Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Qupperneq 16
Kæri Felix Bergsson! Mér skilst að þú ætlir til Malmö að lýsa Eurovision í maí. Er það ekki eitthvert rugl? Ég lofa því að við tökum miklu betur á móti þér hérna í Stokkhólmi. Snjórinn er næstum farinn og það er tónlist á hverju götuhorni. Og kræsingarnar maður. En ef þú ákveður að halda þig við Malmö þá er spurning hvort ég kíki ekki bara á þig? Þinn vinur, Baldvin. p.s. Bergsson og Bergsson. Er það ekki eitthvað? Baldvin Þór Bergsson fjölmiðlamaður í góðu stuði í eldhúsinu heima. Baldvin Þór lofar stuði á hverju götuhorni í borginni. Vill Felix til Stokkhólms Baldvin fullyrðir að snjórinn sé við það að hverfa í Stokkhólmi. PÓSTKORT F RÁ SVÍÞJÓÐ 1. Chocoholic Buffet, Vancouver, Kanada Á hótelinu Sutton Place í Vancouver er boðið upp á súkkulaðihlaðborð sem sam- anstendur af heimagerðum kökum, bakkelsi og sætabrauði gerðu úr hágæða Schok- inag súkkulaði. Meira að segja líkjörar og kokteilar eru með súkkulaðiívafi á hótelinu. 2. Magnolia Bakery, New York City Bakaríið sem varð frægt í þáttunum Beðmál í borginni er þekkt fyrir bollakökur í öll- um regnbogans litum. Þýsk súkkulaðikaka þykir þó bera af í úrvali af súkku- laðikökum. 3. Max Brenner, New York City Í súkkulaðiversluninni Max Brenner er gengið út frá því að súkkulaði sé lífsstíll og þar má fá allar mögulegar útfærslur af súkkulaðitengdum varningi. 4.Maya Chocolate, Tabasco, Mexíkó Þykkt, froðumikið, heitt súkkulaði er hér í öndvegi. Einnig er til siðs að bæta smáveg- is chili pipar út í heitan súkkulaðidrykkinn. Í næsta nágrenni má finna kakósafn. 5. Hotel Sacher, Vín, Austurríki Í heimaborg Sacher-tertunnar þarf ekki að leita lengi eftir hinni fullkomnu sneið af þessari dýrindis súkkulaðiköku. Á Hotel Sacher ku vera að finna sérlega góða útgáfu af þessum fræga eftirrétti. 6. Súkkulaðihátíðin, Tórínó, Ítalía Tórínó hefur verið nefnd súkkulaðihöfuðborg Ítalíu en í febrúar ár hvert fer þar fram súkkulaðihátíðin CioccolaTó. Þá er hægt að kaupa svokallaðan súkkulaðipassa og fá afslátt af sætindum og súkkulaði um alla borg. Aðalsmerkið er þó heitt súkkulaði í bolla sem er þykkt og biturt með miklum þeyttum rjóma. 7. Valrhona verksmiðjan, Tain l’Hermitage, Frakkland Í heimabyggð Valrhona-súkkulaðis er hægt að fara í sérstakar verksmiðjuferðir og smökkun. Margir af helstu súkkulaðimeisturum heims hafa einnig numið við Valrho- na’s École du Grand Chocolat skólann. 8. Chocolatería San Ginés, Madrid, Spánn Í Madríd er til siðs að borða súkkulaði síðla kvölds og fram á nótt. Til að mynda má stoppa í Chocolatería San Ginés og kaupa langa deigstauta, sem líta út eins og risa- stórar franskar kartöflur, sem svo er dýft í bráðið súkkulaði. Þar er opið allar nætur. 9. Nemesis, River Café, London, England Súkkulaðikaka sem kennd er við staðinn er eitt aðalsmerkja veitingastaðarins Nemes- is í London þar sem sjálfur Jamie Oliver hefur eldað. 10. Chocolate Hotel, Bournemouth, England Fyrir alvöru súkkulaðiaðdáendur er vart hægt að hugsa sér betra frí en að gista á hóteli sem beinlínis er kennt við súkkulaði! Hægt er að skrá sig á námskeið í súkku- laðigerð en fyrir þá sem ekki nenna því er að sjálfsögðu boðið upp á smökkun. Svo er hægt að fara á ströndina þegar búið er að úða í sig súkkulaði. AFP TOPP TÍU SÚKKULAÐISTAÐIR Súkkulaði um allan heim LISTI FERÐARITSINS NATIONAL GEOGRAPHIC YFIR TÍU BESTU STAÐINA TIL AÐ BORÐA SÚKKULAÐI ER GIRNILEGUR Í MEIRA LAGI Elísabet II Bretlandsdrottning heimsótti súkkulaðiverksmiðju á dögunum en í hennar heimalandi er ein- mitt að finna súkkulaðihótel auk þess sem boðið er upp á sérstakar súkkulaðiferðir um Lundbúnaborg eins og fræðast má um á vefnum www.chocolateecstasytours.com. *Ferðalög og flakkÍslenskur læknanemi, Signý Ásta Guðmundsdóttir, læknaði innfædda í hlíðum Himalaja »18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.