Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 laust eru flestir sýningargesta mættir til að fá sinn skammt af Elsu Lund, Saxa lækni og öllum hinum. Og þeir fá skammtinn sinn enda er ekki hægt að fjalla um ævi Ladda og störf án þess að hleypa þessum persónum að. Sumar eru orðnar dá- lítið lúnar, t.d. Elsa Lund, en aðrar merkilega fyndnar ennþá, t.d. Leif- ur óheppni. Innkoma persónannna er skemmtilega leyst, þær birtast m.a. á skjá og hafa samskipti við Ladda, húðskamma hann og lemja og draga úr honum hálskirtlana.    Eitt atriði þótti mér öðrumfyndnara í sýningunni og hug- myndin á bak við það er virkilega góð. Laddi bauð sýningargestum að búa til grínpersónu með sér. Allar góðar grínpersónur eiga það sam- eiginlegt að vera að einhverju leyti gallaðar, sagði Laddi og spurði gesti að hvaða leyti hin nýja per- sóna væri gölluð. Einn gesta lagði til að önnur öxlin á henni væri hærra upp en hin, annar vildi hafa hana mjóróma, sá þriðji að hún stamaði og sá fjórði gaf henni nafn- ið Sigtryggur. Hinn stamandi Sig- tryggur fæddist þarna á sviðinu með ljósa hárkollu, í alltof stórum jakka og háður snjallsímanum sín- um. Kostulegur náungi og með en- demum kjánalegur. Þarna rifjaðist upp fyrir manni hversu mikill snill- ingur Laddi er þegar kemur að því að búa til spaugilegar persónur. Það komast fáir með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeirri list. Laddi lengi lifi! Grínkóngurinn Laddi þakkar fyrir sig að lokinni sýningu á Laddi lengir lífið í Kaldalóni í Hörpu. AF LADDA Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Er Laddi ennþá fyndinn? Eiríkur Fjalar, Elsa Lund,Dengsi, Saxi læknir, Mart- einn Mosdal … tilheyra þessar grínpersónur Ladda ekki úreltri, ís- lenskri fyndni? Þessu velti ég fyrir mér áður en ég hélt í Kaldalón í Hörpu laugardaginn sl. að sjá ein- leik Ladda, Karls Ágústs og Sigga Sigurjóns, Laddi lengir lífið. Hver er Laddi? spyrja félagarnir og Laddi veitir svör við því með skemmtilegum hætti. Þegar sýn- ingarskrá er flett rifjast upp fyrir manni að Laddi er þjóðargersemi, maður sem unnið hefur margt grín- þrekvirkið, skapað ógleymanlegar og sprenghlægilegar persónur á áratugalöngum ferli sínum. Laddi er vinsælasti grínisti Íslands fyrr og síðar. Treystir sér einhver til að mótmæla því? Nei, líklega ekki. Og auðvitað er hann ennþá fyndinn, hvernig datt mér annað í hug? En Laddi er ekki bara Laddi, hann er líka Þórhallur Sigurðsson. Og hver er Þórhallur Sigurðsson? Jú, hann er maðurinn sem allir hlæja að, af því hann er Laddi, þó að hann mæti handleggsbrotinn á slysadeild. Það er ekkert grín að vera Laddi en sýningin er engu að síður mikið grín, mikið gaman, eins og Grínverjinn myndi orða það.    Þórhallur Sigurðsson, Laddi,fæddist 20. janúar árið 1947 í Hafnarfirði. Gælunafnið Laddi hlaut hann snemma af því að hann gat ekki sagt „Þórhallur“. Í sýning- unni fjallar Laddi um margt það sem mótaði hann í æsku, m.a. feimni og ótta við að fara upp að töflu þegar kennarinn kallaði í hann. Varnarviðbrögðin fólust í því að búa til skondndar persónur, per- sónur sem bekkjarfélagarnir hlógu að. Og þörfin fyrir að fá fólk til að hlæja hefur fylgt honum æ síðan. Laddi kom mér skemmtilega á óvart í þessari sýningu. Hann sýnir á sér nýja hlið, þá alvarlegu, þá mannlegu. Hann segir gestum m.a. frá því hversu illa honum og bróður hans Halla leið þegar faðir þeirra yfirgaf fjölskylduna, ótta þeirra við að móðir þeirra myndi yfirgefa þá líka og hversu illa þeim leið þegar móðir þeirra var drukkin. Laddi reyndi með skemmtiatriðum að koma í veg fyrir að mamma hans færi út á lífið. Á sviðinu birtist manni lítill drengur með stórt hjarta, drengur sem Laddi túlkar yndislega. Á sviðinu birtist líka bældur Laddi á táningsaldri, tán- ingur sem dreymdi um að vera töff en þorði ekki að tala við stelpur. Unglingurinn sem gerðist trommu- leikari í hljómsveitinni Föxum á 19. aldursári og rokkaði með HLH- flokknum á fertugsaldri. Laddi opnar sig, sýnir manninn bak við grímuna, alvöruna á bak við grínið og tekur áhættu. Já, áhættu því ef- »Hinn stamandiSigtryggur fæddist þarna á sviðinu með ljósa hárkollu, í alltof stórum jakka og háður snjallsímanum sínum. Töffarar Bó, Laddi og Halli, þ.e. HLH, í frumsýningarteiti. Mammút kemur fram á tónleikum í Stúdentakjallaranum við Há- skólatorg Háskóla Íslands í kvöld kl. 21. Mammút vann sem kunnugt er Músíktilraunir árið 2004 og hefur síðan sent frá sér tvær breið- skífur. Fyrri platan var samnefnd sveitinni og kom út árið 2006 en seinni platan kom út 2008 og nefnist Karkari. Þriðja plata sveitarinnar er senn væntanleg, en nú þegar er hægt að nálgast fyrsta lagið af henni, „Salt“, á gogoyoko.com. Á tónleikum kvöldsins mun Mammút leika nýtt efni í bland við eldra. Aðgangur er ókeypis. Kraftmikil Hljómsveitin Mammút í miklum ham á Iceland Airwaves árið 2012. Mammút í Stúdentakjallaranum KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA OLYMPUSHASFALLEN KL. 5:30 -8 -10:30 OLYMPUSHASFALLENVIP KL. 5:30 -8 -10:30 BURTWONDERSTONE KL.5:50-8-10:10 G.I. JOE:RETALIATION3D KL. 5:40 -8 -10:20 SIDEEFFECTS KL.8 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.5:50-8-10:10 JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.10:30 OZ:GREATANDPOWERFUL KL.5:20 KRINGLUNNI OLYMPUSHAS FALLEN KL. 5:30 - 8 - 10:30 OBLIVION KL. 5:20 - 8 - 10:40 BURTWONDERSTONE KL. 8 SIDEEFFECTS KL. 10:20 ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50 OLYMPUSHAS FALLEN KL. 5:30 - 8 - 10:30 OBLIVION KL. 5:30 - 8 - 10:30 BURT WONDERSTONEKL. 8 - 10:20 G.I. JOE:RETALIATION3DKL. 10:20 SIDEEFFECTS KL. 8 ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50 JACKTHEGIANTSLAYER2D KL. 5:30 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK OLYMPUS HAS FALLEN KL. 10:30 OBLIVION KL. 10:10 BURTWONDERSTONE KL. 8 AKUREYRI OLYMPUS HAS FALLEN KL. 8 - 10:30 BURTWONDERSTONE KL.5:50-8-10:30 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 5:50  H.S. - MBL THE NEW YORK TIMES LOS ANGELES TIME WALL STREET JOURNAL TIME NÝJASTA MYND STEVEN SODERBERGH STÓRMYNDIN SEM TEKIN VAR UPP Á ÍSLANDI  T.K., KVIKMYNDIR.IS MÖGNUÐ GRÍNMYND STEVE CARELL JIM CARREY TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á FRÁ LEIKSTJÓRA TRAINING DAY OG HANDRITSHÖFUNDINUM KATRÍN BENEDIKT GRJÓTHÖRÐ SPENNUMYND Í ANDA DIE HARD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.