Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2013 Matur og drykkir Þ etta er frábær útivera og gríðarlega skemmtilegt,“ segir Stefán Pétur Sólveigarsson kræklingatínari og vöruhönnuður. „Þetta er ekta fjölskyldu- og vinasport. Að borða þetta með konunni er frá- bært en enn betra ef það eru tíu vinir saman. Sem forréttur er þetta frábært.“ Stefán segir að þegar hann fari til kræklingatínslu þá fari hann með prímus, pott og hvítvín í vatnsflösku, niðurskorinn lauk og steinselju ásamt góða skapinu. Því eftir tínsluna sé sest niður og aflinn eldaður. „Ég tek með mér græjur til að elda þetta á staðnum og það hefur gefið þessu mikinn lit,“ segir Stefán. Það þarf ekki mikið til að gera veislu niðri í fjöru. „Sumir elda kræklinginn bara upp úr sjó. Það er ekki fyrir mig. Svo hafa menn verið að prófa bjór, epla cider og allskonar. Ég kann hins veg- ar best að meta hvítvínið.“ Góð regla að tína ekki yfir sumarið Stefán tínir sinn krækling í Hvalfirði á stað sem verður vinsælli og vin- sælli með hverju árinu. „Kræklingur getur alveg orðið eitraður og valdið lömunarveiki. Það gerist alltaf yfir sumarið að kræklingurinn verður eitr- aður. Það er ekki alveg vitað hvenær því eiturmagnið er ekki mælt. En það er svona góð regla að fara ekkert yfir sumarið.“ Vegna eiturþörunga er kræklinganeysla hættuleg á þeim tímum ársins þegar sjór er hlýr og þörungablómi í hámarki. Almennt er ekki talið öruggt að tína krækling við Ísland frá því í maí og fram í desember. Vegna hættu á skelfiskeitrun hefur Hafrannsóknastofnun Íslands mælt magn eiturþörunga í kræklingi með reglubundnum hætti, og hægt er að nálgast niðurstöður á heimasíðu þeirra Stefán sló í gegn á hönnunarmars með lyklaklukkunni en hann gerði einnig spaghettímælinn Ég gæti borðað heilan hest sem kemur í góðar þarfir þegar miða á út skammtastærð á spaghettí. En á vormánuðum er kræklingur númer eitt tvö og þrjú hjá Stefáni og hans fjölskyldu. KRÆKLINGATÍNSLA VIÐ HVALFJÖRÐ Veisla í fjörunni *Að tína kræk-ling er ektafjölskyldu- og vina- sport. Að borða þetta með konunni er frábært en enn betra ef það eru tíu vinir saman. VÖRUHÖNNUÐURINN STEFÁN PÉTUR SÓLVEIGARSON REYNIR AÐ KOMAST Í KRÆKLINGATÍNSLU FJÓRUM TIL FIMM SINNUM YFIR VORMÁNUÐINA. HANN SEGIR TÍNSL- UNA VERA SKEMMTILEGA, MATURINN SÉ YNDISLEGUR OG FÉLAGSSKAPURINN ENN BETRI. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Stefán lét kræklinginn aðeins þorna rétt áður en hann skellti honum í pott. Morgunblaðið/Benedikt Bóas Matthildur Embla týndi fulla fötu af fallegum skeljum og pínu krækling líka. Hún smakkaði og fannst þetta gott. Magnús, Stefán Pétur, Tómas Orri, Hildur, Brynja Björk, Þuríður Helga, Tinna Kvaran, Þorgerður, Benedikt, Kolfinna, Matthildur og Anna. Stefán smakkar á krækling.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.