ögmundur. Umræðan bæði þörf og góð INNANRÍKISRÁÐHERRA HLYNNTUR MILLIDÓMSTIGI Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.