Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is Undanfarna mánuði hafa hverf- isráði Árborgar borist ábendingar frá íbúum Selfossbæjar vegna fjölg- unar kanína og ónæðis frá þeim í bænum. Svo virðist sem dýrin séu farin að gera sig heimakomin á nokkrum stöðum í bænum, meðal annars í íbúðarhverfum. Leysa þarf vandamálið Ábendingarnar hafa verið teknar fyrir í hverfisráði og í bæjarráði Ár- borgar. Málið er nú komið inn á borð framkvæmda- og veitustjórnar í sveitarfélaginu, en henni er ætlað að vinna aðgerðaráætlun til að stemma stigu við fjölgun meindýra í sveitarfélaginu. Jón Tryggvi Guðmundsson, deild- arstjóri veitusviðs Árborgar, segir vandamálið vissulega vera til stað- ar. Svo virðist sem dýrin haldi sig einna helst í útjöðrum bæjarins og leiti einnig inn í hverfin. Í fyrra voru felldar hátt í hundrað kanínur í Árborg með leyfi umhverfisráðu- neytisins. „Það er ljóst að stemma þarf stigu við þessu vandamáli,“ segir Jón, en hann reiknar með að vinna að aðgerðaáætlun fari af stað fljótlega. Kanínurnar virðast einkum halda sig í austurhluta Sel- fossbæjar, í Hellisskógi og í Fosslandi, íbúð- arbyggð sunnan Sel- fosskirkju. Einnig virð- ist vera nokkuð um kanínur á Eyrarbakka. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að kaup Síldar- vinnslunnar hf. á öllu hlutafé í út- gerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf. raski ekki samkeppni og mun því ekki hafa afskipti af samruna fyr- irtækjanna. Samkeppniseftirlitið telur hins vegar óhjákvæmilegt að hefja nýtt stjórnsýslumál til að athuga hvort Síldarvinnslan, Samherji hf. og Gjögur hf. hafi brotið gegn banni við samkeppnishamlandi samvinnu keppinauta, þar sem rannsókn máls- ins hafi leitt í ljós umtalsverða sam- vinnu milli fyrirtækjanna í útgerð, fiskvinnslu og sölu afurða. Samherji og Gjögur eru stærstu eigendur Síldarvinnslunnar. „Þetta er svo sem í takt við það sem ef til vill mátti búast við; hingað til hafa Samherji, Gjögur og Síld- arvinnslan ekki verið skilgreind sem tengdir aðilar og umfjöllun um þetta mál tekur mið af þeim veruleika,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Vestmannaeyjabær hefur stefnt Síldarvinnslunni og Bergi-Hugin vegna kaupanna og vill láta reyna á forkaupsréttinn sem kveðið er á um í fiskveiðistjórnunarlögum. „Við hyggjumst láta reyna á það hvort það lagalega úrræði sem sveit- arfélögum er falið í fiskveiðistjórn- unarlögum er virt eða hvort réttur íbúa sé jafn lítill og margir hafa tal- ið,“ segir Elliði. Hann segist bjartsýnn á að annað af tvennu gerist: að dómstólar úr- skurði bænum í hag eða, ef ekki, að stjórnvöld sjái sóma sinn í því að skerpa á lagaákvæðum um forkaups- rétt sveitarfélaga og íbúa í sjávar- byggðum. Hefja nýtt stjórnsýslumál  Samkeppniseftirlitið íhlutast ekki um samruna Síldarvinnslunnar og Bergs- Hugins  Hyggst rannsaka tengsl Síldarvinnslunnar, Samherja og Gjögurs Morgunblaðið/Árni Sæberg Kanínur verða kynþroska við 2-4 mánaða aldur og er meðgöngutími þeirra um þrjátíu dagar. Ungafjöldinn er oftast á bilinu 2-12 ungar. Kanínur geta æxlast strax eftir got og geta því komið upp tveimur til þremur ungahópum á góðu og löngu sumri. Villtar kanínur lifa heldur skemur en þær sem eru gæludýr. Þær fyrr- nefndu lifa í 3-4 ár en gæludýrin geta orðið 8 til 10 ára gömul. Villtar kanínur éta einkum gras en einnig ýmiss konar lauf, blóm, ber, rætur, trjábörk og jafnvel trjágreinar. Í upplýsingum frá umhverfisráðuneytinu kemur fram að leyfi þurfi til að fella kanínur hér á landi. Þær eru friðaðar samkvæmt lögum um vernd, frið- un og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Fljótar að fjölga sér KANÍNUR GETA EIGNAST ALLT AÐ TÓLF UNGA Í HVERJU GOTI Leita út á umferðargötur Síðastliðin ár hafa einnig borist fréttir af villtum kanínum á höf- uðborgarsvæðinu. Þær hafa sést í ríkari mæli á útivistarsvæðum og víða um borgina. Kanínurnar virð- ast einkum halda sig í Elliðaárdaln- um, í Öskjuhlíð, við Rauðavatn og við Elliðavatn. Talið er að fjölgunin komi einkum til vegna hagstæðs tíðarfars, en nú lifir hluti stofnsins af veturna, sem ekki eru jafn harðir og áður fyrr. Kanínurnar í Elliðaárdalnum leita af og til út á nálægar umferð- argötur og hafa þar valdið truflun á umferð. Landsmenn virðast hafa skiptar skoðanir á dýrunum. Sumir amast að þeim og benda á ógn þeirra við lífríki landsins en aðrar vilja hlífa fallegu kanínunum. Keppa við lundann Kanínur hafa einnig verið áber- andi í Vestmanneyjum síðastliðinn áratug og hafa þar att kappi við lundann um dvalarstaði. Þær hafa meðal annars lagt undir sig lunda- holur, búið þær eftir sínum hætti og þannig hrakið fuglinn burt. Þá hafa kanínurnar gert holur í golfvöllinn og nagað trjágróður. Að sögn Ásmundar Pálssonar, meindýraeyðis í Vestmannaeyjum, virðist vandamálið vera úr sögunni í bili. Þar hafa mörg hundruð kan- ínur verið felldar síðastliðin ár, en ekki þurfti að fella neina þar í fyrra. Morgunblaðið/Eggert Að næturlagi Töluvert er um kanínur í Elliðaárdalnum í Reykjavík, íbúum og vegfarendum ýmist til gleði eða ama. Kanínum fjölgar í hverfum á Selfossi  Unnið að aðgerðaáætlun vegna meindýra í Árborg Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna, býður til fundar um skuldamál heimilanna og tillögur Sjálfstæðisflokksins um leiðir til úrbóta. Staður: Kosningaskrifstofa XD, Skeifunni 7 þriðjudaginn 23. apríl kl. 17.30 Framsögumenn: Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins ÁslaugMaría Friðrikdóttir, frambjóðandi til Alþingis Alexander Eðvardsson, sviðsstjóri skattasviðs KPMG Fundarstjóri: Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Lækkumskuldir - hækkumlaun Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna 2013.XD.IS Tillaga um skattaafsláttarkerfi fyrir einstaklinga verður send Eftirlits- stofnun EFTA, ESA, til kynningar á næstu dögum. Unnið hefur verið að útfærslu kerfisins, sem ætlað er að styðja við lítil fyrirtæki í vexti, en slíkt kerfi þarf að standast ríkisstyrkja- reglur EES-samningsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsvæði fjármála- og efnahagsráðu- neytisins en þar segir einnig að tillög- unni sé ætlað að stuðla að aukinni fjár- festingu í litlum fyrirtækjum í vexti og fjölga þannig störfum. „Kerfið felur í sér skattafslátt til einstaklinga sem kaupa hlutabréf í slíkum fyrirtækjum. Skilyrði er að þau séu óskráð og stundi starfsemi á Íslandi. Með litlum fyrirtækjum er átt við fyrirtæki sem hafa færri starfs- menn en 50 og veltu undir 1,6 millj- örðum króna. Samkvæmt tillögunni er hámarksfjárfesting á hvert fyrir- tæki sem veitir skattafslátt 100 millj- ónir króna á ári og 500 milljónir króna samtals,“ segir á vefsvæði ráðuneyt- isins. Tillagan gerir ráð fyrir að einstak- lingar sem fjárfesta í litlum, óskráðum fyrirtækjum fyrir að hámarki 5 millj- ónir króna og lágmarki 50 þúsund krónur á ári fái 30% af fjárfestingunni frádregna frá skattskyldum tekjum áður en til skattlagningar kemur. „Gert er ráð fyrir að þetta hlutfall verði 40% ef viðkomandi fyrirtæki er staðsett á landsbyggðinni. Jafnframt er gert ráð fyrir að einstaklingum verði heimilt að kaupa hluti í fjárfest- ingasjóðum sem fjárfest hafa ein- göngu í litlum óskráðum fyrirtækj- um.“ Tillaga um skatta- afslátt vegna hlutabréfakaupa  Þarfnast samþykkis ESA Skattaafsláttur » Einstaklingar sem fjárfesta í litlum óskráðum fyrirtækjum munu fá 30% fjárfesting- arinnar frádregin frá skatt- skyldum tekjum. » Þau fyrirtæki teljast lítil sem hafa færri starfsmenn en 50 og velta undir 1,6 milljörðum króna. Lögreglan á Selfossi naut í gær liðsstyrks sérsveitar ríkislög- reglustjóra við að handsama mann sem stal fatnaði að verð- mæti um 400.000 króna í verslun Geysis í Haukadal. Ástæðan var sú að lögreglan hafði ekki mann- skap vegna anna við önnur verk- efni. Slíkt er ekki einsdæmi. Þjófurinn var færður í fanga- geymslur á Selfossi en í ljós kom að hann var á reynslulausn vegna fyrri þjófnaðarbrota. Var hann færður fyrir dómara sem úrskurðaði að hann skyldi af- plána eftirstöðvar fangelsisrefs- ingar, 180 daga, sem hann hefur nú hafið. Óskuðu eftir aðstoð sérsveitar vegna búðarþjófs í Geysi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.