Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.04.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 „Það að fara í forval á fullnaðar- hönnun er framhald af þeirri vinnu sem nú er lokið, það er að forhanna fjórar byggingar við Hringbraut og einnig að vinna deiliskipulag sem nú hefur verið staðfest af Reykjavíkur- borg,“ segir Gunnar Svav- arsson, formaður stjórnar Nýs Landspítala ohf. Tilefnið er til- kynning á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins í gær um að ráðherra hafi „í samræmi við heim- ild í lögum heimilað Nýjum Land- spítala ohf. að auglýsa forval bjóð- enda vegna fullnaðarhönnunar á byggingum nýs Landspítala við Hringbraut“. Gefur hönnuðum tækifæri Gunnar fagnar þessu skrefi. „Það að fara í forvalið tryggir framhald verkefnisins og gefur hönnuðum tækifæri á því að undir- búa að taka þátt í lokuðu útboði sem fer fram þegar Alþingi hefur tekið ákvörðun um fjárveitingar í verkið á þessu og næsta ári. Það verða engir samningar gerðir fyrr en nýtt Alþingi hefur tekið ákvörð- un á grundvelli fjárreiðulaga um fjárheimildir,“ segir Gunnar sem telur þó að jarðvinna geti hafist í byrjun næsta árs, að því gefnu að fjárveiting frá Alþingi liggi fyrir. Ekki náðist í ráðherra. Forval í lokahönnun nýs spítala Gunnar Svavarsson „Við vorum að kaupa lóð og þær fast- eignir sem á henni standa, sem er gamla kaupfélagshúsið og braggar. Þetta er í hjarta kauptúnsins og okk- ur þykir mikilvægt að sveitarfélagið tryggi sér yfirráðarétt á þessum stað, þar sem ótal tækifæri liggja,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveit- arstjóri Rangárþings eystra. Sveitarstjórnin var samhljóma í þeirri ákvörðun að festa kaup á gamla verslunarhúsnæðinu á Hvols- velli þar sem Kaupfélag Rangæinga var lengi til húsa. Í húsnæðinu er nú m.a. matvöruverslunin Kjarval og tryggingafélagið VÍS. Líkamsrækt- arstöð, sem nú er í húsinu, flyst í Íþróttamiðstöðina í sumarbyrjun. Kaupverðið var 70 milljónir króna. Seljandi var Reitir II ehf. „Við ætlum að búa til nokkurs konar ráðhús þangað sem öll skrif- stofustarfsemin mun flytjast,“ segir Ísólfur. Hann segir að þetta séu fyrstu skrefin í þá átt að skapa lif- andi miðju í þorpinu en ekki hafi ver- ið tekin ákvörðun um fyrirhugaða starfsemi og annað þess háttar. Kaupin voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í sveitarstjórn en sjálfstæðismenn, sem eru í minni- hluta, létu bóka að skýra áætlun skorti um tilhögun endurbóta á hús- næðinu, um kostnað við þær og hvernig þær verði fjármagnaðar. thorunn@mbl.is Keyptu gamla kaupfélagið Ljósmynd/Christopher Lund / www.mats.is Hvolsvöllur Rangárþing eystra hefur keypt gamla kaupfélagshúsið.  Rangárþing eystra keypti 2,4 hektara lóð og fasteignir fyrir 70 milljónir króna  Uppbygging í hjarta Hvolsvallar Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) hafa náð samkomulagi við þýska borfyrirtækið Daldrup & Söhne AG um að sinna mælingum í tveimur borholum sem verið er að bora í lághita við Heemskerk í Hollandi. Borað verður niður á ríflega þrjú þúsund metra dýpi til að afla hita fyrir gróðurhús. ÍSOR sendi einn af borholumæl- ingabílum sínum utan til að sinna þessu verkefni. Reiknað er með að fyrstu mælingar hefjist rétt fyrir næstu mánaðamót, en þá verða sendir tveir sérfræðingar frá ÍSOR til að stýra mælingunum. Þetta er í fyrsta sinn sem ÍSOR sendir borholumælingabíl utan til Evrópu en fyrir rúmu ári voru sér- útbúinn bíll og færanleg rannsókn- arstofa send til verkefna í Dóm- iníku í Karíbahafi, segir á heima- síðu ÍSOR. Framhald verður í ár á þeim verkefnum. Þá skrifaði ÍSOR nýlega undir samning um mælingar á vinnsluhol- um á Guadeloupe. Til stendur að senda mælitæki, mælingabíl og sér- fræðinga til eyjarinnar í byrjun sumars. Einnig hefur verið skrifað undir samning um rannsóknir og sýnatöku í haust við rennslispróf- anir á eyjunni Martinique. Mæla borholur í Hol- landi og í Karíbahafi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.