Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 Á verðlaunaafhendingu Yngstu kynslóðinni þótti ekkert sérstaklega spennandi á afhendingu Barnabókaverðlaunanna í Höfða í gær og hefði eflaust kosið að hafa heldur eina af bókunum sem voru tilnefndar við höndina. Golli Formaður Framsókn- arflokksins hefur forðast eins og heitan eldinn að svara ít- arlega fyrir ótrúverðug kosn- ingaloforð flokksins. Ásetn- ingur Framsóknar virðist hins vegar vera sá að lækka skuldastöðu sumra heimila og bæta sumum for- sendubrest á kostnað okkar allra. Það er miklum tilvilj- unum háð hvort heimilin geti unnið í loforðalotteríi Fram- sóknar. Tökum dæmi: 1. Almenn lækkun íbúðaskulda mun ekki leiðrétta neinn samfélagsvanda. 57% af lækkuninni munu fara til þess hluta þjóð- arinnar sem er með tekjur yfir meðallagi en aðeins 20% til þeirra sem hafa minni tekjur. Ef allar skuldir verða lækkaðar um 20% verða 2/3 þeirra sem nú eru með of háan húsnæðiskostnað áfram fastir í súpunni. 2. Nærri þriðjungur heimila er skuldlaus og það eru ekki endilega þau sem hæstar hafa tekjurnar. Það fólk, sem greitt hefur upp lán sín, ekki haft tekjur til að skuldsetja sig eða hefur forðast skuldsetningu með því að leggja fyrir mun því greiða reikninginn. 3. Tillögurnar fela í sér stærstu aðför að hinum dreifðu byggðum sem sést hefur á síðustu árum. Hlutfall húsnæðislána á suð- vesturhorninu er yfir 70%. Þau eru líka hærri að jafnaði en lánin á landsbyggðinni. Hér er því lagt upp með stærstu tilfærslu fjármuna frá dreifbýli til höfuðborgar sem um getur. 4. Hæstu íbúðaskuldirnar eru hjá fólki á miðjum aldri. Aldrað fólk er gjarnan ýmist með skuldlausa eign, lágt lán eða leigir. Ungt fólk er ekki ennþá búið að ná að kaupa sínu fyrstu íbúð og er í heimahúsum eða á leigumarkaði. Ungt fólk og aldr- aðir munu því taka á sig byrð- arnar, til að fjármagna tillögur Framsóknar. 5. Ekki á að bæta allan forsendubrest vegna verðtryggingar. Framsókn svarar út í hött og út og suður þegar spurt er hvort ekki eigi að bæta leigjendum tjón þeirra vegna hækkunar verðtryggðrar leigu sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta er þeim mun furðulegra þegar haft er í huga að lág- tekjufólk er mun fleira meðal leigjenda en íbúðareigenda og leigjendur hafa ekki feng- ið verðtryggðar húsaleigubætur. Nærri tvö- falt fleiri leigjendur en íbúðareigendur eru með allt of háan húsnæðiskostnað, en þeir mun samt enga úrlausn fá í fjárflutningum Framsóknar. Niðurstaðan er skýr: Framsókn vill færa fé frá fátækum til þeirra sem eru betur stæðir, frá öldruðum og ungum til þeirra sem eru á miðjum aldri og frá landsbyggð til höfuðborgar. Eftir aðgerðina verða 2/3 þeirra sem nú eru í vanda vegna húsnæð- iskostnaðar áfram í vanda og allir leigjendur sitja eftir með sárt ennið. Við verðum áfram föst í höftum, verðbólgan hækkar áfram lán- in okkar og ekkert hefur breyst. Hverju lofar þá Framsókn næst? Eftir Árna Pál Árnason » Framsókn vill færa fé frá fátækum til ríkra, frá öldruðum og ungum til þeirra sem eru á miðjum aldri og frá landsbyggð til höf- uðborgar. Árni Páll Árnason Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Fjárflutningar Framsóknar Einhvern tímann las ég frásögn af tveimur kaffibollum. Ég held það hafi verið í Morgunblaðinu. Úr öðr- um bollanum var drukkið á Ítalíu, hinum í Norður-Finnlandi. Báðir voru greiddir með sama gjaldmiðli, hinni margrómuðu evru. Ef ég man rétt kostaði kaffið helmingi fleiri evrur í Norður-Finnlandi en það kostaði á Ítalíu. Við þennan samanburð má mörgu við bæta. Í Þýskalandi notast menn við evru. Það gera menn líka í Grikklandi og á Spáni. Ekki hefur evran tryggt sambærilegan stöð- ugleika í efnahagsmálum þessara ríkja eins og við þekkjum öll af fréttum. Ástæða þessara skrifa er sú að í kosningabaráttunni er svo að skilja á ýmsum frambjóðendum að allt væri gott – við hefðum jafnvel sloppið við hrun – ef við hefðum haft evru. Kaffið í Norður-Finnlandi var dýrt vegna þess að veitinga- staðurinn sem seldi kaffið hafði fáa viðskiptavini, flutnings- kostnaður var mikill fyrir alla aðdrætti, launakostnaður hár og þannig mætti áfram telja. Ætli hið gagnstæða hafi ekki verið uppi á teningnum á Ítalíu. Einstök lönd og svæði innan þeirra geta orðið fyrir sveiflum og lent í þrengingum, óháð gjaldmiðlinum. Þar með er ekki sagt að gjaldmiðillinn skipti engu máli, að smáum gjaldmiðli sé ekki hættara við að verða leiksoppur spekúlanta en stórum gjaldmiðli. Að sama skapi aðlagar stór gjaldmiðill sig ekki eins auðveldlega að svæðisbundnum aðstæðum og jafnar því ekki félagslegar sveiflur, svo sem atvinnuleysi, þegar gjald- miðillinn hættir að vera spegill á veruleikann, eins og smár gjaldmiðill getur gert. Þetta kemur upp í hugann þegar hlustað er á málflutning aðdáenda Evrópusambandsins, sem telja það vera allra meina bót að ganga í ESB og taka upp evru. Sumir ganga svo langt að segja að Íslendingar hefðu sloppið við hrun ef þeir hefðu haft evru sem áður segir. Ekki sluppu Írar, Kýpverjar, Portú- galar, Grikkir, Spánverjar… Þeir hafa þó evru. Þeir sem halda slíkum málflutningi til streitu eru auðvitað að berja höfðinu við steininn. Og allir vita hvernig það fer með höfuðið. Saga af tveimur kaffibollum Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson »Ekki sluppu Írar, Kýp- verjar, Portú- galar, Grikkir, Spánverjar… Þeir hafa þó evru. Höfundur er alþingismaður og ráðherra. Núna er liðið tæpt ár frá því að einn félaganna í Indefence- hópnum benti mér á ógnvekj- andi nýjar upplýsingar um krónueign erlendra aðila. Hann hafði svo frumkvæði að því að ræða ýmist með mér eða einn við ýmsa forystumenn á Alþingi um það sem nú er kallað snjó- hengjan. Tilefnið voru nýjar upplýsingar aðallega frá Seðla- bankanum um að krónueign er- lendra aðila á Íslandi væri miklu meiri en þeir 400 millj- arðar króna sem þangað til var talið að væri um að ræða, svokölluð jöklabréf. Nýju upp- lýsingarnar bentu til að talan væri komin upp í 700 milljarða sem þyrfti að breyta í gjaldeyri (því ekki vilja þessir erlendu aðilar eiga krónur á Íslandi til langframa) og það er þjóðarbúinu ofviða. Þegar til viðbótar kom að búið er að ráðstafa hluta af gjald- eyristekjum þjóðarinnar í greiðslur sjávar- útvegs til Landsbankans og Íslandsbanka, sem rennur til kröfuhafa vegna skuldabréfa að upphæð 220 milljarðar auk 92 milljarða í erlendri mynt er ljóst að þjóðarbúið ræður alls ekki við þá stöðu, að afla gjaldeyris til að greiða út nærri 1.200 milljarða í gjald- eyri. Þetta vitum við og þetta vita kröfuhaf- ar föllnu bankanna. Þetta hefur síðan verið unnið hljóðlega á Alþingi og er um það sátt að þetta verði átak okkar allra óháð flokkum að ná þessum miklu krónueignum niður með samningum eða lagasetningu. Kröfuhafar föllnu bankanna eiga kröfur á eignir í gjaldeyri að upphæð 2.000 milljarðar auk þessara 1.200 milljarða í krónum. Sam- anlagt um 3.200 milljarðar króna. Það verð- ur að líta á dæmið í heild þannig að gjald- eyrishlutinn verði því aðeins losaður að mikill hluti krónukrafna falli niður. Gamalt máltæki segir að betri sé fugl í hendi en tveir í skógi. Það einkennir kosningabaráttuna núna að sumir eru byrjaðir að ráðstafa því mikla fé sem skuldir okkar Íslendinga lækka um ef og þegar þessar miklu krónukröfur verða felldar niður. Slík ráðstöfun fyrirfram gæti truflað samningaferlið og þrýstir á hraða lausn sem kann að skaða hags- muni Íslands. Þegar tekst að semja við kröfuhafa eða setja lagaramma um vandann er ljóst að langskynsamlegast er að lækka innlendar skuldir ríkissjóðs. Ríkissjóður borgar 80 milljarða í vexti á ári. Eitt stykki fullbúinn spítala! Sýna þarf raunverulegar skuldir ríkissjóðs, sem ekki hafa verið færðar. Laga stöðu Íbúðalánasjóðs, sem ríkissjóður ábyrg- ist. Laga stöðu Seðlabankans sem varð fyrir áfalli. Greiða inn á skuldir A-deildar LSR. Það þarf að lækka skatta á heimilin svo þau komist af og skatta á fyrirtæki til þess að þau geti skapað atvinnu og framleitt meiri gjaldeyri. Svo þarf að mæta vanda þeirra heimila sem lentu alvarlega í fasteignaból- unni (keyptu íbúð sep. 2004 til nóv. 2009) en ekki lækka skuldir allra íbúðaeigenda. Eftir Pétur Blöndal » Þegar tekst að semja við kröfuhafa eða setja lagaramma um vandann er ljóst að langskynsamlegast er að lækka innlendar skuldir ríkissjóðs. Pétur Blöndal Höfundur er alþingismaður. Snjóhengjan – hrægammasjóðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.