Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 Það er erfitt að vera lítill kall, ég finn það á sjálfum mér. Erfiðara er þó að vera lítill kall, sem vill ekki viðurkenna van- mátt sinn, og í stað þess að reyna að verða mikill maður dregur sér meiri menn með illu orði niður í sorann, og þykist þannig verða þeim jafnvígur. Margareth Thatcher var eitt af þeim mikilmennum, og sætir nú umfjöllun slíkri. Þegar hún varð forsætisráðherra Bretlands, þá var landið eitt það fátækasta í Evrópu, en varð fljótlega hið leiðandi afl, sem varð öðrum hvatning til að breyta eins hjá sér. Eitt af því sem varð örlagavaldur á þessum tíma, voru sjónvarpsþættir, sem sýndu fáránleika kerfisins, kerfisins, sem hún átti í stríði við. Þættirnir hétu – Yes, minister – og sýndu þann fá- ránleika sem kerfiskarlarnir iðka, og felst meðal annars í því, að sanna hve rekstrargrundvöllur sjúkrastofnana er hagstæður, ef þær hafa enga sjúklinga til að raska rekstrinum, eða að spara peninga í rekstri sjúkrahúsa með því að segja upp öllu starfsfólkinu, en greiða því síðan laun gegn um félagsmálakerfið, og svo framvegis. Þegar almenningur sá þessa þætti, vaknaði skilningur á því hvað stjórnin var að fást við, og þegar verkalýðshreyfingin boðaði verkfall, til að fella stjórnina, þá leyfði Thatcher þeim bara að vera í verk- falli. Það eru margir fyrrverandi kolanámumenn sem eiga henni líf að launa, fyrir að fá ekki að deyja í kolarykinu í námunum, og margar eru þær borgirnar ensku, sem eru nú hreinar og fal- legar, sem áður voru svartar af kolareyk. Ekki má heldur gleyma vatnadauð- anum í Noregi, og jafnvel hér á landi, vatna sem lituðust af kolareyknum. Framsýni og skyn- semi voru einkenni Margrétar Thatcher, og þess vegna var það óumflýjanlegt, að þegar hún fór frá, þá kom bakslag, þar sem eftirkomendurnir voru langt frá því hennar jafningjar. Sömu söguna má einnig segja hér á landi, við fengum forsætis- ráðherra sem tók við nánast gjald- þrota landi, og leiddi það til fram- fara meiri en nokkurn tíma höfðu þekkst. Hann heitir Davíð Oddsson, og var valinn stjórnmálamaður ald- arinnar, þegar hann hafði búið þjóðinni þau vaxtarskilyrði að aldr- ei hefur kaupmáttur launa verið meiri en í hans tíð. Hann átti því að mæta, að eftirmenn hans voru hon- um ekki jafn miklir, enda langt til að jafna Það var íslenskri þjóð mikil gæfa, að það var járnkarl í Seðla- bankanum, þegar allt fór hér á hausinn. Þegar Bretar stöðvuðu greiðslur hingað fyrir útflutnings- vörur okkar, sá bankinn um að greiðslur bærust til fyrirtækjanna, og þó bankarnir hryndu eins og spilaborgir, þá var almennu greiðslukerfi haldið gangandi, af ótrúlegum myndarskap, sem ekki verður til jafnað, og væri hollt að gera samanburð við Kýpur til dæmis. „Því allir menn, urðu-t jafn- spakir, hálf er öld hvar.“ Mikilmenni Eftir Kristján Hall Kristján Hall » Það var íslenskri þjóð mikil gæfa, að það var járnkarl í Seðla- bankanum, þegar allt fór hér á hausinn. Höfundur er fyrrverandi atvinnurekandi. Þann 20. mars síð- astliðinn fór ég með hópi fulltrúa andstæð- inga Evrópusam- bandsaðildar Íslands til Brussel. Hópurinn hitti áhrifafólk innan Evrópusambandsins, þar á meðal Stefano Sannino ráðuneyt- isstjóra stækk- unarskrifstofu ESB, Cristian Preda skýrslugjafa Evrópuþingsins um að- ildarumsókn Íslands og Pat the Cope einn formanna sameiginlegu Íslands- nefndar Evrópusambandsins. Auk þess áttum við fundi með þingmönn- um og fulltrúum hagsmunaaðila og má þar nefna Bændasamtök Evrópu (COPA) og Europeche, Samtök evr- ópskra sjávarútvegsfyrirtækja og Verkalýðssamtök Evrópu (ETUC). Sarah King Að öðrum ólöstuðum hafði Sarah nokkur King mest áhrif á mig í þess- ari ferð. Sarah er ráðgjafi á sviði vinnumarkaðsmála hjá Samtökum evrópskra verkalýðsfélaga, ung kona, full af eldmóði og óþrjótandi viskubrunnur um stöðuna í Evrópu- sambandinu. Sarah var ómyrk í máli um félagslega stöðu almennings og gríðarlegan niðurskurð sem verst kemur niður á þeim sem síst skyldi. Tólf prósent fólks á evrusvæðinu eru án atvinnu og hafa aldrei verið fleiri. Atvinnuleysi meðal ungs fólks heldur áfram að aukast og í febrúar voru 23,5 prósent fólks undir 25 ára án vinnu. Auk þessa sagði Sarah að um væri að ræða mikið dulið atvinnu- leysi sem kæmi til dæmis fram í því að fólki sem væri að koma úr námi væri víða meinað að fara á atvinnu- leysiskrá og hún bætti við að það væru meiri líkur á því að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast frekar en að minnka. Félagslegt neyðar- ástand innan ESB Sarah tók svo djúpt í árinni að segja að það væri varla hægt að tala lengur um kreppu innan ESB. Það væri nær sanni að segja að þar ríkti félagslegt neyðarástand og hún bætti því við að um alla Evr- ópu hefði orðið spreng- ing í fjölgun fátækra og ójöfnuður væri að aukast. Sarah telur að aðgerðir Evrópusam- bandsins muni leiða til versnandi ástands í Evrópu hvað þessi mál varðar. Vandinn er mestur í suðurhluta Evrópu og skráð atvinnuleysi með- al ungs fólks nálgast 60% í Grikklandi, er yfir 55% á Spáni og sjálf framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hefur sagt tölurnar vera harmleik fyrir Evrópu. Haft var eftir Martin Schulz, forseta Evrópuþingsins, ný- lega: „Evrópa hefur sett mörg hundruð milljarða evra í að bjarga bankakerfi álfunnar, en gæti tapað heilli kynslóð ungs fólks í kjölfarið.“ Schulz bætti við að úr því að hægt hefði verið að setja 700 milljarða í bankakerfið, þá ætti að vera hægt að setja jafn mikla fjármuni í að koma kynslóð ungs fólks, sem hefur jafnvel aldrei fengið tækifæri til að vinna, til aðstoðar. En vandans gætir líka norðar og Söruh var tíðrætt um niðurskurð á velferðarkerfinu á Bretlandseyjum en samkvæmt nýlegri skýrslu hefur sá niðurskurður sem fylgir evrópsku fjármálakreppunni komið verst niður á fötluðum einstaklingum sem eru háðir ríkisstyrkjum og félagslegri aðstoð frá sveitarfélögunum. ASÍ Alþýðusamband Íslands hefur leynt og ljóst unnið að inngöngu Ís- lands í Evrópusambandið og for- ystan talað ákaft í þá veru. Stefna ASÍ í alþjóðamálum snýst nær ein- göngu um Evrópusamvinnu og þar segir: „Það er skoðun ASÍ að yfirlýs- ing um að sótt verði um aðild Íslands að ESB og upptöku evru sé eina færa leiðin fyrir þjóðina. Í stefnunni segir ennfremur: …að mati ASÍ snýst Evrópusamstarfið um nær allt okkar þjóðlíf. Þar má nefna málaflokka eins og félags- og vinnumarkaðsmál, neytendamál, menntamál, rann- sóknir og þróun auk umhverfismála … ASÍ á aðild að Samtökum evr- ópskra verkalýðsfélaga ef marka má þá góðu konu, Söruh King. Það eru því hæg heimatök fyrir forystumenn Alþýðusambandsins að leggja þá spurningu fyrir þennan ágæta ráð- gjafa á sviði vinnumarkaðsmála inn- an ESB, hvort hún telji það eft- irsóknarvert fyrir íslenskt lágtekjufólk, að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, miðað við þær aðstæður sem þar ríkja í dag. Eftir Þorleif Gunnlaugsson Þorleifur Gunnlaugsson »Um alla Evrópu hef- ur orðið sprenging í fjölgun fátækra og ójöfnuður er að aukast. Höfundur er varaborgarfulltrúi VG. Sarah King, ESB og ASÍ Bílasala Funahöfða 1 110 Rvk. Sími: 580-8900 Funahöfða 1 110 Reykjavík Sími: 567-4840 ERTUMEÐKAUPANDA?Skjalafrágangur frá kr. 15.080 Seljum allskonar bíla, langar þig í einn? Skráðu þinn frítt! Okkur finnst gaman að selja bíla, viltu selja þinn? SÖLULAUN frá kr. 39.9 00 Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.