Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 Framrúðuviðgerðir Gerum við og skiptum um bílrúður fyrir öll tryggingafélög Skeifan 2 • Sími 530 5900 • www.poulsen.is Þann 21. mars 1960 var 69 manns slátrað fyrir að mótmæla að- skilnaðarstefnunni, ap- artheid, í Sharpeville í Suður-Afríku. Þann 17. ágúst 2012 voru 34 námuverkamenn drepnir fyrir að mót- mæla slæmri vinnuað- stöðu og fyrir að krefj- ast hærra kaups, en það átti sér stað í Rau- tenberg sem líka er í Suður-Afríku. Í Utøya í Noregi voru 69 ungmenni drepin með köldu blóði þann 22. júlí og 16. desember 2012 var ungri konu illilega nauðgað í Nýju-Delhi á Indlandi og hún lést svo síðar. Það vantar greinilega virðingu fyrir mannslífi í þessum löndum en það má einnig segja um Bandaríkja- menn. Þeir eru haldnir sjúklegri vopnadýrkun og virðist finnast það rétt að nota þau til að drepa. Hér á Íslandi virðum við mannslíf mjög og erum með alls konar lög til að tryggja það, sem betur fer. Jafnrétti milli kynjanna er Íslendingum líka mjög kært og á margan hátt erum við mjög gott fordæmi fyrir alheim- inn hvað það varðar. Jafnrétti snýst að sjálfsögðu ekki eingöngu um kyn- in. Þetta virðist vera norræn stefna því hin löndin eru líka í fremstu röð í heiminum. Nýlega sagði Björt Samuelsen, alþingiskona frá Fær- eyjum, að ráðamenn og stjórnvöld á Norðurlöndunum þyrftu að hætta að hugsa um að jafnrétti væri sem eitt- hvað sem snerist eingöngu um kyn- in, því að allir sem fæðast í þennan heim eiga jafnan rétt á virðingu og ákveðnum réttindum sem ekki má taka frá þeim. Þetta er undirstaða frelsis, réttlætis og mannréttinda í heiminum. Allir einstaklingar skulu hafa sömu tækifæri til að nýta krafta sína og þroska hæfileika sína en þetta á jafnt við um konur og karla óháð uppruna, trú, hörundslit og skoðana á stjórnmálum, sama hvort viðkomandi þekkir ráð- herrann eða forstjórann í fyrirtæk- inu. Þetta er samfélagsmál sem virðist ekki vera á dagskrá hjá stjórnvöld- um og hinu opinbera. Nú þegar Jó- hanna forsætisráðherra hyggst hætta í stjórnmálum er gott að spyrja hana hvað nákvæmlega hvað hún gerði í sinni stjórnartíð til að tryggja jafnrétti fyrir alla óháð upp- runa en ekki bara fyrir kynsystur sínar. Vonandi gerir hún sér grein fyrir því, sem og við öll, að það er mismunun af hálfu stjórnvalda að einblína eingöngu á kynjajafnrétti eða kvenréttindi. Við eigum Jafn- réttisstofu en ég held að Ísland sé eitt fárra landa í heiminum í dag þar sem Jafnréttisstofan snýst eingöngu um jafnrétti kynjanna. Í nútíma- samfélagi er þetta frekar dapurleg og gamaldags hugsun og viðhorf. Við þurfum að endurskoða þetta sem fyrst. Þar sem enginn í stjórnsýslunni virðist nenna að taka fyrsta skrefið er týpískt að ekkert gerist í þessum efnum. Þeim finnst óþarfi að gera breytingar, því það er ekkert að nú- verandi fyrirkomulagi, og leyfa sér að halda að þau sem eru frá Úganda, Taílandi, Kanada, Póllandi og Hofs- ósi fái öll sömu tækifæri alls staðar í samfélaginu. Við lokum augum og eyrum okkar einfaldlega fyrir þeim staðreyndum að þetta er alls ekki raunveruleikinn. Samkvæmt könn- un sem Evrópusambandið gerði er það staðreynd að 62% Evrópubúa í dag halda að mismunun á grundvelli hörundslitar og uppruna sé mjög al- geng víða í álfunni. Evrópuvika gegn kynþátta- mismunun og hatri er haldin ár hvert af mismunandi samtökum. Af hverju er þetta gert ár eftir ár? Það er ekki rosa- lega langt síðan þel- dökkum var m.a. mein- að að starfa í herstöð NATO í Keflavík, eða allt fram til ársins 1971, og landið var ekki opnað fólki af öðrum litarhætti fyrr en seint á áttunda áratugi síð- ustu aldar. Við óttumst oft að hið óþekkta raski jafnvægi okkar eða umhverfi. Við erum kannski ennþá hrædd við framandi tungumál og menningu. Það er vissulega rétt að við á Íslandi erum nokkuð laus við alls konar leiðindi en Norðmenn héldu það líka. Við þurfum að byrja snemma að kenna börnum okkar jafnrétti miðað við nútímann. Það er ekki lengur nóg að álykta á þingi til að gera breytingar en svo gerist ekki neitt. Við megum ekki beint eða óbeint skilja einhverja útundan í samfélaginu. Við þurfum að hugsa um alla þjóðfélagsþegna þegar við vinnum gegn einelti, kynferðislegri misnotkun eða ofbeldi, heimilis- ofbeldi o.s.frv. Það er því miður ennþá að finna fólk í samfélaginu sem er raddlaust, ósýnilegt og gleymt vegna ýmissa aðstæðna. Endurskoðun á jafnrétt- islögum alls staðar í samfélaginu er nauðsynleg til að tryggja dagleg réttindi og mannréttindi allra óháð uppruna, hörundslit eða stétt. Það er ljótt að sjá hvað sumir í Grikk- landi þurfa að upplifa daglega vegna efnahagsástandsins þar í landi. Þetta eru þeir sem lögin hafa alger- lega gleymt. Það er líka áhyggjuefni að jafn- rétti sé ekki virt í ráðuneytum þegar styrkir eru veittir til frjálsra sam- taka. Sumir virðast alltaf geta feng- ið styrki umfram aðra. Maður fær varla svar þegar maður sendir er- indi til ráðuneytanna til að fá ein- hverjar skýringar á málinu. Fram- koma sumra starfsmanna í ráðuneytunum er bara hreinn dóna- skapur. Ekkert breytist ef við ger- um ekki neitt og höldum áfram að kasta ábyrgðinni yfir á næstu mann- eskju. Einhvern tíma þurfum við að vakna og hætta að láta eins og ekk- ert sé! Jafnrétti fyrir alla óháð upp- runa, hörundslit, stétt, fjölskyldu- samböndum eða stjórnarflokkum. Það er alltof mikið af klíkuskap og vinafyrirgreiðslu í samfélaginu. Frá Sharpeville til Utøya til stjórnarráðs Eftir Akeem Cujo Oppong »Ráðamenn eru hik- andi við að gera breytingar. Þeim finnst það þægilegra að vera alltaf á sama stað að gera sömu hlutina öld eftir öld. Akeem Cujo Oppong Höfundur er framkvæmdastjóri Ís- land Panorama-samtakanna. Monrad í Kópavogi Síðast liðinn fimmtudag hófst þriggja kvölda Monradtvímenningur hjá Bridsfélagi Kópavogs. Heimir Þór Tryggvason og Árni Már Björnsson tóku forystuna með því að fá 60,1% skor en samanlögð pró- sentuskor úr kvöldunum þremur tel- ur til verðlauna. Staða efstu para í prósentum: Heimir Tryggvas. - Árni Björnss. 60,1. Kristján B. Snorrason - Ásm. Örnólfss. 58,0 Sveinn Símonars. - Bergvin Sveinss. 54,2 Júlíus Snorras. - Eiður M. Júlíusson 53,9 Gísli Tryggvas. - Leifur Kristjánss. 53,5 Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni Einarsson Íslandsmeistarar Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni Einarsson sigruðu nokkuð örugg- lega á Íslandsmótinu í tvímenningi sem fram fór um helgina. 32 pör tóku þátt í mótinu og voru helstu tví- menningsmeistarar landsins meðal þátttakenda. Lokastaðan í prósentum: Aðalst. Jörgensen - Bjarni Einarss. 60,0 Jón Baldursson - Þorlákur Jónsson 58,4 Ómar Olgeirsson - Ragnar Magnússon 56,3 Ásgeir Ásbjörnss. - Hrólfur Hjaltason 56,3 Valgarð Blöndal - Valur Sigurðsson 55,7 Gunnl. Karlsson - Magnús E. Magnúss. 54,1 Páll Valdimarsson - Kristján Blöndal 53,9 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 12. apríl var spilað á 16 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 403 Bjarni Þórarinss. – Oddur Jónsson 364 Ólafur Ingvarss. – Ásgeir Sölvason 361 Jón Sigvaldason – Katarínus Jónss. 349 A/V Friðrik Hermannss. – Guðl. Ellertss. 400 Ólafur Ólafsson – Anton Jónsson 376 Helgi Einarsson – Sigurður Kristjánss. 371 Knútur Björnss. – Sæmundur Björnss. 357 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.