Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Side 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Side 30
Tígrisrækjur og ananas Tígrisrækjur 16 stk. tígrisrækjur, 1 lime, börkurinn, 1 sítróna, börkurinn, 1 appelsína, börkurinn, olía. Börkurinn af ávöxtunum er rifinn með fínu rif- járni. Rækjunum er síðan velt upp úr olíu og berk- inum og grillaðar í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Ananassósa 1 ananas, ½ dl mirin, ½ dl eplaedik, 1 dl hvítvín, 2 anísstjörnur, 1 rautt chilli, saxað. Ananasinn er skorinn í bita og allt soðið saman í u.þ.b. 5 mínútur og síðan maukað með töfrasprota. Ávaxtasalat ¼ ananas, ¼ vatnsmelóna, ¼ mangó, ¼ rautt chilli, saxað, 1 msk. mirinmynta, söxuð,1 msk. olía, salt Ávextirnir eru skornir í bita og öllu blandað sam- an. Smakkað til með salti. 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2013 Matur og drykkir F erskleiki og heilsa eru fyrstu orðin sem Völundi Snæ Völundarsyni, Völla Snæ, matreiðslumanni og öðr- um eiganda Borg Restaurant, koma í hug þegar spurt er um áherslur staðarins þetta vorið. „Eins og alltaf er lykilatriðið samt að maturinn sé góður. Það er engin ástæða til að kljúfa mat niður í nifteindir, leyfum honum bara að njóta sín,“ segir hann. Völli segir matseðil hins nýja staðar koma til að taka breytingum eftir árstíðum og framboði á hráefni. Seðillinn verði ekki meitlaður í stein, hann muni fara eftir stemningu og mörkuðum hverju sinni. „Við erum mikið fyrir það að gera tilraunir.“ Sjávarréttir eru sérstakt áhugamál hjá Völla og gestir Borg Restaurant munu ekki fara varhluta af því á komandi misserum. „Annars er markmið okkar einfalt: Við viljum vera samkeppnishæfir í verði og að fólki líði vel þegar það fer út. Það má auð- vitað ekki vera svangt en ekki of hlaðið heldur. Hér gildir hið gullna meðalhóf.“ Lambaprime og misosósa Tígrisrækjur og ananas Langa með ávöxtum VÖLLI SNÆR OG FÉLAGAR Á BORG RESTAURANT Ferskleiki og heilsa Völundur Snær Völundarson matreiðslumaður. Morgunblaðið/Styrmir Kári VOR ER Í LOFTI OG FERSKLEIKI OG HEILSA ERU LYKILORÐIN ÞEGAR VÖLUNDUR SNÆR VÖLUNDARSON OG FÉLAGAR SETJA SAMAN MAT- SEÐILINN Á SPÁNNÝJUM VEITINGASTAÐ Á GÖMLUM GRUNNI, BORG RESTAURANT. VÖLLI SNÆR DEILIR VORUPPSKRIFTUM MEÐ LESENDUM. Lamba prime 800 g lamba primesalt og pipar Lambið er kryddað með salti og pipar og grillað í 7-8 mínútur á hvorri hlið. Miso-sesamsósa ½ dl rautt miso, ½ dl majones, ½ dl jógúrt, 2 msk. sesamolía,1 tsk. chilliduft, 1 msk. svört sesamfræ. Öllu blandað saman. Sætar kartöflur 2 sætar kartöflur, skrældar og skornar í báta, hvít- lauks-chilliolía. Sætu kartöflurnar eru grillaðar og síðan mar- ineraðar í hvítlauks-chilliolíunni. Hvítlauks-chilliolía 1 dl olía,1 rautt chilli, saxað, 2 hvítlauksgeirar, sax- aðir. Öllu blandað saman og olían hituð í smá stund í potti. Lambaprime og misosósa Langa 800 g langa 2 msk. svört sesamfræ, 2 msk. olía, ¼ rautt chilli, saxað, 15 g engifer, 1 hvítlauks- geiri, fínt rifinn, 2 msk. soja, 2 msk. fljótandi hunang, 1 dl olía. Öllu blandað saman og fiskinum leyft að marinerast í a.m.k. 2 klst. Langan er grilluð í 3 mínútur á hvorri hlið og krydduð með salti og pipar í lokin. Ávaxtasalsa 5 stk. döðlur, 5 stk. þurrkaðar apríkósur, 5 stk. þurrkaðar gráfíkjur, ¼ vatnsmelóna, ¼ ananas, ¼ mangó, 1 rautt chilli, saxað, 150 ml sætt hvítvín. Fersku ávextirnir eru skornir í bita. Þurrkuðu ávextirnir og döðlurnar eru skor- in í bita og soðið upp á þeim og chilliinu í hvítvíninu. Það er síðan látið kólna og fersku ávöxtunum bætt út í. Smakkað til með salti. BBQ-sósa Safi úr einni sítrónu, ½ bolli tómatsósa, ¼ bolli sojasósa, 1 bolli hunang, ½ bolli hvít- vínsedik. Allt sett í pott og soðið niður um helm- ing. Kartöflur Kartöflur eru soðnar í 20 mínútur með salti. Þær eru síðan skornar í tvennt, settar á spjót með paprikumarineringu og grill- aðar. Paprikumarinering 2 paprikur, 1 laukur, 3 hvítlauksgeirar, 2 msk. balsamico, 1 msk. paprikuduft, 1 tsk. chilliduft, 3 dl olía, salt. Allt soðið saman í potti þar til papr- ikurnar og laukurinn eru mauksoðin. Síðan er allt maukað saman með töfrasprota. Langa með ávöxtum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.