Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013
Það er gott að eiga afmæli að vori, það tengist upprisunni, von-inni, sumri og sól. Fyrirheitin eru mörg og miklar væntingarum gott og gefandi sumar,“ segir sr. Hjálmar Jónsson dóm-
kirkjuprestur sem er 63ja ára í dag. Afmælisdaginn segir hann
verða líkan flestum öðrum, hann verði á prestastefnu auk þess að
sinna starfsskyldum.
„Ég hef sjaldan haldið upp á afmælið mitt með stórveislum, en
geri mér þó dagamun með fólkinu mínu. Fimmtugsafmælið er þar
minnisstætt, en þá fórum við hjónin með börnum okkar til Lundúna.
Skoðuðum British Museum og þar sá ég fjöldann allan af múmíum af
fólki miklu eldri en fimmtugu. Það fannst mér nánast huggun og sá
að ég ætti að óbreyttu talsvert eftir enn. Og sextugsafmælinu fagn-
aði ég með golfferð til útlanda með vinahjónum,“ segir sr. Hjálmar
sem er kvæntur Signýju Bjarnadóttur og eiga þau fjögur börn.
Sr. Hjálmar sat á Alþingi um sjö ára skeið fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn á Norðurlandi vesta. Hann segir þingmannsárin hafa verið góð-
an tíma, sem gefið hafi sér innsýn í aðstæður fólksins í landinu.
„Auðvitað fylgist ég enn með stjórnmálunum og þá helst á almenn-
um forsendum. Stjórnvöld þurfa öðru fremur að lægja öldurnar í
samfélaginu og hvetja fólk til þess að horfa fram á veginn, því tæki-
færi okkar Íslendinga eru mörg. Í vetrarlok verður þjóðfélagið eins
og náttúran að losna úr klakaböndum.“ sbs@mbl.is
Sr. Hjálmar Jónsson er 63 ára í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Dómkirkjuprestur „Í vetrarlok verður þjóðfélagið eins og náttúran
að losna úr klakaböndum,“ segir sr. Hjálmar Jónsson afmælisbarn.
Fyrirheit mörg og
væntingar miklar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Seltjarnarnes Þór Jökull fæddist 30.
júlí kl. 6.56. Hann vó 3.640 g og var 52
cm langur. Foreldrar hans eru Hildur
Edda Einarsdóttir og Sigurður Arnar
Guðmundsson.
Nýir borgarar
Sandgerði Guðjón Víkingur fæddist
26. júlí. Hann vó 3.255 g og var 50 cm
langur. Foreldrar hans eru Ása Guð-
mundsdóttir og Jónatan Már Sig-
urjónsson.
L
ára fæddist á Sjúkra-
húsinu á Egils8stöðum,
ólst upp á Egilsstöðum
og hefur átt þar heima
að mestu utan þess
tíma er hún var í námi í Danmörku.
Hún var í Barna- og gagnfræða-
skóla Egilsstaða, lauk grunn-
skólanámi í Skógarskóla undir Eyja-
fjöllum, stundaði nám við ME og
lauk þaðan stúdentsprófi árið 1983.
Að loknu stúdentsprófi starfaði
Lára við m.a.Búnaðarbankann á Eg-
ilsstöðum til 1986. Þá hélt hún utan
og stundaði nám við Skals hånd-
arbejdsskole og Seminarium á Jót-
landi og lauk þaðan BA-prófi 1990
sem kennari í textílhönnun á fram-
haldsskólastigi.8
Lára flutti aftur heim til Egils-
staða og stundaði kennslu við Hús-
mæðraskólann á Hallormsstað og
við Alþýðuskólann á Eiðum á ár-
unum 1990-93. Hún stofnaði þá,
ásamt fleirum, Randalín – Hand-
verkshús á Egilsstöðum og starf-
rækti það á árunum 1993-2003. Þar
hönnuðu þau, framleiddu og höfðu á
boðstólum ýmsa nytjalist, s.s. gjafa-
vörur úr handgerðum og handmál-
uðum pappír.
Lára var framkvæmdastjóri fyrir
Ormsteiti – Héraðshátíð á árunum
2000-2009 en það er árleg hátíð Hér-
aðsbúa, haldin í ágústmánuði. Lára
hefur auk þess kennt við Mennta-
Lára Þ. Vilbergsdóttir, kennari á Egilsstöðum - 50 ára
Við eldhúsgluggann Lára og Valgeir á heimaslóðum fyrir tveimur árum, ásamt dætrunum, Valdísi og Andreu.
Ræktar garðinn sinn
Við Gullabúið Lára, sjö ára, leikur sér við búið sitt í garðinum heima.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isÁrmúla 5 • 108 Reykjavík • Sími 544 8181
Þekking • Þjónusta
Við sendum frítt heim
í öll sveitarfélög á Íslandi!
Heimasíðan okkar er uppfærð daglega.
Þar má finna allar upplýsingar um vörurnar
okkar, sérpantanir, hvað er væntanlegt
ásamt spennandi tilboðum
www.innlit.is