Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2013 Úttekt A ð upplifa óstjórnlega og oft mjög svo skyndi- lega löngun í að bragða á ákveðinni fæðu á meðgöngu er vel- þekkt fyrirbæri og fjöl- margar konur kvitta upp á að hafa upplifað slíkt. Súrar gúrkur, ís, app- elsínur og fæða sem er auðvelt að samþykkja er líklega oftast á listanum. En svo eru fjölmörg dæmi um sérkennilegar þrár. Spjall við nokkrar konur sem gengið hafa með barn og valdar voru af handahófi leiðir í ljós að það er hægt að fá æði fyrir fyrir- bærum á borð við sápu, sand og mold. Þessar þrár geta komið upp skyndilega og eru oft óseðjandi þar sem keyra þarf á stundinni og kaupa tómatsósu til að blanda sam- an við ís. Ekki er fullskýrt af hverju slíkar langanir kvikna en læknisfræðin hefur hingað til helst skýrt þessa hegðun út frá því að hormónakerfið starfar öðruvísi og stundum gæti skýringin falist í að viðkomandi vanti ákveðin næring- arefni. Slíkt hefur hins vegar ekki verið fullsannað. GÓMSÆTARA EN ELLA Á MEÐGÖNGU Undarlegar kenndir á meðgöngu MARGAR ÞEIRRA KVENNA SEM GENGIÐ HAFA MEÐ BARN KANNAST VIÐ ÞÁ TILFINNINGU AÐ HREINLEGA VERÐA AÐ BRAGÐA Á EINHVERJU SÉRSTÖKU, ANNAÐHVORT TÍMA- BUNDIÐ EÐA ALLA MEÐGÖNGUNA. OG ÞAÐ ER EKKI ENDILEGA FÁBROTINN ÍS EÐA PÚKALEGT SÚKKULAÐI SEM ER EFST Á ÓSKALISTANUM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Helena Reykdal, nemi: „Þegar ógleðin var sem verst fannst mér gott að hafa Ritz-kex á náttborðinu. Piparsleikjóar voru líka í uppáhaldi en undir rest var ég hætt að þola lyktina af þeim. Þá daga sem ég var ekki mjög slæm af ógleðinni fann ég fyrir sterkri löngun í litlar gulrætur. Um miðbik meðgöngunnar voru Snickers og kasjúhnetur eitthvað sem ég þurfti að fá daglega. Undir rest fékk ég mér Subway daglega í nokkrar vikur, helst tvisvar á dag. Og alla meðgönguna drakk ég ískalt vatn með klökum. HELENA REYKDAL Helena Reykdal fór í gegnum meðgöngu sína drekkandi kókómjólk. Þá voru piparsleikjóar í eftirlæti þar til Helena fékk nóg af þeim undir rest. Ljósmynd/Úr einkasafni Þurfti Subway tvisvar á dag Unnur Edda Hjörvar, starfar á arki- tektastofu í Svíþjóð: „Þegar ég gekk með mitt fyrsta barn, fyrir 26 árum, var það á þeim tíma sem maður mátti borða allt og enginn vissi neitt. Hvorki um grindargliðnun né annað. Ég þyngdist um þrjátíu kíló og át og át, fannst allt svo gott.“ Unnur vann í ísbúð á kvöldin á meðgöngunni og skyndilega fann hún fyrir óútskýranlegri löngun í rúðusprey. „Heima var ég alltaf að pússa fínu glerskápana í stofunni og í ísbúðinni þóttist ég alltaf vilja þrífa gluggana, í janúarkulda, bara til að geta þefað að spreyinu. Þar ofan á var það „jackpot“ að vinna í ísbúð því ég var sólgin í ís. En ég fór líka út því mér var alltaf svo heitt.“ Unnur keypti gráðaost og faldi hann fyrir öðrum í fjölskyldunni. Þegar allir voru gengnir til náða læddist hún fram og smurði græn epli með heilu stykki. „Þá setti ég sardínur ofan á flatkökur og drakk ískalda mjólk með piparbrjóstsykri.“ Unnur getur þess að lokum að amma hennar hafi þráð gúmmískó á hennar meðgöngu. Synir hennar gengu þá allir gengið í gúmmískóm og hana hafi hreinlega langað að borða gúmmíið. UNNUR EDDA HJÖRVAR Unnur Edda Hjörvar þóttist þurfa að pússa allt í bak og fyrir á meðgöngunni til að komast í rúðusprey. Hún var þar að auki heppin því hún starfaði þá í ísbúð. Morgunblaðið/Ómar Langaði að drekka rúðusprey og amman sólgin í gúmmískó Árdís Flóra Leifsdóttir, nemi: „Ég er komin 27 vikur á leið með mitt fyrsta barn og er nýfarin að finna fyrir mjög undarlega sterkum löngunum í ým- islegt sem ég var ekki sérstaklega hrifin af áður. Til dæmis langar mig að lykta af bens- íni allan daginn en geri það samt ekki. En svo finnst mér æðislegt að borða klaka og ekkert lítið af honum. Ég er líka með æði fyrir perum þessa stund- ina og get borðað margar á dag. ÁRDÍS FLÓRA LEIFSDÓTTIR Langar að hnusa af bensíni á 27. viku Auk þess sem Árdísi Flóru langar mest á næstu bensínstöð er hún hrifin af perum á meðgöngunni. Sigríður Ásta Árnadóttir textílhönn- uður og nemi: „Það var mjög ólíkt mér en ég vildi ekkert nema dósakók þegar ég gekk með eldri dóttur mína. Hún varð að vera ísköld og ég vildi aðeins kókið í lítilli dós því gosið fer ekki jafn- hratt úr kókinu. Maður nær að drekka allt meðan loftið er enn í og það er gott álbragð af kókinu. Þá hékk ég líka eins og margar í ísbúðinni. Þóttist ekki hafa lyst á kvöldmatnum og fór svo beint út í ísbúð.“ SIGRÍÐUR ÁSTA ÁRNADÓTTIR Álbragð af dósakóki allra best Sigríður Ásta þóttist ekki hafa lyst á kvöldmatnum og fór svo beint út í sjoppu eftir kók í dós og ís. Það er ekki nýtt að konum langi til að bragða á næring- arlausum efnum, sem ekki telj- ast til matvæla, á meðgöngu. Slík þrá eftir mold, leir, sandi, snjó og öðru slíku kallast Pica disorder og hefur nokkuð verið fjallað um hana erlendis. Í Psychiatric Times birtist grein árið 2008 þar sem þessi löngun tengist stundum járnskorti eða ójafnvægi í horm- ónastarfsemi líkamans. Pica er þó ekki einungis þekkt hjá ófrískum kon- um heldur fólki óháð kyni og aldri, jafnvel hjá hundum, þótt fyrirbærið sé algengara hjá þeim sem eru með barni. Að sama skapi hefur verið skrifað um að alls ekki megi láta eftir þessum þrám enda getur slíkt verið afar skaðlegt. Þrá eftir mold og sandi þekkt fyrirbæri „Geophagy“ kallast það að ágirnast mold og leir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.