Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 32
Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Sjálfstæðisflokkurinn Morgunkaffi SES Eldri sjálfstæðismenn hittast í dag, miðvikudaginn 17. apríl kl. 10 í bókastofunni í Valhöll. Gestur fundarins: Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, ræðir horfurnar í pólitíkinni. Allir velkomnir. Stjórnin. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Breytingar á svæðisskipulagi höfuð- borgarsvæðisins Haldinn verður opinn kynningarfundur* um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgar- svæðisins 2001-2024, kl. 16:30, þann 18. apríl í Salnum Kópavogi. Kynntar verða tillögur að breytingum sem tilkomnar eru vegna yfir- standandi endurskoðunar aðildarsveitarfélaga á aðalskipulagi. Kynning þessi fer fram áður en breytingar- tillögur eru teknar til afgreiðslu hjá svæðis- skipulagsnefnd og sveitarstjórnum. Nánari kynningargögn er að finna á vef samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu www.ssh.is. Svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins. *Lögboðin kynning sbr. 2. mgr. 23. gr. skipu- lagslaga nr. 123/2010. Félagsstarf eldri borgara                     !  "    #  $ %  " &' ('    )    *  '      '  +   ,- ,      , $   ,   !   . $      /   ,)            '       0    /  ##,    !     1      ! "   # $"%&'  "*'       '2 #  ,    #  % !   %     ( !" (  )&*  !   $       ,    3   '     4, 5   6   *   '  +  %    3          7 "          '   8   2 !" (  )(*   92     ,      $  *       :     ; !(  +  ,-    0 ' $   1),      *    , '  %  ,   #, &'  <'  = >  * '  4, * 4    '  *= $     !     4,            ) ?@   #*4= , !  .   "    ) -  3      , ,   $   $    /   $  A    4     ,    ( '     + $  !  "  -&/ 0" &"  "  95 '         $   $   B  '   ,   %       ,, 32     %  4 !     $    &$   0 '   *; 0      1,   2           4, !  )" "  0    *;,   '    @    " C  2  '    '    , 0      / '     ),       + *   , D  '     )=)*==4, )"* &         '   # ,&  &  +    ,( &   '      #*; "   3  *  $%   $  '    %  2           3     ,-  1  !       $    ,"  E  , '% 3  $   4#   A       $   $     !  '    "     ; ,'" 121  (  1,  ,     '%        ,,    %  A   , D *   ' 2  3. ! )  !    3     ) >   ))#*==#   FFF  4 5/ )'   D@    3     , 6 # !(  +  0   $$  , '%   +  ,, '   '   0    7" &   '  ) G  H$%  !%    '%   +   +    +   !       B  '%   '    B  '       '2% I 0    &  7  /   3 '   1,         #) '  ,) $  '   '%   +  ,*4        A    # / $  ##, 8"         +  J ' K  ) +  J$2 %  K  ,#) !        4, 2  @     0    8  # !(  +  %  , $$   '        44,   '    4,        0  $   # Nú hallar að vori, birtan vex og fuglasöngurinn byrjar. Fallinn er góður drengur, vin- ur minn og skólabróðir í Lækna- deildinni. Hann tók hinn skæða læknasjúkdóm krabbann, sem hefur verið að krukka í okkur út- skriftarfélagana frá febrúar 1965 og hefur þegar þurrkað tvo út af jörðinni og er með 3 aðra í kruml- unni. Bjarni var Húnvetningur og var fjórum árum yngri. Kunn- ingsskapur og síðar vinátta varð ekki til fyrr en hann hóf nám í Læknadeild HÍ haustið 1958. Þá komst ég og að því, að hann var giftur indælli frænku minni Þor- björgu, þingeyskrar ættar. Síðan hafa þau hjónin verið vinir okkar og því nánari, eftir að þau keyptu sér hús á Akureyri í stað sum- arbústaðar. Bjarni var í sérnámi í taugaskurðlækningum í BNA og varð svo yfirlæknir á Borgarspít- alanum, heila- og taugaskurð- lækningadeild, frá stofnun 1982. Bjarni var vel gerður maður, hægur og rólegur og hvers manns hugljúfi. Hann var við- ræðugóður og vel að sér og átti sér ýmis áhugamál utan starfs- ins. Hann var góður skíðamaður. Skemmtilegast þótti þeim hjón- um að sigla skútu sinni um Eyja- fjörðinn, en hana staðsettu þau norðan heiða, eftir að annað heimili þeirra var hér fyrir norð- an. Einnig þótti þeim ekki miður að yngstu barnabörnin voru og staðsett hérna. Bjarni var mjög barngóður og þolinmóður við litlu skinnin. Er mér ekki grunlaust um, að son- ardóttir hans ung hafi náð að stjórna honum, þegar þau voru að setja niður og taka upp kart- öflur á lóðinni í Hamarstígnum. Þar var Bjarni í essinu sínu og kom glöggt í ljós mannkærleikur hans og umhyggja. Bjarni var dagfarsprúður maður, ekki há- vær, hafði rólega rödd, en enginn komst hjá því að leggja við eyrun, þegar hann mælti. Bjarni var myndarlegur og karlmannlegur, hafði bjartan og rólegan svip og allt fas hans var þokkafullt. Hann var góðgjarn, vinsamlegur og þægilegur og öllum leið vel í ná- vist hans. Hugsunum sínum og skoðunum kom hann vel til skila. Hann miklaðist aldrei af sjálfum sér og var drengur góður. Það veldur mér mikilli sorg að sjá á bak hæfileikamiklum lækni og vini. Auk þess var hann næst- yngstur okkar útskriftarfélag- anna. Vinskapur hans og frænku Bjarni Hannesson ✝ Bjarni Hann-esson fæddist á Hvammstanga 21. febrúar 1938. Hann lést á heimili sínu 2. apríl 2013. Útför Bjarna var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 11. apríl 2013. minnar við okkur hjónin er og verður okkur afar kær og er erfitt að sætta sig við að slíkir öndveg- ismenn þurfi yfir- leitt að hverfa héðan um aldur fram, því 75 ár nútímans eru lítið miðað við stutt árabil forfeðra okk- ar á þeirra tímum. Við hjónin þökkum Bjarna og frú fyrir yndislegar samverustundir þessi síðustu ár- in. Megi sá sem öllu ræður og á að vera huggari okkar, veita Þor- björgu frænku minni og mann- vænlegum börnum þeirra Bjarna allan þann frið í hjarta, sem mögulegur er, þau eiga það skilið. Farðu svo í friði, kæri vinur og taktu á móti mér í Gullna hliðinu, þegar ég kem að heilsa upp á þig. Rannveig og Eiríkur Páll Sveinsson. „Sjá, tíminn, það er fugl, sem flýgur hratt, hann flýgur máske úr augsýn þér í kveld!“ (Rubaiyat, þýð. MÁ) Upphaf nútíma heila- og taugaskurðlækninga á Íslandi má marka með óvenjulegum atburði. Bandarísk herflutningavél af Herkúles-gerð er lent á Keflavík- urflugvelli, árla morguns þriðju- dagsins 30. nóvember 1971. Fólksbifreið er ekið inn á flug- brautina til móts við vélina en þau mætast á flugbrautarkantin- um eins og mús og fíll myndu gera á förnum vegi. Úr flug- stjórnarklefanum er kastað niður stiga sem flugmaðurinn les sig niður eftir. Hann afhendir öku- manni fólksbílsins farm vélarinn- ar, fislétta æðaklemmu, og spyr: „Hvenær hefst aðgerðin, lækn- ir?“ Bjarni Hannesson er nýkom- inn heim úr sérfræðinámi frá Bandaríkjunum. Nauðsynlegt áhald skorti og röð atvika leiddi til þessa óvenjulega flutnings klemmunnar frá Hanover um miðja nótt. Sjúklingur með æða- gúl við heila þarfnaðist skjótrar meðferðar. Sjaldan hefur sam- band þúfunnar og hlassins verið eins myndrænt og við þetta upp- haf og sjaldan flutti slík vél þarf- ari farm. Bjarni ruddi þannig brautina á margvíslegan hátt, bæði hér heima og ytra. Hann var fyrstur í röð á annan tug íslenskra skurð- lækna sem síðan hafa fengið, og fá enn, þjálfun við þetta sjúkra- hús. Sjálfur fetaði ég í slóð hans í Hanover og einnig hér heima, hvort sem maður telur til Hamra- hlíð 7, Borgarspítalann eða Lind- arflötina. Vakandi velvild hans, hvort sem var fyrir sínum nán- ustu, skjólstæðingum sínum eða yngri kollega, var viðbrugðið og gerðist á hljóðlátan en sterkan hátt. Hann var gæfumaður bæði í einkalífi og starfi. Þau hjón spiluðu samtaka og vel úr sínum spilum og sögnin var Grand. Áhugamálunum deildi hann af ákefð með öðrum, hvort sem um siglingar eða skíðaiðkun var að ræða. Mér er minnisstætt þegar hann var búinn að draga mig upp í bratta brekku og tókst að sann- færa mig um að minnsta slysa- hættan væri þar sem brattinn er mestur. Þá má ég þakka honum að enn fæ ég erlendan póst titl- aður sem formaður siglinga- klúbbsins Vogs í Garðabæ. Sá klúbbur hefur í mínu minni ekki haft aðra aðstöðu en bréfalúgu heimilisins. Bjarni var af húnvetnsku bergi brotinn og sómir sér vel í hópi Guðmundanna þriggja þegar merkra lækna úr þessu héraði er getið. Hann hafði í sér góða blöndu af fræðum, færni og ein- lægum starfsáhuga sem farsæl- um skurðlæknum eru mikilvæg- astir eiginleika. Sterka mynd á ég frá kandidatsári þar sem ég fylgdist álengdar með tveggja manna tali hans og ungs drengs sem lamast hafði í slysi. Allt fas hans lýsti nærfærni og samlíðan með drengnum sem var ólíkt þeirri mynd sem ég hafði, þá hon- um ókunnugur, búið mér til. Á dögunum gerði ég mér ferð til Hanover en gamli spítalinn okkar er nú horfinn, en nýr risinn á öðrum stað. Á stæði þess gamla er nú sléttur völlur þar sem áður stóð þetta mikla hús. Lítið minnir á liðna tíð en ég tók mér til hand- argagns múrsteinsbrot ef það mætti verða til þess að stöðva flug tímans um stund. Kveð nú með miklum trega þennan koll- ega minn, nágranna og vin. Eng- um manni var Bjarni líkur. Eiríkur Jónsson. Í dag kveðjum við vin okkar Bjarna Hannesson með miklum trega og eftirsjá. Horfinn er á braut góður drengur, sem hafði ríkan áhuga á því samfélagi sem hann bjó í, var mikill kunnáttu- og fagmaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og var traustur vinur vina sinna. Bjarni var ekki maður sem sóttist eftir vegtyllum og viðurkenningum samfélags- ins; hann naut hins vegar mikillar virðingar þeirra sem honum kynntust, hvort sem var í starfi eða leik. Alls staðar var fag- mennska og færni í fyrirrúmi. Störf hans með kollega sínum Kristni Guðmundssyni við að koma upp deild á sínu sérsviði, heila- og taugaskurðlækningum, við Borgarspítalann eru eldri kynslóðinni, sem man hjálpar- leysi landsmanna á þessu sviði á árum áður, vel kunn. Verður frá- bær árangur þess brautryðj- andastarfs seint fullþakkaður. Eins og oft vill verða myndast góð tengsl milli Íslendinga sem dvelja lengi saman erlendis. Sterk tengsl mynduðust milli fjölskyldna okkar í Nýja-Eng- landi á sjöunda áratug síðustu aldar, sem áttu eftir að eflast og styrkjast eftir heimkomuna til Ís- lands. Umræðurnar í hópi land- anna snerust oftar en ekki um ís- lensk málefni, sem voru krufin til mergjar. Bjarni hafði gjarnan mjög skemmtilega sýn á mörg viðfangsefni þjóðfélagsins og var gagnrýninn á hefðbundnar skoð- anir og aðferðir. Fór hann ekki endilega troðnar slóðir í þeim umræðum en var þó alltaf fyrst og fremst málefnalegur og lítt bundinn af kreddum eða viðtekn- um kenningum. Hann bjó yfir kímnigáfu og sá oft spaugilegar hliðar á málum, sem aðrir höfðu ekki komið auga á. Þessara eig- inleika áttum við vinir hans eftir að njóta enn frekar við mörg tækifæri eftir að komið var aftur til föðurlandsins, hvort sem það var á heimilum þeirra Þorbjargar norðan eða sunnan heiða, í skíða- ferðum í Austurríki eða við önnur slík tækifæri. Minningar frá skíðaferðum til Bad Gastein, Mü- hlbach og Filzmoos og úr sigling- um um sundin blá eða í Eyjafirð- inum, nú síðast sumarið 2012, eru líka ógleymanlegar. Bjarni var mikill sportmaður í þess orðs bestu merkingu. Hann stundaði skíðaíþróttina af kappi allar göt- ur frá menntaskólaárunum og var óþreytandi að miðla af þekk- ingu sinni og færni, ekki síst til yngri kynslóðanna. Þá sigldi hann seglbátum sínum af mikilli kunnáttu og náði góðum árangri á því sviði eins og öðrum sem hann lagði fyrir sig. Tilfinning hans fyrir því hvernig best væri að nýta beitivind eða lensvind til að ná settum áfangastað var aðdáunarverð. Ekki sakaði að hann hafði stundað svifflug á yngri árum og kynnst slungnum loftstraumum. Þessar og aðrar hugsanir hrannast nú að þegar við kveðj- um Bjarna hinstu kveðju, sem okkur finnst þó að flestu leyti svo óraunverulegt. Stutt er síðan við nutum samvista við hann fullan af lífsþrótti og með mikinn áhuga á mönnum og málefnum líðandi stundar og framtíðar. En eigi má sköpum renna og við getum lítið annað gert en að þakka sam- fylgdina og minnast þeirra fjöl- mörgu góðu stunda sem við átt- um saman. Þorbjörgu og fjölskyldu Bjarna vottum við okkar dýpstu samúð. Anna og Þorgeir. Þó að ég hafi þekkt Bjarna Hannesson í áratugi er mér hann minnisstæðastur sem ungur læknir fullur eldmóðs. Hér kem- ur saga sem lýsir honum. Stuttu eftir að hann hóf störf við skurð- lækningadeild Borgarspítalans 1971 var lagður inn rúmlega þrí- tugur maður með heilablæðingu. Bjarni skar hann upp, hreinsaði út blóðið og blæðingin hætti. Vandinn lá í því að blæðingin var frá meðfæddum æðagúl og nokk- uð víst að aftur mundi blæða inn- an nokkurra klukkustunda eða daga. Skera yrði sjúklinginn upp aftur og koma þar til gerðri klemmu á rót gúlsins. Því miður var engin slík klemma til í land- Ég sat hjá systur minni og horfði út um gluggann. Það kom smá snjókoma, eitthvað svo fal- Guðbjörg Lilja Guðmundsdóttir ✝ Guðbjörg LiljaGuðmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 30. sept- ember 1927. Hún andaðist á Hjúkr- unarheimilinu Mörk 14. mars 2013. Guðbjörg Lilja var jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík 5. apríl 2013. legt og friðsælt. Ég var að kveðja. Minningarnar leit- uðu yfir farinn veg 64 ár aftur í tímann. Karlagata 1, ég 3-4 ára í pössun hjá Dúddý systur. Dúddý keypti handa mér fyrsta sundbolinn sem ég eignaðist og var svo montin af. Jólaboðin í Drápuhlíð 12 þar sem var dans- að í kringum jólatréð og svo farið í frúna í Hamborg við mikla kát- ínu. Skemmtilegu og fjörugu veislurnar, jólaboðin og þorra- blótin sem haldin voru á Klepps- vegi 2. Ég tala nú ekki um alla kaffibollana sem við drukkum saman í versluninni Herjólfi. Það var mikið talað og hlegið enda við systurnar kátar. Ógleymanlegar stundir sem ég átti í þau skipti sem ég dvaldi hjá Dúddý og Didda á Spáni og sumarbústaðn- um í Skorradal. Dúddý systir var 18 árum eldri en ég. Búin að gifta sig og eiga frumburðinn sinn, Braga, þegar ég fæddist enda kallaði hún mig alltaf litlu systur. Dúddý mín var hörkudugleg og ákveðin. Hún vissi hvað hún vildi og vann úti alla tíð við hlið eiginmanns síns. Þau voru mjög samrýnd og samstiga í lífinu, sem er öfundsverður eiginleiki. Alltaf ástfangin enda gift í 63 ár. Allt þar til Diddi féll frá. Einu sinni hélt Dúddý ræðu í brúðkaupi sem við vorum staddar í. Þar sagði hún að það væri auðvelt að verða ástfangin en vinna að halda ástareldinum við. Hún vissi að það þarf að vinna að öllum hlut- um. Ég heyrði að Dúddý mín hefði séð Didda sinn þegar hún var 14 ára og sagt að þennan pilt ætlaði hún að eiga, sem og hún gerði. Þetta eru ljúfar minningar sem ég geymi um systur mína og mann hennar. Nú var farið að líða á dag 14. mars, fimm ár frá því að Diddi hafði kvatt og systir mín átti stefnumót við sinn heitt- elskaða. Þar sem ég gekk burt frá syst- ur minni sá ég hana og Didda í anda ganga saman. Já, hún vissi alltaf hvað hún vildi. Um leið og ég þakka Dúddý samveruna vil ég votta börnum, tengdabörnum, barna- og lang- ömmubörnum samúð mína. Kveðja, Hanna litla systir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.