Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 Skömmu fyrir þinglok samþykkti Alþingi frumvarp sem ekki fékk mikla athygli en áhugafólk um lýð- ræði ætti að láta sig varða. Um er að ræða breytingar á sveitarstjórn- arlögum sem veita heimild til raf- rænna íbúakosn- inga og gerðar rafrænnar kjör- skrár og miðar heimildin að því að styðja við þróun og framkvæmd rafræns lýðræðis í sveitarfélögum. Starfshópur innanrík- isráðherra Forsaga þessa máls er sú að 26. júní á síðasta ári skipaði Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra stýrihóp um raf- ræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði í samvinnu við Sam- band íslenskra sveitarfélaga. Hópurinn skilaði tveim meg- intillögum í október sl., ann- arsvegar um rafrænar auð- kenningar á vegum hins opinbera sem innanrík- isráðherra fól Þjóðskrá að framkvæma og hinsvegar um ofangreint frumvarp. Lögin heimila innanrík- isráðherra, að beiðni viðkom- andi sveitarstjórnar, að víkja frá ákvæðum X. kafla sveit- arstjórnarlaga þannig að íbúa- kosning fari eingöngu fram með rafrænum hætti og að kjörskrá vegna íbúakosninga verði rafræn. Meginmarkmið laganna er að auðvelda sveit- arfélögum að kanna vilja íbúa þeirra til ýmissa mála og um leið að auðvelda íbúum að hafa áhrif á stjórnun og stefnumót- un viðkomandi sveitarfélaga. Ávinningur Í nýlegum sveitarstjórn- arlögum eru ákvæði um rétt íbúa til áhrifa á stjórn sveitar- félags. Þar er meðal annars fjallað um frumkvæði íbúa og rétt þeirra til að óska eftir al- mennri atkvæðagreiðslu um ýmis álitamál. Búast má við að þetta ákvæði verði til þess að íbúakosningum/skoðanakönn- unum meðal íbúa í sveit- arfélögum fjölgi umtalsvert á næstu árum. Við alþingiskosningar 2009 var talað um að kostnaður við hvert atkvæði væri um 900 krónur. Miðað við 200.000 íbúa á kjörskrá og eina íbúakönnun á ári í hverju sveitarfélagi þá er slíkur kostn- aður nálægt 200 milljónum á ári. Sá kostnaður mun lenda með fullum þunga á sveit- arfélögum landsins verði ekkert að gert. Með heimild til rafrænna íbúa- kosninga er stigið mikilvægt skref í að lækka þennan kostnað umtals- vert og ryðja úr vegi varnaðar- orðum þess efnis að kosningar séu of kostnaðarsamar. Sveitarfélögin taki boltann Í innanríkisráðuneytinu fer nú fram vinna við reglugerð með lögunum en þar er mælt nánar fyrir um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag rafrænna kosninga og gerð rafrænna kjörskráa en auð- kenning kjósenda og umsjón kosningakerfanna mun verða hjá Þjóðskrá Íslands. Frum- kvæðið þarf að koma frá sveit- arstjórnum en innanrík- isráðherra hefur skipað þriggja manna ráðgjafarnefnd sem verður honum til ráðgjafar og fylgist með framkvæmd raf- rænna íbúakosninga og gerð rafrænna kjörskráa sem og sinnir öðrum verkefnum sem ráðherra felur henni á þessu sviði. Undirritaður hvetur sveit- arstjórnir, íbúa sveitarfélaga og allt áhugafólk um lýðræði til að gefa umræddu verkefni gaum því það mun ekki aðeins auðvelda íbúakosningar í sveit- arfélögum heldur hafa í för með sér hagræði og hag- kvæmni við hvers kyns at- kvæðagreiðslur og ryðja braut fyrir innleiðingu rafrænna lausna við allar lögbundnar kosningar á Íslandi. Rafrænt lýðræði Eftir Þorleif Gunnlaugsson Þorleifur Gunnlaugsson »Hagræði og hag- kvæmni við at- kvæðagreiðslur og brautin rudd fyrir inn- leiðingu rafrænna lausna við allar lög- bundnar kosningar á Íslandi. Höfundur er formaður stýrihóps innanríkisráðherra um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði. Í kjölfar hruns bankakerfisins og gengis krónunnar jukust opinberar skuldir mikið og eru nú mjög miklar í sögulegu samhengi. Á það ber að líta að margar þjóðir eru í sömu eða verri stöðu. Jafnframt eru skuldir heimila og fyrirtækja enn miklar og mörg heimili eiga í erfiðleikum með að ná endum sam- an. Við þær aðstæður er skiljanlegt að leitað sé leiða til að bæta hag heimila. Í sambandi við þau úrræði sem fyrir val- inu verða er afar mikilvægt að stjórn- málamenn og kjósendur hafi ríkan skiln- ing á því að lítið svigrúm er til staðar til að auka þegar miklar skuldir ríkissjóðs. Í þessari grein er skuldsetning hins op- inbera og áhrif hennar á efnahagslífið reifuð. Í nýlegri rannsókn sem við Paul van den Noord framkvæmdum um það hvort besta leiðin hefði verið valin úr úr banka- hruninu, könnuðum við áhrif ólíkra við- bragða við hruninu á m.a. skuldir hins opinbera og hagvöxt. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í grein í Morg- unblaðinu 15. mars. sl. Í rannsókninni athuguðum við einnig hvaða áhrif mismikið aðhald í fjár- málum hins opinbera hef- ur á skuldastöðuna og hagvöxt. Það er vel þekkt í hagfræði að miklar skuldir leiða til þess að vextir hækka en það dregur úr hagvexti og vel- ferð. Rannsókn Carmen Reinhart, Vin- cent Reinhart og Kenneth Rogoff frá árinu 2012 sýnir að ef skuldir ríkissjóðs eru yfir 90% af landsframleiðslu um fimm ára skeið hefur það áhrif til að lækka hagvöxt um 1% á ári. Sama ár gerðu Pier Carlo Padoan, Urban Sila og Paul van den Noord ítarlega rannsókn á sambandi opinberra skulda og hag- vaxtar á grundvelli gagna fyrir öll OECD ríkin, þ.m.t. Ísland, yfir 50 ára tímabil, 1961-2011. Þar kom í ljós að op- inberar skuldir geta verið annaðhvort í góðu eða slæmu jafnvægi. Ef skuldir eru hóflegar og dregur úr þeim lækka vextir og hagvöxtur verður meiri, sem síðan leiðir til þess að skuldirnar minnka meira. Það er hið góða jafnvægi. Rann- sókn þeirra leiddi einnig í ljós að ef skuldir verða of miklar geta þær orðið óviðráðanlegar. Þá hækka vextir og hag- vöxtur minnkar. Við það aukast skuld- irnar og ferlið getur orðið stjórnlaust. Það er hið slæma jafnvægi. Fórnirnar sem þarf að færa til að ná tökum á fjár- málum í slæmu jafnvægi verða margfalt meiri. Um leið felst í þeirri stöðu að skuldsett ríki hefur lítið sem ekkert svig- rúm til að bregðast við frekari áföllum í þjóðarbúskapnum. Meginniðurstaða ofangreindra rannsókna er að ef skuldir verða of miklar er bráðnauðsynlegt að fyrirbyggja að þær hækki meira og vinna markvisst að því að lækka þær. Það verð- ur hins vegar aðeins gert með aðhaldssemi í stjórn op- inberra fjármála, þannig að tekjur hins opinbera verði umtalsvert meiri en gjöld um margra ára skeið. Með þjóðhagslíkani Pado- an, Sila og van den Noord framkvæmdum við rann- sókn á mögulegri þróun skulda á Íslandi miðað við ólíkar forsendur um aðhald. Niðurstöður þeirrar rannsóknar má sjá í eftirfarandi fjórum myndum. Annars vegar er sýndur ferill fyrir opinber fjár- mál, skuldir hins opinbera, lang- tímavexti og hagvöxt fyrir árin 2009- 2025 þar sem gert er ráð fyrir að stjórn- völd beiti umtalsverðu aðhaldi á komandi árum til að lækka skuldirnar. Í mynd 1 má sjá feril þar sem miðað er við að hið opinbera skili afgangi á frumjöfn- uði (tekjujöfnuður að undanskildum vaxtatekjum og -gjöldum) sem nemur um 4% af landsframleiðslu á ári (sýnt sem neikvæður halli). Í mynd 2 má sjá þá lækkun skulda sem af því leiðir. Í mynd 3 sést að stig langtímavaxta lækk- ar vegna minni skulda. Í mynd 4 má síð- an sjá að hagvöxtur eykst og verður 3,1% á ári eftir rúman áratug. Til sam- anburðar er sýndur ferill þar sem eng- inn afgangur er á frumjöfnuði. Afleið- ingin er að skuldirnar aukast á ný sem leiðir til þess að vextir hækka og hag- vöxtur verður minni, eða 2,2%. Eftir því sem fjær dregur verður skuldastaðan ósjálfbær þannig að ferilinn springur upp á við um leið og hagvöxtur og lífs- kjör versna. Þekking á áhrifum mikilla skulda á efnahagslífið og viðbragðsgetu hins op- inbera er ástæða þess að Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafa brugðist við fjármálakreppu í fjölda ríkja þar sem skuldir eru miklar og svig- rúm er lítið með því að krefjast aukins aðhalds í opinberum fjármálum. Á móti fá ríkin neyðarlán þar til þau eru í stakk búin að fá lán á almennum markaði. Með því eru ríkin aðstoðuð við að komast úr ósjálfbærri stöðu. Mikilvægi þess að lækka skuldirnar er talið slíkt að aðhaldi er beitt þótt það geti valdið sársauka með auknu atvinnuleysi og lækkun lífs- kjara um hríð. Til samanburðar er stað- an á Íslandi mun betri hvað hagvöxt og atvinnuleysi varðar. Íslensk stjórnvöld hafa hingað til brugðist í meginatriðum rétt við hruni bankanna með því að lág- marka það tjón sem af því hlaust. Þá hef- ur gríðarlegum tekjuhalla ríkissjóðs ver- ið eytt að mestu og hækkun opinberra skulda hamin. Framundan er glíman við að lækka skuldirnar úr þeirri ógnarstöðu sem þær enn eru og þar má hvergi slá slöku við. Ýmsar hættur eru til staðar sem geta valdið því að skuldir hins op- inbera aukist meira, m.a. tengt endur- fjármögnunarþörf Íbúðalánasjóðs. Von- andi ber nýja ríkisstjórn gæfu til að finna úrræði sem koma til móts við stöðu skuldsettra heimila en þó án þess að víkja af braut ábyrgrar fjármálastefnu sem miðast við að hámarka hagvöxt, vel- ferð og þjóðaröryggi á komandi árum. Af hverju er aðhalds þörf? Eftir Þorstein Þorgeirsson » Íslensk stjórnvöld hafa hingað til brugð- ist í meginatriðum rétt við hruni bankanna með því að lágmarka það tjón sem af því hlaust. Þorsteinn Þorgeirsson Höfundur er sérstakur ráðgjafi á skrif- stofu bankastjóra Seðlabanka Íslands. Þær skoðanir sem koma fram eru höf- undar og ber ekki að túlka sem skoð- anir Seðlabanka Íslands. Mynd 1. Halli á frumjöfnuði Mynd 2. Skuldir hins opinbera Mynd 3. Raunvextir á langtímalán Mynd 4. Hagvöxtur að raungildi Heimild: Þorsteinn Þorgeirsson og Paul van den Noord (2013). The Icelandic banking collapes: was the optimal policy path chosen? Rannsóknarritgerð nr. 62. Seðlabanki Íslands. Mars. Afgangur Enginn afgangur Afgangur Enginn afgangur Afgangur Enginn afgangur Afgangur Enginn afgangur 2009 2025 % af VL F 9% 7% 5% 3% 1% -1% -3% -5% % af VL F 150% 130% 110% 90% 70% 50% 2009 2025 % 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% -2% 2009 2025 % 4% 2% 0% -2% -4% -6% -8% 2009 2025 - með morgunkaffinu Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Erum með allar gerðir af heyrnartækjum Fáðu heyrnartæki til reynslu og stjórnaðu þeim með ReSound Appinu Komdu í greiningu hjá faglærðum heyrnarfræðingi Taktu stjórnina og stilltu heyrnartækin í Appinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.