Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Side 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Side 53
14.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Líflegt verður á Sögulofti Landnámssetursins í Borg- arnesi um helgina. Sagna- maðurinn og rithöfundurinn Einar Kárason flytur „Skáldið Sturlu“ á laugardag kl. 17 og á sunnu- dag kl. 16 verður „Judy Garland ka- barett“ með Láru Sveinsdóttur. 2 Áhugamenn um metn- aðarfulla norræna kvik- myndagerð ættu að skondra í Norræna húsið en þar er norræn kvikmyndahátíð. Aðgangur er ókeypis og allar myndirnar sýndar með enskum texta. Um helgina er t.d. sýnd danska myndin Kapringen, Sjóránið, með Pilou Asbæk. 4 Nú um helgina eru síðustu forvöð að upplifa sýningar á Sequences, listahátíðinni sem kennd er við tímann. Því er um að gera að drífa sig af stað, líta á sýningu Gretars Reynissonar í NÝLÓ og á nokkra staði til. 5 Nemendur úr Dalskóla, Grandaskóla og Laugalækj- arskóla, og nemendur við Myndlistaskólann í Reykja- vík, eiga verk á sýningum sem verða opnaðar með tónlistarflutningi klukk- an 15 á laugardag í Þjóðmenningar- húsinu og Listasafni Íslands. Nemend- urnir hafa unnið verk út frá lista- verkinu Safni eftir Olgu Bergmann. 3 Í ár eru tvær aldir frá fæðingu óperujöfranna Wagners og Verdis. Á laugardag klukkan 13 gengst Richard Wagner fé- lagið á Íslandi fyrir dagskrá í Norræna húsinu um tónskáldin, í umsjón Magnúsar Lyngdal Magnússonar. MÆLT MEÐ 1 Mér finnst það mikilvægur þáttur þessað vera hluti þessa samfélags aðskilja ræturnar, að þekkja hvaðan maður er kominn. Þá veit maður kannski líka betur hvert maður vill stefna,“ segir Bára Grímsdóttir, tónlistarmaður og tónskáld, þeg- ar hún er spurð út í nýjan hljómdisk þeirra Chris Fosters, eiginmanns hennar, en þau mynda dúettinn Funa. Diskinn kalla þau Flúr og inniheldur hann fallega íslenska þjóðlaga- tónlist. Nokkur laganna eru eftir Báru en meirihlutinn er þó kvæðalög, tvísöngslög og sálmalög sem fundist hafa í gömlum heim- ildum og heyrast hér í útsetningum Báru og Chris. Textarnir eru bæði nýir og gamlir, allt frá þjóðkvæðum og sálmum frá fyrri öldum til kvæða eftir Grím Lárusson frá Grímstungu, föður Báru. .„Við höfum spilað saman frá árinu 2001 og byggjum okkar tónlist aðallega á þjóðar- arfinum, á lögum sem þekkjast lítið,“ segir Bára. „Við förum aðrar leiðir en margir aðrir, við notum mikið kvæðalög en ég er svo að segja alin upp í kvæðamannafélaginu Iðunni. Foreldrar mínir gengu í það þegar ég var lítil og ég ólst upp í kveðskap hjá þeim og afa og ömmu. Þetta er mér í blóð borið.“ Bára er nú varaformaður Iðunnar. Hún er virtur flytjandi íslenskra þjóðlaga og nýtur ekki síður virðingar sem tónskáld. Chris Fost- er er snjall flytjandi enskrar þjóðlagatónlistar og hefur farið í tónleikaferðir víða um lönd. Undir hatti Funa hafa þau hjón keppst við að blása lífi í íslenska þjóðlagatónlist sem hefur leynst í gömlum upptökum og lítt þekktum bókum, auk þess sem þau hafa samið ný lög í þjóðlegum stíl. Þegar Bára er spurð að því hvort þau hjón telji mikilvægt að vinna með arfinn á nýjan hátt, þá segir hún svo vera. „Með því að koma þessum lögum í nýjan búning erum við kannski að gefa þeim nýtt líf og koma þeim upp á yfirborðið. Ég rek mig oft á það að fólk þekkir ekki þessi lög, og í raun og veru lítið af íslenska tónlistararfinum. Fólk þekkir „Móðir mín í kví, kví“, „Augun mín og augun þín“, „Krummi svaf í klettagjá“ og „Sofðu unga ástin mín“. Jón Ásgeirsson hefur síðan gert frábæra hluti í útsetningum þjóðlaga fyrir kór, en við erum hinsvegar að reyna að fara ekki of langt frá rótinni. Við er- um stundum að kenna á námskeiðum og bendum þá nemendunum á að hlusta á þetta gamla og þekkja frumútgáfurnar og vinna út frá því upphaflega en ekki endurgerðum ann- arra, því þá er fólk að fjarlægjast ræturnar.“ Á mánudagskvöld heldur Funi útgáfu- tónleika í Gerðubergi, ásamt tónlistarmönnum sem koma fram ásamt þeim á diskinum, og hefjast tónleikarnir klukkan 20. DÚETTINN FUNI GEFUR ÚT DISK MEÐ ÍSLENSKRI ÞJÓÐLAGATÓNLIST Ekki langt frá rótunum HJÓNIN BÁRA GRÍMSDÓTTIR OG CHRIS FOSTER Í FUNA HAFA GEFIÐ ÚT DISKINN FLÚR ÞAR SEM ÞAU FLYTJA ÞJÓÐLAGATÓNLIST. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Bára Grímsdóttir og Chris Foster með kant- ele og langspil, hljóðfæri sem þau leika meðal annars á í lögunum á nýja diskinum, Flúri. Morgunblaðið/Golli „Það er merkilegt hve mikið er enn til af þessum silfurgripum,“ segir Þór Magnússon. Hann skoðar hér fallega gripi íslenskra silfursmiða fyrri alda á sýningunni Silfur Íslands í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Kaleikinn fyrir miðju smíðaði Tómas Tómasson (1749-1805), afi Gríms Thomsens skálds. Morgunblaðið/Einar Falur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.