Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Rósa Braga
Listakokkur Kristín Bjarnadóttir nýtur þess að vanda til verka þegar hún býr til eitthvað matarkyns í eldhúsinu.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þ
egar ég fermdi stelpuna
mína um daginn slógu
brauðkörfurnar mínar
svo rækilega í gegn að ég
hef gert þó nokkuð af því
að búa þær til fyrir aðrar fermingar í
vinkonu- og fjölskylduhópnum síð-
an,“ segir Kristín Bjarnadóttir flug-
freyja sem er margt til lista lagt. „Ég
hef ofboðslega gaman af því að halda
veislur og margir af þeim gestum
sem koma til mín aftur og aftur eiga
það til að krefja mig um að hafa eitt-
hvað ákveðið sem þeir hafa fengið áð-
ur. Ég legg mikið upp úr því að sjá al-
farið sjálf um veislur á mínu heimili
sem tengjast stórum stundum eins og
skírnum, fermingum og afmælum.
Mér finnst rosalega gaman að gefa
mér góðan tíma í það, nostra við hlut-
ina og gera þá vel,“ segir Kristín sem
sækir sér hugmyndir í allskonar blöð
og vefsíður og er óhrædd við að
Við lesum hópinn
hverju sinni um borð
Hún er listakokkur og hefur starfað sem flugfreyja í sautján ár og er varafor-
maður flugfreyjufélagsins. Kristín Bjarnadóttir býður sig nú fram til formanns fé-
lagsins enda vill hún veg þess sem mestan. Störfin í háloftunum geta tekið á sig
ýmsar myndir, eitt sinn þurfti hún að sitja á gólfinu hjá konu í tvo tíma.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Flugfreyjur Kristín lengst t.v. með vinkonum sínum í uppáhaldsstarfinu.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013
Eins og svo margir var Kevin Lynch
lengi vel verið fastur í því fari að elda
alltaf sama matinn og hafði í sjálfu
sér lítinn áhuga á mat. Þegar hann
var búinn að vera með nánast sömu
máltíðina á disknum árum saman
fannst honum kominn tími á breyt-
ingu. Hann hellti sér út í elda-
mennsku og sér til mikillar furðu
hafði hann mikla ánægju af því að
töfra fram dýrindis mat úr ólíkum
hráefnum. Það sem honum áður þótti
leiðinlegt var á augabragði orðið
áhugamálið. Í dag heldur hinn kan-
adíski Kevin Lynch úti vefsíðunni clo-
setcooking.com sem vísar í pínulitla
eldhúsið sem hann notast við dag-
lega. Á síðunni má finna fjölbreyttar
og góðar mataruppskriftir.
Vefsíðan www.closetcooking.com
Girnilegt Skápakokkurinn Kevin Lynch er mikill samlokumaður.
Kanadíski kokkurinn í skápnum
Í kvöld kl. 20 verður heimspekikaffi í
Gerðubergi undir yfirskriftinni:
Hin hliðin á lífinu.
Þar verður viðhorf til lífs og dauða
í brennidepli og ætla Gunnar Her-
sveinn heimspekingur og Bjarni
Randver Sigurvinsson guðfræðingur
að efna þar til umræðu um líf og
dauða út frá mörgum og stundum
óvæntum sjónarhornum.
„Lífið er undirbúningur fyrir dauð-
ann,“ sagði Sókrates forðum
en hvað átti hann við?
Hver er afstaða
austrænna trúar-
bragða til dauð-
ans, t.d. hindú-
isma og
búddisma?
Hvernig birtist
afstaða manna
til dauðans í út-
fararsiðum?
Hvaða merkingu
leggja einstök trúar-
brögð í dauðann?
Er hægt að segja að
sérhver siður svari því
með skýrum hætti
eða gefi mörg svör
við ráðgátunni
um dauðann?
Þetta og margt
fleira mun bera
á góma í heim-
spekikaffinu í
kvöld. Allir eru
hjartanlega vel-
komnir.
Endilega …
Bjarni Randver Gunnar Hersveinn
… tékkið á hinni hliðinni á lífinu
Margar hliðar
eru á teningi.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós
sýnir kvikmyndina Shanghai klíkan í
Öskju 132, í dag kl. 16. Sveitastrákur
sem er skyldur fólki í skipulagðri
glæpaklíku í Shanghai er fenginn til
starfa í Shanghai-borg á fjórða ára-
tug síðustu aldar sem þjónn hjákonu
foringjans. Leikstjóri er hinn víðfrægi
Zhang Yimou. Myndin hefur verið til-
nefnd og unnið til fjölda verðlauna,
þar á meðal í Cannes og á Óskars-
verðlaunahátíðinni. Aðalhlutverk eru
í höndum Gong Li og Li Baotian.
Shanghai klíka
Frítt í bíó
ÞAR SEM BARN ER
Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is | opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga
Mikið úrval af kerrum og barnabílstólum