Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 16
VIÐTAL Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is „Við leggjum mikla áherslu á að setja okkur markmið til framtíðar og að farið verði að hugsa til lengri tíma. Við viljum búa við stöð- ugan grundvöll hér á landi, öðruvísi getum við ekki farið að huga að hlutum sem okkur langar til að gera eins og að bæta velferð- arkerfið, menntakerfið og ýmislegt annað,“ segir Heiða Kristín Helgadóttir, stjórn- arformaður Bjartrar framtíðar, um stefnu flokkins. Heiða situr í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavík suður. „Það eru göt víða og það stafar af því að við erum í þessu efnahagsumhverfi, ann- aðhvort erum við að græða rosalega mikið eða tapa rosalega miklu. Við viljum fara að beita talsvert meiri aga í efnahagsstjórnun. Við viljum móta stefnu til framtíðar, hvert tvið stefnum og hvert við ætlum að fara,“ segir Heiða Kristín. Vilja klára aðildarviðræður Aðspurð hvort Björt framtíð horfi til ESB í leit að áðurnefndum stöðugleika segir Heiða Kristín að innan flokksins sé vilji til að útkljá málið og klára aðildarviðræður eins vel og hægt er þannig að hægt sé að landa góð- um samningi sem þjóðin geti tekið afstöðu til. „Þetta er eitt af þessum málum sem við erum endalaust að rífast um án þess að vita í raun hver endastöðin er. Þetta er eitt af þeim málum sem við þurfum að klára og ef við ætlum ekki í þessa átt þá þurfum við að finna okkur aðra framtíðarsýn. Þá þurfum við að fara að beita okkur verulegum aga í efnahagsstjórninni og passa að fjárlög keyri ekki alltaf 10-15% yfir áætlun. Einnig þyrfti að koma til betri stýring á krónunni.“ Í þessu sambandi nefnir Heiða Kristín að auka þurfi útflutning og verðmæti þeirrar vöru sem flutt er úr landi. „Við erum í alltof mikilli hrávöruframleiðslu. Við þurfum að auka fjölbreytni í atvinnulífinu svo við séum ekki aðeins að stóla á tvær atvinnugreinar, áliðnað og sjávarútveg.“ Ýta undir skapandi iðnað Í stefnuáherslum Bjartrar framtíðar má sjá talað fyrir fjölbreyttri atvinnuuppbygg- ingu með áherslu á skapandi greinar, græn- an iðnað, tækni- og hugverkageirann og ferðaþjónustu. „Við tókum m.a. þátt í því að búa til fjárfestingaáætlun fyrir Ísland sem ríkisstjórnin kynnti á kjörtímabilinu sem er að líða. Okkur fannst áætlunin mikið fram- faraskref. Við viljum taka þátt í málum sem eru góð og gild og í fjárfestingaáætlun var framlag til kvikmyndasjóðs m.a. tvöfaldað auk þess sem hugað var að rannsóknar- sjóðum. Við tölum fyrir því að bæta hag- tölugerð fyrir skapandi iðnað, við þurfum að átta okkur á því að þetta er atvinna, þetta er iðnaður. Þarna eru skemmtileg störf sem fólk vill vinna og við lítum einnig á það sem verðmæti. Þar að auki skilar þetta miklu inn í hagkerfið,“ segir Heiða Kristín um nauðsyn þess að huga að grundvelli og innviðum skapandi greina. Nefnir hún að fulltrúar Bjartrar framtíðar hafi verið á móti því að hækka álögur á ferðaþjónustuna jafn bratt og ríkisstjórnin lagði upp með á tímabili. „Fólk þarf að geta gert plön. Það þarf að vera hægt að byggja upp í ferðaþjónustunni og skapandi greinum svo þar séu vel launuð og góð störf sem skapi aukin verðmæti.“ Spurð um afstöðu Bjartrar framtíðar til skattamála og hvort til greina komi að hækka eða lækka skatta segir Heiða Kristín að óábyrgt væri að lofa skattalækkunum meðan ekki hafi tekist að loka fjárlagagatinu. „Við erum opin fyrir því ef svigrúm skapast að liðka fyrir ýmsu sem hefur verið komið á einmitt til að loka fjárlagagatinu, t.a.m. varð- andi auðlegðarskattinn og annan skatt sem við teljum á gráu svæði. Við erum hlynnt þessu þrepaskipta skattkerfi því það eykur jöfnuð og er sanngjarnara kerfi fyrir þá sem eru með lægri tekjur,“ segir Heiða Kristín en bætti við að tekjumörk innan slíks kerfis ættu ávallt að vera í endurskoðun og taka mætti umræðu um hvenær þau væru réttlát eða sanngjörn. Þá segir Heiða að nauðsynlegt sé að ein- falda skattaumhverfi fyrirtækja og Björt framtíð vilji huga sérstaklega að skattaum- hverfi minni fyrirtækja. Hún segir skattalög- gjöfina í dag miðast að alltof miklu leyti við allra stærstu fyrirtækin. Bæta þurfi rekstr- arskilyrði minni fyrirtækja. „Rekstrarskilyrði minni fyrirtækja eru töluvert erfið, sérstak- lega þeirra sem eru að reyna að búa til verð- mæti úr eigin hugverki eða sköpun.“ Stöðugleiki í stað skyndilausna Skuldamál heimilanna hafa verið í brenni- depli í kosningabaráttunni hingað til. Stjórn- málaflokkarnir ganga mislangt í loforðum um niðurfellingar skulda. Heiða Kristín segir að Björt framtíð taki ekki þátt í slíku loforða- kapphlaupi. Hún segir slík loforð ekki lýsa ábyrgð og ekki vera til þess fallin að koma þjóðinni á þann stað sem hún þurfi að kom- ast á. Þess í stað vilji Björt framtíð skapa stöðugleika til framtíðar í stað skyndilausna. Heiða Kristín leggur þó áherslu á að Björt framtíð sé meðvituð um skuldavanda margra í samfélaginu. Hún er þó ekki viss um að 20% flöt skuldaniðurfelling leysi vanda venju- legs fólks í greiðsluvanda. „Það myndi gera meira fyrir venjulegt fólk ef hægt væri að skapa skilyrði til að lækka matvöruverð, t.d. með afnámi tolla, þannig væri hægt að skapa meiri hagsæld.“ Í málflutningi Bjartrar framtíðar hefur komið fram áhersla á breytt stjórnmál, betri stjórnmálamenningu og jafnvel hafa fram- bjóðendur sagt að stjórnmál geti og eigi að vera skemmtileg. Heiða Kristín segir að stjórnmál þurfi ekki að vera vettvangur óleysanlegra átaka. Í mjög mörgum málum hafi stjórnmálamenn sömu markmið en klæk- ir og pólitískir leikir þvælist oft fyrir og sé málum oft langt í frá til góða. „Við erum frjálslyndur flokkur sem vill treysta á einstaklinginn. Við erum ekki kredduflokkur og ekki flokkur forsjárhyggju, við viljum bara ganga hreint til verks og treysta fólki fyrir sjálfu sér og þeim verk- efnum sem þeim eru falin,“ segir Heiða Kristín. Vilja stöðugleika til framtíðar  Björt framtíð vill hugsa til lengri tíma  Taka ekki þátt í loforðaflaumi  Ekki viss um að flöt 20% niðurfelling skulda gagnist best  Vilja ýta undir fjölbreytni í atvinnulífinu og styðja skapandi greinar Morgunblaðið/Árni Sæberg Björt Heiða Kristín vill ýta undir sköpun og fjölbreytni í atvinnulífinu. Hún og félagar hennar í Bjartri framtíð vilja skapa fyrirtækjum betri rekstrarskilyrði, þá sérstaklega þeim minni. 16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 Ellefu framboðslistar verða bornir fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum þann 27. apríl næstkomandi. Á fundi landskjör- stjórnar í gær var gert kunnugt um þá lista sem bornir verða fram í kosningunum. Á landsvísu munu eftirfarandi framboð bjóða fram lista: Björt framtíð (A-listi), Framsóknarflokk- urinn (B-listi), Sjálfstæðisflokkur- inn (D-listi), Hægri grænir (G-listi), Flokkur heimilanna (I-listi), Regn- boginn (J-listi), Lýðræðisvaktin (L- listi), Samfylkingin (S-listi), Dögun (T-listi), Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V-listi) og Píratar (Þ- listi). Fimmtán framboð í heildina Þá munu fjögur framboð til við- bótar bjóða fram í einstaka kjör- dæmum. Þannig bjóða bæði Húm- anistaflokkurinn (H-listi) og Al- þýðufylkingin (R-listi) fram í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Jafn- framt býður Sturla Jónsson (K-listi) fram í Reykjavíkurkjördæmi suður og Landsbyggðarflokkurinn (M- listi) býður fram í Norðvesturkjör- dæmi. Því er ljóst að í heildina munu fimmtán framboð bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum í Reykjavík höfðu 5.163 manns kosið utankjörfundar á landsvísu um hálf sexleytið í gær- kvöldi. Þar af voru aðsend atkvæði 736 talsins. Þá hafa samtals 2.088 manns kosið utankjörfundar hjá sýslumanninum í Reykjavík vegna komandi kosninga. skulih@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Fimmtán framboð bjóða fram lista  Rúmlega 5.000 utankjörfundaratkvæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.