Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Qupperneq 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Qupperneq 48
A ð velja sér bókstaf til að merkja við á kjör- dag er eins og að velja sér félaga til næstu ára. Valið er ekki endilega það sama og að velja sér lífsförunaut en við kjósendur þurfum að geta hugsað okkur að hafa framboðið og það fólk sem á bak við það stendur við völd næstu fjögur ár. Það sem flækir málin enn frekar er að við vitum harla lítið um hverjir hyggjast starfa saman að loknum kosningum. Þá hafa margir áhyggjur af því að atkvæði greidd minni framboðum falli niður dauð. Alls bjóða ellefu listar fram í öll- um kjördæmum. Listarnir ellefu eru: Björt framtíð, Dögun, Flokkur heimilanna, Framsóknarflokkur, Hægri grænir, Lýðræðisvaktin, Pí- ratar, Regnboginn, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyf- ingin grænt framboð. Í Norðvesturkjördæmi bætist við tólfti listinn; Landsbyggðarflokk- urinn. Í Reykjavíkurkjördæmi norð- ur eru boðnir fram þrettán listar en þar eru Alþýðufylkingin og Húm- anistaflokkurinn til viðbótar við þá sem að framan eru taldnir. Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru framboðslistarnir fjórtán, en þar bætist flokkurinn Sturla Jónsson við. Endanlegir framboðslistar verða þó ekki auglýstir fyrr en 17. apríl, eða tíu dögum fyrir kjör- dag. „Ég held að við höfum aldrei séð neitt þessu líkt. Kjósendur standa nú frammi fyrir meira vali en í nokkrum öðrum þingkosningum,“ segir Ragnheiður Kristjánsdóttir, aðjúnkt við sagn- fræðideild Háskóla Íslands. Hún kennir stjórnmálasögu 20. aldar og segir stefna í sögulegar kosningar, einkum með það í huga hversu lítið fylgi fjórflokkurinn hefur. „Við sjáum fram á aðför að fjór- flokknum. Svipað gerðist í kosning- unum 1987 en þá fór fylgi fjór- flokksins niður fyrir 75%, en það voru reyndar mjög sérstakar kosn- ingar. Það sem er óvenjulegt núna er auðvitað hversu mörg framboð eru í boði. Engu að síður er svo ein- kennandi fyrir baráttuna nú hversu óljós málefnagrundvöllurinn er. Kostirnir eru því frekar óskýrir þrátt fyrir mikið val,“ segir Ragn- heiður. Kjördæmakjörnir þing- menn án þingflokks Margir velta nú fyrir sér hvernig best er að haga atkvæði sínu og gjarnan er rætt um 5% þröskuld í því samhengi, en þau framboð sem ekki ná því atkvæðamagni geta ekki vænst þess að ná inn á þing. Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands bendir á að dreifing at- kvæða geti orðið óvenjuleg í þess- um kosningum. Framboð sem ekki ná 5% geta ekki vænst þess að fá jöfnunarsæti í þingkosningum. „Ég held að kjós- endur séu margir hikandi, enda mik- ið rætt um þennan 5% þröskuld. Það er líka sérstök staða að hver ein- asti kjósandi sé með yfir tíu val- kosti sem eru að keppa um 8-12 þingsæti í hverju kjördæmi,“ segir hún en bendir þó á að hinn marg- umræddi þröskuldur eigi aðeins við á landsvísu. „Fólk getur verið kjördæmakjörið án þess að framboðið sem það til- heyrir nái upp í fimm prósentin. Sú staða getur komið upp að einhver litlu flokkanna fái kjördæmakjörinn þingmann sem er ekki með neinn þingflokk á bak við sig,“ segir Silja Bára. Hún segir hinn mikla fjölda fram- boða, ef hann verður viðvarandi, vekja spurningar um kosningakerfi, enda gæti svo farið að minni fram- boð fengju atkvæði frá fjölda kjós- enda án þess að ná inn manni. „Það er ansi sárt fyrir lýðræðið ef litlu flokkarnir geta fengið allt að 10-12% fylgi sam- anlagt en ná engum þing- manni inn.“ Kjósendur standa því frammi fyrir vali sem gæti vakið ótta við það að at- kvæðið nýtist ekki heldur Ugla sat á kvisti... Í ÞINGKOSNINGUNUM FRAMUNDAN STENDUR VALIÐ MILLI 11 TIL 14 FRAMBOÐSLISTA EFTIR ÞVÍ HVAÐA KJÖRDÆMI ER SKOÐAÐ. FRAMBOÐ FRAMBOÐA ER ÞVÍ NÆGT, EN ER EFTIRSPURN EFTIR ÖLLUM ÞESSUM FRAMBOÐUM? HVERNIG EIGA KJÓSENDUR AÐ VAÐA GEGNUM KOSNINGALOFORÐ, LOFORÐ UM AÐ GEFA ENGIN LOFORÐ, YFIRLÝSINGAR UM BREYTTAR AÐFERÐIR OG BÆTT RÁÐ, UPPGJÖR VIÐ FORTÍÐ OG SPÁ FYRIR UM FRAMTÍÐ? Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Fjöldi þingmanna í hverju kjördæmi Norðvesturkjördæmi 7+1 Norðausturkjördæmi 9+1 Reykjavíkurkjördæmi norður 9+2 Reykjavíkurkjördæmi suður Kjördæmissæti Jöfnunarsæti 9+2 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2013 Alls eru 18 listabókstafir fráteknir þótt framboðin séu heldur færri. Á vefnum www.kosning.is má sjá ýmsar upplýsingar um kosning- arnar, meðal annars yfirlit yfir listabókstafi sem eru í notkun. Samkvæmt upplýsingum frá Guðna Baldurssyni á Þjóðskrá Ís- lands var reglan sú hér á árum áð- ur að sá flokkur sem fyrstur skil- aði inn sínum lista fékk þann staf sem fyrstur var í stafrófinu og svo koll af kolli. Sjálfstæðisflokkurinn, sem býður fram undir bók- stafnum D, var til að mynda einu sinni með bókstafinn C. Þann sama staf hafði flokkur komm- únista einnig á einhverjum tíma- punkti. Með tímanum hafi þó komist regla á bókstafina en hending hafi í raun ráðið því hvaða flokkur fékk hvaða staf. Nú geta framboð sótt um tiltekna listabókstafi og fengið þeim út- hlutað svo fremi sem enginn ann- ar er að nota þá. Fyrir kosningarnar nú er nánast allur frampartur stafrófsins í notkun en bókstafirnir A, B, C, D, F, G, H, I, J, K, L, M, P, R, S, T, V og Þ eru í notkun. Ekkert framboð er þó með listabókstafinn E en sá stafur var síðast notaður í kosn- ingum 1953. A, B, C, D EN EKKERT E Ragnheiður Kristjánsdóttir Silja Bára Ómarsdóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir Haukur Ingi Jónasson og Helgi Þór Ingason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.