Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Side 51
14.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Hulda Elma segir það sannarlega ómaks-
ins virði að leggja allt þetta á sig. „Ég hef
mikinn áhuga á að spila blak, það er mjög
skemmtilegt og vel að öllu staðið hjá Þrótti í
Neskaupstað. Umgjörðin er góð og þjálf-
arinn, Matthías Haraldsson, ótrúlega flottur.
Ég hef ekki haft svona þjálfara áður; aginn
er mikill og ég er viss um að það hafði mikil
áhrif á að okkur gekk svona vel í vetur. Ef
einhver kemur of seint á æfingu, þó ekki
muni nema einni mínútu, er hann sektaður.
Líka ef einhver gleymir skónum… Þess
vegna vilja allir mæta á réttum tíma og vera
byrjaðir að hita upp um leið og klukkan
slær.“
Fjölskyldan flutti til Akureyrar fyrir sex
árum en var þar áður í tvö ár í Reykjavík.
Seinna árið þar lék Hulda Elma með móður
sinni hjá Reykjavíkur-Þrótti en var ólétt
fyrra árið og tók sér þá auðvitað frí. „Ég
varð svo ólétt aftur, við fluttum hingað og ég
hætti. Eftir að ég eignaðist þriðja barnið
byrjaði ég aftur og spilaði aðeins með KA en
var svo ákveðin að fara bara í öldungablakið
í fyrra, þegar ég var orðin þrítug. En eftir
að ég tók þátt í bikarmóti hnippti Matthías
Haraldsson í mig og spurði hvort ég vildi
ekki spila aftur með Þrótti í Neskaupstað.
Hann talaði við mig á hárréttu augnabliki
því ég fann á þessu móti hvað þetta var
ógeðslega skemmtilegt! Ég hafði ekki spilað
lengi.“
Hulda Elma æfir lítið með samherjum sín-
um eins og gefur að skilja. „Þegar við áttum
leik fyrir austan keyrði ég eftir skóla hjá
börnunum á fimmtudegi og náði æfingu um
kvöldið og daginn eftir. Svo var leikur á
laugardegi. Ég æfði líka með þeim fyrir
austan í haust og við vorum þar um páskana.
Ég á mjög gott fólk í Neskaupstað, á Akur-
eyri og í Reykjavík sem er tilbúið að hjálpa
mér og það er ómetanlegt. Svo er þjálfari
liðsins ekkert viðkvæmur fyrir börnum og
þau fengu ósjaldan útrás í íþróttahúsinu á
meðan ég var á æfingu!“
Blak og aftur blak
Auk þess að spila þjálfar Hulda Elma liðið
Eik á Akureyri. „Það er rótgróið lið í öld-
ungablakinu, konur frá 35 til 78 ára. Ég
þjálfa líka lið sem við vinkonurnar stofn-
uðum í fyrra, Krákurnar; þar eru 18 stelpur
frá 22 til 35 ára sem höfðu aldrei snert blak-
bolta áður en eru orðnar ótrúlega góðar. Það
var mjög skemmtilegt verkefni að kenna
þeim íþróttina frá grunni. Eitt kvöld í viku
fer í að þjálfa þessi tvö lið og ég æfi með
þeim einu sinni í viku.“
Í upphafi var þess getið að blakið væri
Huldu Elmu í blóð borið og vert að geta
þess að fjölmargir ættingjar hennar hafa
verið á kafi í íþróttinni líka. Móðirin og
amman voru þegar nefndar en gaman að
geta þess að þær Elsa Sæný Valgeirsdóttir,
sem varð bikarmeistari með HK á dögunum,
og einnig sem þjálfari karlaliðs félagsins, eru
bræðradætur og æfðu saman fyrir austan
þegar þær voru litlar.
Þá er Valgeir bróðir Elsu Sænýjar og ná-
frændi Huldu Elmu leikmaður Þróttar N. og
dómari. Svona mætti líklega halda lengi
áfram.
Hulda Elma ásamt börnunum fjórum. Þau
eru, frá vinstri: Amelía Ýr, Styrmir Lár,
Sonja Björg og Guðmundur Steinn.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þrír ættliðir með gull. Myndin er tekin á Landsmóti UMFÍ 2001. Elma amma Guðmundsdóttir fékk
gull fyrir golf en mæðgurnar Hulda Elma Eysteinsdóttir og Petrún Jónsdóttir voru í sigurliði UÍA í
blaki. Elma eldri kom reyndar inn á í einum blakleikjanna þannig að þær léku allar saman.
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Ferðalög Huldu Elmu í vetur
10 ferðir
frá Akureyri á Neskaup-
stað til að keppa í blaki.
Akureyri
Reykjavík
Neskaupstaður
1 ferð
frá Akureyri til Reykja-
víkur til að keppa í blaki.
6 ferðir með flugi
frá Akureyri til Reykja-
víkur til að keppa í blaki.
1 ferð
flaug frá Akureyri til Reykja-
víkur, fór með liðinu austur
og keyrði svo til Akureyrar.
Ferðalög vegna keppni í blaki:
7.350
eknir km
7
flugferðir
17
helgar á
ferðalagi
börnin fjögur með
í flestum ferðum
2 ferðir
frá Akureyri til
Reykjavíkur vegna
fimleikamóts elstu
dótturinnar.
Ferðalög alls í vetur:
8.120
eknir km
6,1
hringferðir
um landið
eða: eða:
jafn langt
og til
Japan
G
ru
nn
ko
rt
/L
of
tm
yn
di
re
hf
.
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16
AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is
ENDURSTILLING Á
BREMSUM OG GÍRUM
FYLGIR FRÍTT ÖLLUM
HJÓLUM SELDUM HJÁ
ELLINGSEN
MERIDA CROSSWAY HYBR DÖMU
13.332 KR.
79.990 KR.
Léttgreiðslur
í 6 mánuði.
Léttgreiðslur
í 6 mánuði.
MERIDA MATTS REDWOOD
11.665 KR.
69.990 KR.
MERIDA MATTS TFS-300 FJALLAHJÓL
24.998 KR.
149.990 KR.
Léttgreiðslur
í 6 mánuði.
MERIDA KRÅKEOY 7
18.332 KR.
109.990 KR.
Léttgreiðslur
í 6 mánuði.
MERIDA JULIET REDWOOD
11.665 KR.
69.990 KR.
Léttgreiðslur
í 6 mánuði.
MERIDA DINO/BELLA 12 BARNAHJÓL 2–4 ÁRA
4.165 KR.
24.990 KR.
Léttgreiðslur
í 6 mánuði.