Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013
STUTTAR FRÉTTIR
● Gjaldþrot fé-
lagsins Mótormax
ehf. nam rúmum
752 milljónum
samkvæmt auglýs-
ingu í Lögbirtinga-
blaðinu í gær. Lýst-
ar kröfur í búið
voru tæplega 908
milljónir króna, en
155 milljónir króna
fengust upp í veð-
kröfur. Ekkert var greitt upp í almennar
kröfur að fjárhæð 752,5 milljónir
króna.
Félagið rak stórverslun í Reykjavík
sem seldi meðal annars fjórhjól, götu-
hjól, sæþotur, hjólhýsi, húsbíla, felli-
hýsi, hraðbáta og annan mótorsportsv-
arning. Það var í eigu Magnúsar
Kristinssonar, útgerðarmanns og fyrr-
verandi eiganda Toyota á Íslandi.
750 milljóna gjaldþrot
Magnús
Kristinsson
● Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp
úrskurð þann 25. mars sl. að IEMI
ehf., áður Iceland Express, skyldi tekið
til gjaldþrotaskipta. Um leið var Ást-
ráður Haraldsson hrl. skipaður skipta-
stjóri í búinu. Frestdagur er tilgreindur
þann 1. mars 2013 og skiptafundur
ákveðinn þann 28. júní nk.
Skiptastjóri hefur skorað á alla þá,
sem telja til skulda eða annarra rétt-
inda á hendur búinu eða eigna í um-
ráðum þess, að lýsa kröfum sínum
innan tveggja mánaða frá fyrri birt-
ingu innköllunar þessarar. Skrá um
lýstar kröfur mun liggja frammi á
skrifstofu skiptastjóra síðustu viku
fyrir skiptafundinn.
Iceland Express tekið til
gjaldþrotaskipta
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS)
óttast að ólík efnahagsþróun helstu
ríkja heims geti haft hættulegar af-
leiðingar í för með sér fyrir efnahags-
bata í heimshagkerfinu. Í nýrri
skýrslu sjóðsins, World Economic
Outlook, kemur fram að hagvaxtar-
horfur hafi versnað til skemmri tíma.
Hins vegar hefur sjóðurinn vænting-
ar um öflugri efnahagsbata á seinni
helmingi þessa árs.
Þrátt fyrir að sjóðurinn sé þeirrar
skoðunar að aðgerðir stefnusmiða
beggja vegna Atlantsála hafi dregið
úr neikvæðum áhrifum alþjóðlegu
fjármálakreppunnar fyrir raunhag-
kerfið þá telur AGS ástandið enn vera
mjög brothætt. Í skýrslunni er vakin
athygli á því að á sama tíma og hag-
vöxtur sé öflugur í flestum nýmark-
aðs- og þróunarlöndum þá sé annað
uppi á teningnum hjá ríkari þjóðum
heims – ekki síst á evrusvæðinu. Oli-
ver Blinchard, aðalhagfræðingur
AGS, bendir á að það sé einkum
áhyggjuefni að svo virðist sem leiðir
séu að skilja á milli Bandaríkjanna og
evrusvæðisins hvað varðar ástand
efnahagsmála og fjármálakerfisins.
AGS lækkar spá sína frá því í jan-
úar fyrir hagvöxt á heimsvísu úr 3,5%
í 3,3% en á næsta ári mun hagvöxtur
aukast nokkuð og mælast 4%. Sjóð-
urinn telur að hagvöxtur verði minni á
þessu ári í öllum stærstu hagkerfum
heimsins – fyrir utan Japan – en gert
var ráð fyrir í upphafi árs. Samdrátt-
ur mun mælast 0,3% á evrusvæðinu
og hagvöxtur verður aðeins rétt yfir
1% á árinu 2014. Í Bandaríkjunum
gerir AGS aftur á móti ráð fyrir 1,9%
hagvexti á þessu ári og 3% vexti ári
síðar.
Til meðallangs tíma stafar heims-
hagkerfinu mest hætta af annars veg-
ar skulda- og bankakreppunni á evru-
svæðinu og hins vegar hvort
ráðamönnum í Bandaríkjunum og
Japan muni takast að grynnka á
skuldum hins opinbera og lækka fjár-
lagahallann. Að mati Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins er ekki til nein ein
„töfralausn“ til hvaða aðgerða eigi að
grípa til að stemma stigu við minnk-
andi eftirspurn og draga úr miklum
ríkisskuldum. AGS telur aftur á móti
mikilvægt að stjórnvöld í Japan og
Bandaríkjunum leggi aukna áherslu á
að minnka halla á rekstri ríkisins. Á
evrusvæðinu hvetur sjóðurinn þau
ríki sem séu í þeirri stöðu að hafa til
þess fjárhagslegt svigrúm – með öðr-
um orðum Þýskaland – til að örva
neyslu og eftirspurn í hagkerfinu.
AGS ráðleggur hins vegar Bretum að
„íhuga“ það að draga úr umfangs-
miklum niðurskurðaráformum.
Óttast að ólík efnahags-
þróun ríkja hamli bata
AGS lækkar spár um hagvöxt fyrir flest stærstu hagkerfi heimsins
Kínverskur útflutningur Þótt hagvöxtur hafi mælst undir 8% í Kína síðustu
fjóra ársfjórðunga þá telur AGS að hagvöxtur verði 8% á þessu ári.
AFP
AGS og efnahagshorfur
á heimsvísu
» Hagvaxtarhorfur í heims-
hagkerfinu hafa versnað til
skemmri tíma. AGS spáir 3,3%
hagvexti á þessu ári en 4% á
því næsta.
» Samdráttur mun mælast
0,3% á evrusvæðinu í ár en á
næsta ári gæti hagvöxtur verið
rétt yfir 1%.
» AGS spáir 1,9% hagvexti í
Bandaríkjunum á þessu ári en
3% árið 2014.
» Hagvöxtur í Kína verður 8%
og 8,2% á þessu og næsta ári.
Guðmundur
Steingrímsson
Katrín
Jakobsdóttir
Orri Hauksson
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Bjarni
Benediktsson
Björgólfur
Jóhannsson
Árni Páll Árnason
SKRÁNING Á WWW.SA.IS
HVERNIG ÆTLA ÞAU AÐ ÖRVA ATVINNULÍFIÐ?
MORGUNVERÐARFUNDUR Í SILFURBERGI HÖRPU
FIMMTUDAGINN 18. APRÍL KL. 8.30-10
Formenn Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna
og Framsóknarflokks ræða um mikilvægustu mál samfélagsins.
Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, setur fundinn
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, stýrir umræðum
Bein útsending á vef SA.
Kraftmikið kaffi frá kl. 8.
90 MÍNÚTUR
STÖÐUGLEIKI
SKATTAR
FJÁRFESTINGAR
GJALDEYRISHÖFT