Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 Kjartan Kjartansson Kristján Jónsson Nær öll önnur mál hafa fallið í skuggann af umræðum um skulda- mál heimila og niðurfærslu á verð- tryggðum lánum í kosningabarátt- unni hingað til. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar eru skuldamálin mikilvægasta kosn- ingamálið. Fylgi Framsóknar- flokksins hefur stökkbreyst eftir að flokkurinn tefldi fram afar um- fangsmiklum aðgerðum í þágu ein- staklinga með verðtryggð lán í stefnuskrá sinni fyrir kosningarn- ar. Þá er það forgangsmál margra nýju framboðanna að færa niður lán heimilanna. Ýmislegt hefur verið gert til að rétta hag skuldsettra einstaklinga í kjölfar hrunsins en þá ruku lán fólks skyndilega upp vegna mik- illar veikingar krónunnar og verð- bólgu. Hefur mönnum orðið tíð- rætt um forsendubrest í því samhengi, almenningur hafi ekki getað séð fyrir að gengið lækkaði um 50%. Á meðal aðgerða má nefna lög um greiðsluaðlögun, samkomulag við lánastofnanir um sértæka skuldaaðlögun og 110% leiðina svonefndu. Þá var lögum um gjaldþrot breytt til hagsbóta fyrir skuldara, vaxtabætur hækk- aðar og sérstök vaxtaniðurgreiðsla veitt í tvö ár. Þar fyrir utan lækk- uðu skuldir margra eftir að bank- arnir reiknuðu aftur gengistryggð lán. Ekki nóg að gert Ýmsum þykir þó ekki að nóg hafi verið að gert. Þeir benda á að meðan þeir sem hafi verið með gengistryggð lán hafi fengið nið- urfærslu sitji þeir eftir í súpunni sem voru með gamaldags og hefð- bundin verðtryggð lán. Sú tilfinn- ing að ekki hafi verið gengið nógu langt í að hjálpa skuldurum end- urspeglast í því vægi sem málið hefur fengið í aðdraganda kosning- anna. „Þessi forsendubrestur í skuld- um heimilanna vegna beinna áhrifa af efnahagshruninu og verð- bólguskotinu í kjölfarið á því er til- kominn vegna framferðis lánveit- andans, annars aðilans í lánasamningnum. Lánveitendur bjuggu til þær aðstæður sem leiddu til tjóns fyrir lántakann og af þeim sökum finnst okkur að heimilin eigi réttmæta kröfu á þrotabúin þegar kemur að upp- gjöri þeirra,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, nýlega í viðtali við Morgunblaðið. Framsóknarmenn segja að fjár- magna megi þessa lánalækkun með því að þvinga eigendur krafna á gömlu bankana til að sætta sig við mun lægra verð fyrir krónu- eign sína en rætt hefur verið um. Aðrir benda á að þessar eignir er- lendu „hrægammanna“ séu ekki í hendi, jafnvel næstu árin, hæpið sé líka að nota nafnverð eignanna sem viðmiðun þegar enginn viti hvert markaðsverð muni verða. Líklegt sé að afleiðingin af inn- spýtingunni verði aðeins aukin verðbólga og lántakendur því fljót- lega komnir í svipaða skuldastöðu og fyrir aðgerðina. Nærtækara sé að nota hagnað af góðum samn- ingum við kröfuhafana, sem sumir Skuldamál heimilanna og framboðin Vill að komið verði á húsnæðislána- markaði með lágum vöxtum til langs tíma. Þar til stöðugri gjaldmiðill verði í boði verði að ,,grípa til aðgerða til að taka á lánavanda heimila, á grundvelli nákvæmrar greiningar á honum”. Björt framtíð XA Hefur boðað 20% lækkun hús- næðislána og segir ekkert réttlæta að lánþegar sitji einir uppi með afleiðingar stökkbreyttra lána. Skattaafsláttur verði veittur vegna afborgana húsnæðislána og greiddur beint inn á höfuðstól láns, verðtrygg- ing á neytendalánum verði afnumin. Framsóknarflokkurinn XB Segir stökkbreytt húsnæðislán ekkert annað en undirmálslán. Líklega séu verðtryggð húsnæðislán eftir 1. nóvember 2007 ólögleg. Með sérstökum neyðarlögum verði öll verðtryggð húsnæðislán innkölluð og skuldbreytt. Hægri grænir XG Vill lækka höfuðstól meðal-húsnæð- islána um 20%með skattaafslætti og skattfrjálsum séreignasparnaði, einnig að lántakendur geti skilað lyklunum til lánveitenda án þess að fara í gjaldþrot. Valfrelsi lántakenda verði tryggt, verðtrygging verði ekki almenn regla og allir eigi kost á óverðtryggðum lánum. Fyrstu íbúðarkaup verði gerð auðveld- ari með skattalegum sparnaði. Sjálfstæðisflokkurinn XD Vill flýtimeðferð fyrir dómstólum um ágreining varðandi lán og vexti fjármálastofnana, sett verði sérstök neyðarlög fyrir heimilin,með þeim verði öllum verðtryggðum húsnæðis- lánum skuldbreytt og þau lækkuð um allt að 45%. Í boði verði að lengja lánstíma í allt að 75 ár. Flokkur heimilanna XI Segir endurskoðun verðtryggingar og lækkun verðbólgu og vaxtakostnaðar forgangsmál.Verðtryggð húsnæðislán hafi þegar kollsteypt fjölda heimila eða séu að gera það. Vinna þurfi að því að afnema verð- tryggingu og leiðrétta húsnæðislán, tryggja verða viðunandi eiginfjárstöðu heimila. Regnboginn XJ Vill færa niður höfuðstól verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána með almennum aðgerðum, gætt verði jafnræðis milli lántakenda og lánveitenda,m.a.með endurmati eða afnámi verðtryggingar húsnæðislána, og brúað verði bil kynslóðanna. Engum verði gert að borgameira en hann ráði við. Lýðræðisvaktin XL Vill fjölga valkostum við fjármögnun eignaríbúða, í boði séu óverðtryggð og verðtryggð lán aukmillileiða eins og verðtryggðra lánameð verðbótaþaki. Endurskoða verði í því samhengi hlutverk Íbúðarlánasjóðs. Flokkurinn sé reiðubúinn til málefnalegrar samræðu um lausnir á vanda skuldsettra heimila.Með upptöku evrumuni ,,vextir lækka og verðtrygging hverfa”. Samfylkingin XS Hyggst leiðrétta endurgreiðslur húsnæðislána sem hækkað hafi vegna forsendubrests í hruninumeð almennum aðgerðum en útilokar engar aðferðir. Eðlilegt sé aðmiða lækkun lána við áfallnar verðbætur umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans sem bæst hafi við frá 1. janúar 2008. Mikilvægt sé að lækkanir lendi á fjármálakerfinu sem beri ábyrgð á tjóni heimilanna og fyrirtækjanna. Dögun XT Flokkurinn vill taka upp húsnæðis- vísitölu þar sem áhættu er dreift milli lántakenda og lánveitenda. Tryggður verði ,,aðgangur að lánsfé á sanngjörnum kjörum ogmeð stuðningi í formi húsnæðisframlaga.” Skuldsett heimili fái aðstoð, ef til vill með inngreiðslum á höfuðstól,mest áhersla verði lögð á stöðu þeirra sem tóku lán rétt fyrir bankahrunið 2008. Vinstri Græn XV Vilja láta ganga úr skugga um lögmæti verðtryggðra lána,munu styðja lántakendur í að sækja rétt sinn. Með lyklalögum verði lántakanda heimilað að afsala sér fasteign til lánveitanda. Píratar XP Þróun í skuldamálum heimilanna á Íslandi frá hruni 2009 2010 30. október 2009 Lög um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna hrunsins. Greiðsluaðlögun. Skuldir heimila sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 160% 140% 120% 100% 80% 60% 40% 20% 0% De s. ‘0 3 Ma í ‘0 4 Ok t. ‘ 04 Ma rs ‘0 5 Ág . ‘0 5 Ja n. ‘0 6 Jú ní ‘0 6 Nó v. ‘ 06 Ap r. ‘ 07 Se pt . ‘0 7 Fe b. ‘0 8 Jú lí ‘ 08 De s. ‘0 8 Ma í ‘0 9 Ok t. ‘ 09 Ma rs ‘10 Ág ú. ‘10 Ja n. ‘11 Jú n. ‘11 Nó v. ‘ 11 Ap r. ‘ 12 Se pt . ‘1 2 Heimild: Stjórnarráðið Breyting á 120% 100% 80% 60% 40% 20% 0% -20% 2002 Stökkbreyting og krafa um bætur  Kröfur um lausn á skuldavanda hafa verið háværar Morgunblaðið/Þorkell Steypuskuldir Á byggingasvæðinu Kórum fyrir bankahrun. Alþýðufylkingin (R) og Húm- anistaflokkurinn (H) bjóða aðeins fram í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Sturla Jónsson (K) í Reykjavík suður og Landsbyggð- arflokkurinn í NV-kjördæmi. Alþýðufylkingin vill m.a. bæta kjörin með því að lækka vexti. Húm- anistar vilja skilgreina húsnæði sem mannréttindi í stjórnarskrá og banna spákaupmennsku með hús- næði, lækka verði lán. Landsbyggð- arflokkurinn vill afnema verðtrygg- ingu ef tryggt sé að það sem við tekur sé hagstæðara fyrir almenn- ing. Bankar og lántakar verði að deila ábyrgð á lánum. Sturla Jónsson segir að lækka megi lán til almennings ef bönk- unum verði gert skylt að fara að neytendalögum. kjon@mbl.is Bankarnir fari að neyt- endalögum ÞAR SEM BARN ER Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is | opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga Mikið úrval af kerrum og barnabílstólum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.