Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 Skærgræn slikja er nú við útfallið í Elliðavatni, við norðanvert vatnið. Ástæða þess er efni, sem hellt var í salerni nokkurra húsa í grenndinni, en grunur lék á að þau væru rangt tengd þannig að úr þeim rann í vatnið. Þessi grunur reyndist á rök- um reistur og tengingarnar verða lagfærðar innan tíðar. Græna efnið er skaðlaust og brotnar fljótt niður. Ábendingar bárust um að klóak rynni út í vatnið. Þá var græna efn- inu hellt í salerni þeirra húsa, sem talin voru líkleg, efninu sturtað nið- ur og fylgst með hvort það bærist út í vatnið. Magn kólígerla hefur aukist nokkuð í vatninu, en fólki mun ekki stafa hætta af, skaðlaust sé að vaða í vatninu, en fólki sé síð- ur ráðlagt að synda á nákvæmlega þessum stað. Grænt salern- isvatn rann í Elliðavatn Morgunblaðið/Árni Sæberg Grænt Skærgræn slikja er við út- fallið í norðanverðu Elliðavatni. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Orri Vigfússon hefur komið upp að- stöðu fyrir skíðafólk í Fljótum og býð- ur upp á flug með þyrlu og skíðaferðir á Tröllaskaga, þar sem hann leigir út veiðiréttindi á sumrin. Þannig nýtir hann húsnæði og svæði á veturna sem hann leigir veiðimönnum í Fljótaá á sumrin. „Það hefur lengi blundað í mér að koma upp aðstöðu fyrir skíðafólk á svæðinu,“ segir Orri sem er ættaður úr Fljótum og frá Siglufirði. „Fljótaá er prýðileg laxveiðiá og einhver besta bleikjuá á Íslandi,“ heldur hann áfram og bætir við að á fáum stöðum sé betra skíðasvæði hérlendis en einmitt í grennd við ána. Áhersla á öryggi „Tröllaskaginn er ein paradís,“ segir hann og vísar til þess að Tröllaskagi hafi lengi verið vinsælt útivistarsvæði á sumrin. „En þetta er ekki síður paradís fyrir skíðafólk.“ Orri segir mikilvægt að nýta veiði- húsin sem best og þetta sé kjörin leið til þess auk þess sem þetta sé liður í því að lengja ferðamannatímabilið. Hann hafi fengið sérfræðinga frá Bandaríkjunum og Austurríki til þess að fara yfir öryggismál og meta til dæmis hættu á snjóflóðum, og vinni þetta á sama hátt og gert sé á sam- bærilegum svæðum erlendis. Hann bjóði upp á ferðir með þyrlu á fjalla- tinda og síðan renni fólk sér niður á skíðum. „Það eru ótal möguleikar á skíðaleiðum, þetta byrjar vel og er mjög spennandi,“ segir hann. Paradís fyrir skíðafólk Skíðasvæði Þyrlan í hlaðinu á bænum Deplu í Stífludal í Fljótum.  Býður upp á flug með þyrlu og skíðaferðir á Tröllaskaga „Það var bara nið- urstaða okkar að breyta þessu ekki þar sem það er svo stutt eftir af ríkisstjórnar- tímabilinu. Mér fannst einhvern veginn óþarfi að gera sjálfa mig að staðgengli for- sætisráðherra fyrir tvo mánuði,“ segir Katrín Jak- obsdóttir, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs. Fram kom í tilkynningu frá forsæt- isráðuneytinu í gær að á meðan Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra væri stödd erlendis væri Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- vega- og nýsköpunarráðherra og for- veri Katrínar á stóli formanns VG, starfandi forsætisráðherra. Stein- grímur leysti Jóhönnu allajafna af á kjörtímabilinu við slíkar aðstæður á meðan hann var formaður VG og þar með annar oddviti ríkisstjórnarinnar. „Það var bara okkar samkomulag að hafa þetta svona fyrst það er svona stutt eftir af kjörtímabilinu. Við skiptum heldur ekki um sæti við rík- isstjórnarborðið eins og við hefðum annars átt að gera. Mér fannst það bara einhvern veginn ekki taka því fyrir tvo mánuði,“ segir hún. Tók því ekki að breyta fyrir tvo mánuði Katrín Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.