Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tæp fjögur áreru liðin fráþví að naum- ur meirihluti þing- manna lét þvinga sig til að samþykkja að ríkisstjórnin sækti um aðild Ís- lands að Evrópu- sambandinu. Um- sókninni var skilað inn – tvisvar til öryggis – sumarið 2009 og ári síðar samþykkti leiðtogaráð Evrópusambandsins að hefja að- ildarviðræður. Frá því að þessar viðræður hófust eru sem sagt lið- in tæp þrjú ár. Morgunblaðið leitaði til þess sem titlaður hefur verið „að- alsamningamaður“ Íslands í þessum viðræðum, Stefáns Hauks Jóhannessonar, til að fá fregnir af því um hvað hefði ver- ið samið. Svör hans voru birt í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær og miðað við hvernig stjórn- völd og aðrir áhugamenn um við- ræðurnar hafa talað um þær hlýtur að vekja furðu hve rýr eft- irtekjan er. Viðræðurnar sem hafa nú staðið yfir í tæp þrjú ár að und- angengnum árs undirbúningi hafa verið kallaðar „samninga- viðræður“. Að viðræðunum vinn- ur, auk „aðalsamningamanns- ins“, sérstök „samninganefnd“, skipuð sextán mönnum. Margir þessara sextán eru svo formenn „samningahópa“ um tiltekin málefni. Við þennan fjölda bæt- ast svo að sjálfsögðu starfs- kraftar margra embættismanna og annarra starfsmanna ráðu- neyta og stofnana, þ.a. ekki fer á milli mála að mikið er samið. Eða hvað, hlýtur ekki að vera að allir þessir „samningamenn“, „samningahópar“ og „samninga- nefndir“ séu að semja um eitt- hvað í önnum sínum hér á landi og í Brussel? Er ekki alveg víst að eftir allt samningaþófið liggi fyrir fjöldi mikilvægra undan- þága frá reglum Evrópusam- bandsins? Má ekki treysta því að tal um undanþágur og fyrirheit um mikinn árangur í „samn- ingaviðræðum“ Ís- lands við Evrópu- sambandið hafi skilað einhverju þegar samn- ingaþrefið hefur staðið yfir í þrjú ár? Nei, aldeilis ekki. Eftir þrot- lausa samningafundi árum sam- an og fjölda tilkynninga um rýni- vinnu, opnun og lokun kafla, árangursríka fundi með hinum og þessum kommissörum sem ráðamenn hafa bukkað sig fyrir og beygt í Brussel, sést enginn árangur samkvæmt svörum „að- alsamningamannsins“ við fyrir- spurn Morgunblaðsins. Svör „aðalsamningamanns- ins“ um undanþágur sem samist hafi um eru svo átakanlega rýr að óhjákvæmilegt verður fyrir næstu ríkisstjórn að stöðva þess- ar „samningaviðræður“ tafar- laust og krefjast um leið skýr- inga á því hvers vegna skattgreiðendur hafi verið látnir halda þessari starfsemi gang- andi allan þennan tíma. Augljóst er af svörum „aðal- samningamannsins“ að stjórn- völd hafa stundað alvarlegan blekkingarleik gagnvart al- menningi hér á landi. Þau halda því fram að þau eigi í samninga- viðræðum þegar öllum má nú ljóst vera að engir samningar hafa átt sér stað. Viðræðurnar hafa aðeins verið aðlögunar- viðræður, eins og Evrópusam- bandið hefur raunar viðurkennt allan tímann. Að loknum kosningum er óhjákvæmilegt að gera þetta mál upp. Svo alvarlegar blekkingar gagnvart almenningi hljóta á endanum að hafa afleiðingar fyr- ir þá sem þær stunda, ekki síst fyrir þá sem hafa um þær for- ystu. Engir samningar hafa átt sér stað sem staðfestir að einungis hefur verið um að ræða aðlögun Íslands að ESB} „Aðalsamningamaður“ staðfestir aðlögun Árni Páll Árna-son skoraði á Sigmund Davíð Gunnlaugsson að mæta sér í kapp- ræðu. Formaður Framsóknar tók áskorun starfs- bróður síns vel og sagði hann velkom- inn á boðaða fundi sína til að hlusta á útlistun kosningalof- orða flokksins sem hafa reynst svo atkvæðavæn. Ef það dygði ekki til skilnings væri Árna velkomið að bera fram spurn- ingar úr sal um það sem út af stæði. Ekki er vitað hvort slík viðureign hafi átt sér stað. En nú hefur fyrrverandi kappi úr innsta hring elítu krata og Samfylkingar, Þor- valdur Gylfason, boðið Árna Páli í kappræður við sig og má Árni velja stað og stund. Það er mjög snúið fyrir Árna Pál að skor- ast undan þessu boði eftir eigin áskorun um kapp- ræðu. Með tilliti til kjósenda færi best á að nýja kappræðan færi fram sem fyrst og að þeim Guðmundi S. og Róberti Marshall, foringjum framtíð- arinnar, yrði boðið að taka þátt. Félagsheimili Samfylk- ingarinnar væri upplagður fundarstaður enda gæti þá öll- um hinum ólíku framboðum liðið eins og þau væru heima hjá sér. Ef foringjar framboðanna fjór- tán halda áfram að skora hver á annan í kappræður verða þeir að til hausts} Kokhraustir kappræðumenn H ætt er við að æ fleiri borgarbúar líti á borgarstjórnarpólitík Jóns Gnarr og Dags B. Eggertssonar sem græskulausan gamanleik sem ekki sé til annars en að brosa að og í versta falli hrista höfuðið yfir. Mál- efni Reykjavíkurborgar og borgarbúa – stór og smá – séu ekki annað en sandkassaleikur. Þetta er heimskulegt og háskalegt viðhorf. Sú var tíðin að borgarstjórn Reykjavíkur leiddi þjóðina alla á vit nýrra samfélagshátta þétt- býlis, fjölbreytni, samkeppni, sérhæfingar og skipulags. Lengst af á síðustu öld var Reykjavík í fararbroddi í framfarasókn þjóðarinnar á flest- um sviðum. Í miðri kreppu millistríðsáranna þegar vinstri sinnuð ríkisstjórn hafði engin svör við lamandi atvinnuleysi, önnur en innflutnings- höft, skömmtun, skatta og biðraðir, virkjaði borgarstjórnin Sogið með þeim árangri að rafmagnsverð lækkaði á einni nóttu í þriðjung þess sem það hafði áður verið. Iðnfyrirtæki tóku að vaxa úr grasi, Reykvíkingar fóru að elda á rafmagnseldavélum í stað gömlu kolavélanna og svarta kolaskýið yfir byggðinni hvarf á nokkrum mán- uðum. Verkfræðilegur og fjárhagslegur undirbúningur að fyrstu hitaveituframkvæmdum til almenningsnota í heim- inum, sem bæjarstjórn Reykjavíkur stóð fyrir, voru ótrú- leg afrek sem fæstir núverandi, svokallaðir borg- arfulltrúar, leiða nokkurn tímann hugann að. Reykvíkingar voru lengst af svo heppnir með borgar- stjóra sína, að borgarstjóraembættið naut virð- ingar á við embætti forsætisráðherra. Nú er þetta embætti hlutverk í guðdómlegri kóme- díu. Annar og þriðji borgarstjóri Reykjavíkur, Knud Zimsen og Jón Þorláksson, komu báðir úr nýrri og þá afar fámennri stétt verkfræð- inga hér á landi. Báðir voru þeir framsýnir og höfðu yfirsýn yfir mikilvægar verklegar fram- kvæmdir, sem og aðrir borgarstjórar sjálfstæð- ismanna um áratuga skeið. Allir settu þeir sér mikilvæg heildarmarkmið og unnu að þeim markvisst. Sjálfstæðismenn eiga því miður sinn þátt í því hvernig nú er komið fyrir borgarstjórn Reykjavíkur. Þau hafa ekki borið sitt barr í borginni frá REI uppistandinu sem þau stóðu sjálf fyrir. Fulltrúar sjálfstæðismanna í borg- arstjórn mega gjarnan huga að því að þau eru fulltrúar tiltekins stjórnmálaflokks sem stendur fyrir til- tekin pólitísk gildi. Þau þurfa að skerpa á hugmynda- fræðilegri sérstöðu sinni, móta heildsteypta, einfalda og auðskiljanlega stefnu í veigamestu málum, sjá skóginn fyr- ir trjánum, sína meiri samstöðu, hafa bjargfasta trú á því og vinna ötullega að því að ná aftur meirihluta í borginni, ná sjálf til almennings og fjölmiðla og segja núverandi fá- ránleika stríð á hendur. Ef ekki verður breyting á verða sjálfstæðismenn í Reykjavík að velja sér nýja kynslóð borgarfulltrúa á næsta ári. Kynslóð sem brettir upp ermar og lítur til hinna gömlu manna sem kunnu til verka. kjartangunnar@mbl.is Kjartan G. Kjartansson Pistill Upp úr sandkassanum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Þ áttaskil urðu sl. fimmtu- dag í deilunum um hrefnuveiðar Japana við Suðurskautslandið en þá ákvað Alþjóðadómstóll- inn í Haag að taka fyrir kæru Ástr- ala vegna þeirra. Fram kemur í frétt BBC að munnlegar vitnaleiðslur muni hefjast í júní. Þó gætu liðið margir mánuðir áður en dómur fell- ur. Ástralar fullyrða að veiðarnar, sem Japanar segja að séu stundaðar í vísindaskyni, séu ólöglegar og vís- indin yfirvarp. „Ástralía vill að þess- ari slátrun ljúki,“ sagði dóms- málaráðherra Ástrala, Mark Dreyfus. Það eru því ekki spöruð stór- yrðin í deilunni sem hófst fyrir al- vöru þegar Ástralar lögðu kæruna fram árið 2010. Vísað er til þess að veiðarnar gangi gegn anda banns sem Alþjóðahvalveiðiráðið, IWC, setti fyrir nær þrem áratugum gegn hvalveiðum í atvinnuskyni. Íslend- ingar og Norðmenn gerðu fyrirvara við samþykktina og eru því lagalega séð ekki bundnir af henni. En þeir kannast vel við rökin gegn Japönum: þau sömu og notuð voru gegn vís- indaveiðum sem eitt sinn voru stundaðar hér við land. Grannar Ástrala, Nýsjálendingar, styðja þá. IWC var stofnað árið 1946, að- ildarríkin eru nú 89 (Ísland er meðal þeirra). Eftir stríð varð ljóst að með umfangsmiklum veiðum hafði nær tekist að útrýma stærsta dýri jarðar, steypireyðinni, og var loks lagt al- gert bann við veiðum á tegundinni 1966. Fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar að hlutverk hennar sé að annast verndun og stýringu veiða. Einnig setur ráðið reglur um hvalaskoðun og almennt um verndun umhverfis hvala og stuðlar að upp- byggingu stofna í útrýmingarhættu. Einnig er minnt á að 1986 hafi ráðið bannað allar hvalveiðar í at- vinnuskyni, samþykktin sé enn í gildi en ráðið haldi þó áfram að setja veiðikvóta fyrir svonefndar frum- byggjaveiðar. Er þá aðallega átt við veiðar ínúíta á norðurslóðum. Japanar fullyrða að vísindaveið- arnar séu í fullu samræmi við grund- vallarreglur IWC. En ráðið hefur í mörg ár verið klofið í tvær fylkingar. Annars vegar eru þjóðir sem vilja halda fast við áðurnefndan, upp- runalegan tilgang samstarfsins. Hins vegar eru þjóðir sem vilja banna algerlega allar hvalveiðar, gjarnan er því hampað að stofnarnir séu í hættu eða óvíst um stöðu þeirra. Gáfur og tilfinningar hvala sagðar háþróaðar En einnig hafa rök á borð við þau að hvalir séu einstaklega gáf- aðar og tilfinninganæmar skepnur mikil áhrif á almenningsálitið í sum- um löndum. Þau rök að hvalateg- undir skipti mörgum tugum og að- eins sumar þeirra séu hugsanlega í hættu hafa lítil áhrif á þetta fólk. Því finnst hvaladráp vera ófyrirgefanleg synd, ekkert eiga skylt við hefð- bundna slátrun á svínum eða naut- gripum til matar. Hvalavinasamtökin Sea Shep- herd hafa truflað veiðar Japana í Suðurhöfum með miklum árangri. Ætlunin var að veiða í vetur 950 hrefnur en aðeins náðust 103. Löng hefð er fyrir neyslu hvalkjöts í Japan og þótt hún hafi minnkað er hún enn geysimikil, ekki síst vegna þess að við strendur landsins er mikið veitt af smáhvelum, höfrungum og hnís- um. Ólíklegt er því að Japanar muni samþykkja veiðibann á næstunni þrátt fyrir kæruna og þrýsting öfl- ugra þjóða eins og Bandaríkja- manna og Breta. Hvalveiðar Japana fyrir dómstól í Haag AFP Árás Sea Shepherd-menn sigla á móðurskip hvalveiðimanna í Suðurhöfum í febrúar. Japanar segja mótmælin hafa stofnað lífi manna í hættu. Ekki náðist í ráðamenn Hvals hf. í gær en fyrirtækið hefur veitt langreyði og sandreyði fyrir Japansmarkað. En hrefnuveið- arnar hefjast sennilega hér við land í maí. Fyrirtæki Gunnars Bergmann Jónssonar annast vinnslu og sölu kjötsins fyrir þá sjómenn sem nú stunda þessar strandveiðar. Kvótinn var í fyrra 216 dýr en aðeins lítill hluti hans, 53 dýr, veiddist. „En það er ekkert markmið að klára kvótann, við veiðum bara fyrir innanlandsmarkaðinn en reyndar of lítið fyrir hann í fyrra,“ segir Gunnar. „Við reyn- um að bæta við kannski 5-10 dýrum núna.“ Aðeins til eigin neyslu HREFNUVEIÐAR VIÐ ÍSLAND Veiðivon Hrefnuveiðar undirbúnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.