Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 Mig langar að minnast aðeins vinar míns, þess góða drengs Auðuns Valdimarssonar. Það fyrsta sem ég man til hans var að ég heyrði foreldra mína tala um að Valdimar og unnusta hans hefðu eignast dreng á af- mælisdegi afa hans, Auðuns Ingvarssonar, svo faðir minn taldi öruggt að drengurinn yrði látinn heita í höfuðið á afa sín- um, sem og líka varð. Og ástæðan fyrir því að foreldrar mínir fylgdust svo vel með þessu var sú að heimilisfólkið í Dalseli, börnin hans Auðuns, voru öll vinir okkar enda mikill samgangur á milli okkar og þeirra, bæði meðan við vorum á Tjörnum og eftir við komum að Miðey. Þó að Valdimar starfaði Auðunn Valdimarsson ✝ Auðunn Valdi-marsson fædd- ist í Reykjavík 6. ágúst 1946. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítala í Fossvogi 4. apríl 2013. Auðunn var jarð- sunginn frá Graf- arvogskirkju 12. apríl 2013. í Reykjavík á þess- um árum kom hann mjög oft að Dalseli og við hittum hann bæði þar og svo kom hann líka að Miðey, hann var mikils virtur af okkur öllum. Í fyrsta skiptið sem ég hitti Auðun sem lítið barn vakti hann mikla athygli mína, hann var alltaf svo glaður og gott að tala við hann. Seinna var hann hjá mér eitt sumar og alltaf óx dálætið á þessum unga manni, þó að hann ynni vel allt sem gert var, þá lífgaði hann líka svo mikið umhverfið. Með okkur var um sumarið ungur strákur sem leiddist dálítið vinnan en það var aðdáunarvert hvað Auðunn gat talað hann til þangað til honum fannst gaman að vinna. Á kvöldin eftir vinnu fór Auðunn á bak hestinum sín- um bleika með tvær stjörnur, Fífill hét hann og það var unun að sjá hvað hann naut vel sam- skiptanna við þennan gæðing sem hann hélt mikið upp á. Svo kom að því að Valdimar faðir hans vildi eiga samastað í sveit. Hann falaði land af föður mín- um undir nýbýli. Faðir minn samþykkti það, eftir að hafa borið það undir mig, því þá þótti líklegt að ég tæki við í Miðey svo pabbi vildi ekkert gera nema með samþykki mínu. Valdimar og Þura konan hans áttu seinni hluta ævinnar á þessu landi og nefndu nýbýlið Grenstanga og var hann mikill vinur minn, kom stundum oftar en einu sinni á dag í heimsókn. Þegar hann hafði samið nýtt lag, sem hann samdi mörg, þá kom hann með það niður að Miðey til að láta okkur heyra, sérstaklega til að spyrja okkur hvort það væri nokkuð líkt öðr- um lögum sem við hefðum heyrt. Nú er þessi staður orðinn dvalarstaður barna Valdimars og Þuru allt sumarið. Þar eru komnir margir sumarbústaðir og mikill og fallegur trjágróður. Auðunn var á marga lund alveg einstakur maður svo að allir dáðu hann. Ef hægt er að segja um nokkurn mann að hann hafi verið drengur góður þá á það sannarlega við um Auðun. Allar stundir sem við áttum saman voru góðar stundir. Hann var raunsær í öllu tali og heiðarleg- ur og talaði aldrei illa um nokk- urn mann. Eins og faðir hans þá var hann snillingur að spila á harmoniku og það gat oft sannarlega lífgað upp á til- veruna. Alla tíð voru hestarnir nálægt og marga góða hesta átti hann sem hann hélt upp á og fór vel með. Já, þær voru margar stundirnar saman sem ekki gleymast en geymast og veröldin er svo sannarlega fá- tækari eftir að hann er farinn því ég veit hvergi líkan mann honum. Ég votta konu hans og börnum dýpstu samúð mína. Grétar Haraldsson. Nú er Auðunn Valdimarsson látinn, mikill vinur og gleði- gjafi. Mig langar að minnast aðeins á hvernig ég upplifði Auðun, fyrst er að minnast á allar hestaferðirnar sem við fórum saman í og þótti ekki leiðinlegt að reka lestina upp í skála og þá jafnvel labbandi. Það var alltaf kátt í kringum Auðun, hann með puttana á nikkunni og aðra löppina út í loftið. Það var þannig með Auð- un að hann fór aldrei í mann- greinarálit, einnig skipti ekki máli á hvaða aldri fólk var sem hann var að tala við, það voru allir jafnir. Á mínum fjölbrautarskólaár- um fórum við Þurý oft heim til hennar í Kríuhólana í hádeg- ishléinu. Auðunn kom einnig heim í hádeginu og yfirleitt bjó hann til handa okkur bauna- salat og bauð upp á nýtt brauð út bakaríinu. Þessu var skolað niður með kaldri mjólk. Auðunn var einnig mikill áhugamaður um harmonikutónlist og hljóm- aði hún iðulega út úr Súkkunni sem þau Gréta keypu sér nýja úr kassanum. Auðunn gat einn- ig ekið Súkkunni í takt við lögin í útvarpinu, hægt ef lögin voru hæg og hratt ef lögin voru hröð og er ég viss um að aðrir öku- menn á þjóðvegi 1 hafa ekki al- veg skilið taktinn. Oft höfum við í stórfjölskyldunni hist í há- deginu á föstudögum hjá ömmu Siggu og borðað saman og rætt hin ýmsu mál og þá hafa hádeg- in gjarnan lengst eitthvað. Auð- unn var sannur vinur og það sýndi hann glöggt þegar faðir minn lá inni á spítala sínar síð- ustu vikur. Ég og fjölskylda mín vottum Grétu, Þurý, Valda og Sæunni og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Björn Karlsson. Dauðsföll koma gjarnan á óvart. Fyrir okkur sem syrgjum og söknum Gísla verður ekkert samt og áður. Skarð það sem hann skilur eftir sig verður seint fyllt, en við erum svo lánsöm að eiga ótal minningar um ljúfan mann. Við höfum átt samleið í áratugi þótt síðustu ár hafi tengslin verið hvað nánust, þ.e.a.s. eftir að við gerðumst meðeigendur að sum- arbústað þeirra hjóna þar sem við höfum átt margar ánægju- Gísli Kristinn Sigurkarlsson ✝ Gísli KristinnSigurkarlsson fæddist í Reykjavík 24. janúar 1942. Hann lést á Land- spítalanum 2. apríl 2013. Gísli var jarð- sunginn frá Nes- kirkju 11. apríl 2013. stundir saman. Gísli var ríkur að visku og þekkingu á flestum sviðum, víðsýnn og for- dómalaus. Skáld- mæltur var hann og eftir hann liggur kvæðabókin „Af sjálfsvígum“ sem kom út 1980. Ein- stakan hæfileika hafði hann líka til að læra kveðskap utanað. Væri að bögglast fyrir manni ljóðlína eða vísubrot var yfirleitt nóg að spyrja Gísla um upprunann, hann kom þá með heiti þess og höfund og oft fylgdi svo ljóðið eða vísan í kjölfarið. Músíkalskur var Gísli alla tíð, lék á píanó og söng með af prýði, þótt heldur þætti honum sjálfum hann ekki standa undir eigin væntingum eftir því sem árin liðu og minnkaði þá spilið, því miður. Gísli var mikill geðprýðismað- ur og sérlega greiðvikinn og bóngóður. Hann var alltaf boð- inn og búinn til að gera manni greiða þegar með þurfti og taldi aldrei eftir sér né heldur urðu eftirmál af. Hann átti auðvelt með að umgangast ólíkasta fólk og hafði hlýja ánægju af sér- visku og dyntum annarra, enda átti hann til sjálfur skemmtilega dynti, t.d. varðandi mataræði. Hann sá inn í sálina í börnum og varnarlausum og leitaðist alltaf við að hafa mildileikann að leiðarljósi og dæmdi helst ekki. Enda sóttu börn til hans og þótti hann skemmtilegur og hlýr. Hundurinn á næsta bæ í Reykjakoti, hún Lotta, átti góð- an vin í Gísla og hann kallaði til hennar yfir læk og tún er hann heyrði til hennar – eins var það í Fornhaga að kötturinn hann Keli var í sérlegu andlegu sam- bandi við Gísla. Fuglar í trjám fengu iðulega söngfélaga í Gísla. Þrátt fyrir mildi og fordóma- leysi hafði Gísli sterkar skoðanir og hafði gaman af skoðanaskipt- um og samræðum um menn og málefni, en karpi og tilgangs- lausu málþófi hafði hann skömm á. Um tvítugt mun Gísli hafa haft gaman af að skemmta öðr- um með eftirhermum af fólki og glöggt kímnisauga hans á sér- kennilegheitum manna hélst alla tíð. Gísli er okkur harmdauði og við munum lengi ylja okkur við minningu um góðan dreng. Kæru Arnheiður, Kristín og Roland, Ingólfur og Flóki, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og hlýhug á þessum sorgartímum. Guðmundur og Brynja. HINSTA KVEÐJA Frændi. Enn einu sinni kemur ferjan og fer. Nú stendur þú glaðbeittur í stafni. Hjúfra sig að moldinni liljur hvítar. Sigríður Birna Guðjónsdóttir. Elsku hjartans Reynir, afi okkar, núna ertu farinn. Allar góðu minn- ingarnar sem upp koma í hugann taka svo mikið á taugarnar og öll sorgin hellist yfir. Núna líður þér vel, við vitum að þú fylgist með okkur öllum, brosandi og stoltur af öllu því góða sem þú hefur unn- ið að og skapað. Alltaf jafn sterkur og jákvæður, sama hvað um var að vera, sannur gleðigjafi. Við erum svo heppnar að hafa átt þig að í all- an þennan tíma, gjöf Guðs að fá að kynnast þér og eiga langafa til 18 Reynir Reykjalín Ásmundsson ✝ Reynir Reykja-lín Ásmunds- son fæddist í Reykjavík 13. júní 1925. Hann lést 23. mars 2013. Útför Reynis fór fram frá Víðistaða- kirkju 11. apríl 2013. ára aldurs. Minning þín og allur kærleik- urinn sem þú gafst okkur mun ætíð vera í hjörtum okkar, allra elsku afi okkar. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún) Elskum þig að eilífu. Kristín Þóra, Yrja Björk og Rannveig Liv Reynisdætur. Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN ORMAR EDWALD, sem lést þriðjudaginn 16. apríl, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju föstudaginn 26. apríl kl. 13.00. Ágústa Úlfarsdóttir Edwald, Jón Haukur Edwald, Álfheiður Magnúsdóttir, Birgir Edwald, Ragnheiður Óskarsdóttir, Helga Edwald, Eggert Edwald, Jacqueline McGreal, Kristín Edwald, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, Breiðamörk 15, Hveragerði, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands föstudaginn 19. apríl, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 27. apríl kl. 14.00. Arnheiður I. Svavarsdóttir, Einar Sigurðsson, Anna María Svavarsdóttir, Wolfgang Roling, Hannes Arnar Svavarsson, Guðbjörg Þóra Davíðsdóttir, Árni Svavarsson, Svandís Birkisdóttir, Guðrún Hrönn Svavarsdóttir, Svava Sigríður Svavarsdóttir, Erlendur Arnar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, BENEDIKT GUTTORMSSON, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað miðvikudaginn 17. apríl, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 26. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Olga Jónsdóttir, Ásdís Benediktsdóttir, Bergur Tómasson, Guðlaug Benediktsdóttir, Óli Hans Gestsson, Jón Ingi Benediktsson, Aðalbjörg Karlsdóttir, Fanney Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur okkar, faðir, bróðir, mágur og barnabarn, ÁRNI GUNNARSSON, Núpasíðu 2c, Akureyri, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi sunnudaginn 14. apríl. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 26. apríl kl. 13.30. Gunnar Jóhannes Jóhannsson, Gunnlaug St. Árnadóttir, Katrín Faith Árnadóttir, Jóna Björk Gunnarsdóttir, Reynir Hilmarsson, Jóhann Gunnarsson, Björg Ragnheiður Sigurjónsdóttir. ✝ VIÐAR H. HAUKSSON, Ásgarði 20, lést á heimili sínu föstudaginn 5. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Börn hins látna. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fædd- ist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.