Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013
● Um 300 manns frá 180 kínverskum
fyrirtækjum sóttu í dag viðskiptaþing
sem haldið var í Peking í gær í tilefni af
nýjum fríverslunarsamningi milli Ís-
lands og Kína. Aðsóknin varð þrefalt
meiri en búist var við í upphafi. Í til-
kynningu frá utanríkisráðuneytinu segir
að á þinginu hafi verið lagður grunnur
að margvíslegum tengslum kínverskra
og íslenskra fyrirtækja.
Nánar á mbl.is
Margir mættu í Peking
Fjárfestingarfélagið Kjölfesta hefur
keypt 30% hlutafjár í afþreyingar-
fyrirtækinu Senu ehf., ásamt dótt-
urfélögum Senu. Félagið er í eigu 14
fagfjárfesta, þar af 12 lífeyrissjóða.
Tilgangur félagsins er að fjárfesta í
meðalstórum og smærri fyrirtækj-
um á Íslandi, samkvæmt því sem
fram kemur í tilkynningu.
„Þessi fjárfesting er í takt við fjár-
festingarstefnu Kjölfestu, við viljum
byggja upp dreift eignasafn og fjár-
festa í fyrirtækjum með góða rekstr-
arsögu. Við erum stolt af því að fjár-
festing í Senu er fyrsta verkefni
Kjölfestu og teljum að það séu tæki-
færi í þeirri þróun sem er að eiga sér
stað á afþreyingarmarkaðnum,“ seg-
ir Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmda-
stjóri Kjölfestu.
Sena er stórt félag á íslenska af-
þreyingarmarkaðnum á sviði, kvik-
mynda, tónlistar, tölvuleikja, at-
burða, leikfanga og dreifingar á
stafrænu afþreyingarefni í gegnum
dótturfélag sitt D3, en D3 rekur
meðal annars tonlist.is. Sena rekur
einnig þrjú kvikmyndahús.
Hluthafar í Senu eftir kaupin eru
auk Kjölfestu: Draupnir fjárfest-
ingafélag ehf., Sigla ehf., Magnús
Bjarnason og Björn Sigurðsson.
Samið Tómas Kristjánsson frá Siglu, Kolbrún Jónsdóttir frá Kjölfestu, Jón
Diðrik Jónsson og Björn Sigurðsson frá Senu.
Kjölfesta hefur
keypt 30% í Senu
Tækifæri á afþreyingarmarkaðnum
Karlstjórnendur eru með 872 þús-
und krónur að meðaltali á meðan
kvenstjórnendur eru að meðaltali
með 684 þúsund krónur í laun á
mánuði. Þetta þýðir að karlinn er
með 188 þúsund krónum meira í
mánaðarlaun en konan. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í nýrri
launakönnun Hagstofu Íslands.
Stjórnendur voru með hæstu
reglulegu launin á almennum
vinnumarkaði árið 2012 en regluleg
laun fullvinnandi stjórnenda voru
821 þúsund krónur að meðaltali.
Fleiri stjórnendur voru með laun
undir meðaltalinu en yfir því en
helmingur hópsins var með 717
þúsund krónur á mánuði eða minna
en það var miðgildi hópsins.
Hafa ber í huga að starfsstéttin
stjórnendur er misleitur hópur
hvað varðar laun en í starfsstéttinni
eru bæði yfirmenn deilda og æðstu
stjórnendur fyrirtækja, segir í frétt
á vef Hagstofu Íslands.
Þá voru regluleg laun lægst hjá
verkafólki árið 2012, en regluleg
laun þeirra voru 296 þúsund krónur
að meðaltali hjá fullvinnandi launa-
mönnum. Um 60% verkafólks voru
með regluleg laun undir 300 þúsund
krónum á mánuði. Í starfsstéttinni
eru ekki mörg útgildi til hækkunar
á meðaltalinu sem sést á því að mið-
gildi hópsins var einungis 21 þús-
und krónum lægra en meðaltalið.
Regluleg laun verkamanna voru
305 þúsund krónur á mánuði að
meðaltali en regluleg laun verka-
kvenna voru 266 þúsund krónur.
Munur milli kynja er því 39 þúsund
krónur á mánuði.
Mikill launamunur á milli
karl- og kvenstjórnenda
Karlinn með 872 þúsund krónur en konan með 684 þúsund krónur á mánuði
Lægstu launin Verkafólk var með lægstu launin 2012 samkvæmt launakönn-
un Hagstofunnar, en 60% voru með undir 300 þúsund krónum á mánuði.
Morgunblaðið/Golli
!"# $% " &'( )* '$*
++,-.,
+,/-,0
++1-,1
23-02,
23-12
+4-.,+
+20-1,
+-+/41
+,0-/
+5.-4+
++,-05
+43-2
++5-34
23-04,
23-14
+4-125
+20-42
+-23+/
+,,-1.
+51-21
23/-4.02
++,-/.
+43-01
++5-12
23-,1,
23-51
+4-1,/
+2,-+,
+-2351
+,,-/0
+51-0,
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
MMeira á mbl.is
Margverðlaunuð
frönsk gæðagler
SJÓNARHÓLL
FRUMKVÖÐULL AÐ LÆKKUN GLERAUGNAVERÐS Á ÍSLANDI
Reykjavíkurvegur 22 | S. 565 5970 | sjonarholl.is
Umgjarðir og gler á lægra verði
Nokkur hundruð umgjarðir á kostnaðarverði
Margskipt gleraugu• 39.900 kr. umgjörð og gler.
Frönsku Anateo verðlaunaglerin á• 48.900 kr.
umgjörð og gler.
Verðlaunaglampavörn frá NEVA MAX, 150%•
harðari, sleipari og þægilegri í þrifum 8.000 kr.
NEVA + milli glampavörn kr• 5.000 kr.
Öll verð miðast við plast-gler.
GLERAUGNAMARKAÐUR
Þar sem lágt verð og
gæði fara saman