Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Síða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Síða 41
ÞEGAR BLAÐAMAÐUR TEKUR HÚS Á FRÍÐU GULLSMIÐ Í HAFNARFIRÐI, ER HÚN EINMITT AÐ LEGGJA LOKA- HÖND Á GLÆNÝJA HRINGA, ARMBÖND OG HÁLSMEN Í „BLÚNDUNNI“ NÝJUSTU SKARTGRIPALÍNUNNI SEM HÚN KYNNTI FYRIR SÍÐUSTU JÓL. Unnur H. Jóhannsdóttir uhj@simnet.is M ér finnst gaman að gera nýjar útfærslur við línurnar mínar og kem öðru hverju með nýtt í eldri línum. Í vetur kom ég með nýja útfærslu af hring í mólikúl-línunni minni sem hefur slegið í gegn og í vor kemur ný útfærsla að armbandi við einn vinsælasta hringinn minn sem er í sjávarlínunni, „bóluþangshring- urinn“, svo það er alltaf einhvað að gerast hérna hjá mér í Strandgötunni. Síðan er ný skartgripalína í þróun hjá mér þessa dagana,“ segir Fríða Jóns- dóttir gullsmiður. Hún segist hafa mikla þörf fyrir að skapa og fær innblástur að skartgripalínunum víða að, bæði úti í náttúrinni, en ekki síst í íslenskri menningu eins og sjá má í línunum „Fjölin hennar ömmu“, „Slétt og brugðið“ og síðan „Blúndunni“ línu sem er útfærð í anda brjóststykkisins úr peysuföt- unum, bland- að saman við „Slétt og brugðið“, þann- ig að hver kona getur valið sína samsetn- ingu út báðum línunum að eigin smekk.“ Fríða myndi lýsa skartgrip- unum mínum sem frekar sígildum og sem henta fjölbreyttum hóp kvenna. „Hver kona setur sinn svip á skartið. Hönnunin er frek- ar látlaus og þægileg að vera með og varðandi hringa þá reyni ég að gera fjölbreytt snið að hringum fyrir ólíka fingur. Mér finnst það áskorun.“ Fríða skartgripahönnuður í sam- nefndri verslun sinni í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Ernir SÝNIR SKARTGRIPI SÍNA Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR Fríðir skartgripir Úr skartgripalínunni „Slétt og brugðið“. Skartgripalínan „Blúndur“ er sú nýj- asta úr smiðju Fríðu. Eilítið gamaldags og mjög smart gullhringir. 14.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Föt og fylgihlutir Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland Eitt best geymda leyndarmálið á markaðnum Weleda Skin Food er í miklu uppáhaldi hjá þekktum tískufyrirsætum og förðunarfræðingum um allan heim. Skin Food er 100% lífrænt árangursríkt alhliða krem sem nærir þurra og viðkvæma húð og kemur jafnvægi á húðina. Skin Food kom fyrst á markað fyrir meira en 80 árum síðan og hefur uppskriftin verið óbreytt síðan. Kremið er unnið úr lífrænt ræktuðum Stjúpum, Baldursbrá, Morgunfrú og Rósmarín, gott krem fyrir alla fjölskylduna – Í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is Þú kaupir Weleda vörur í heilsuverslunum og apótekum um allt land 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.