Morgunblaðið - 31.05.2013, Qupperneq 8
Lýður Guðmunds-
son var sakfelldur í
Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir
brot á hluta-
félagalögum með
því að greiða Exista
hf. of lágt verð fyrir
hlutafjáraukningu í
félaginu. Lýður og
Bjarnfreður Ólafs-
son lögmaður voru
hins vegar sýknaðir af ákæru um
ranga upplýsingagjöf um hlutafjár-
aukninguna.
Í ákæru sérstaks saksóknara var
Lýði gefið að sök að hafa brotið hluta-
félagalög með því að greiða Exista hf.
minna en nafnverð fyrir 50 milljarða
nýrra hluta í félaginu í lok árs 2008. Í
niðurstöðu héraðsdómara kemur
fram að Lýði hafi hlotið að vera ljóst
að ekki mætti greiða lægra verð en
nafnverð. Í síðari kafla ákæru var
Lýði og Bjarnferði gefið að sök að
hafa skýrt vísvitandi rangt og villandi
frá hækkun á hlutafé í Exista með því
að Bjarnfreður sendi, að undirlagi
Lýðs, tilkynningu til hlutafélaga-
skrár. Dómarinn taldi engin gögn
styðja fullyrðingu um aðkomu Lýðs.
Þá komst dómarinn að þeirri niður-
stöðu að í tilkynningunni sem Bjarn-
freður sendi til Fyrirtækjaskrár fyrir
hönd félagsins kæmi ekki annað fram
en gerst hefði á stjórnarfundi. Ekki
væri hægt að fallast á það með
ákæruvaldinu að Bjarnfreður hefði
skýrt rangt og villandi frá hækk-
uninni. Við ákvörðun refsingar var til
þess litið að það verðmæti sem félag
Lýðs greiddi fyrir hlutinn var sann-
virði, samkvæmt skýrslu endurskoð-
anda, og að engar bótakröfur hefðu
verið hafðar uppi í málinu. Refsing
Lýðs var ákveðin tveggja milljóna
króna sekt. Lýði var gert að greiða
málsvarnarlaun verjanda síns, 10,9
milljónir kr., að hálfu á móti rík-
issjóði.
Dæmdur
fyrir að
greiða of
lágt verð
Lýður
Guðmundsson
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013
Vikudagur ræðir í gær viðSteingrím J. Sigfússon al-
þingismann og eins og í mörgum
viðtölum á liðnum misserum er
þreyta og vinnuálag helsta hugð-
arefni viðmælandans. Af lestri
viðtalsins er augljóst að Stein-
grímur er sá mað-
ur í gervallri sögu
landsins sem hefur
lagt mest af mörk-
um, unnið harðast
og dregið minnst
af sér í þágu lands
og þjóðar.
Fórnfýsin er slík að ekki að-eins andvökunætur gerðu
vart við sig heldur fór mataræðið
alveg úr skorðum, eða eins og
hann lýsir sjálfur: „Ég gleymdi að
borða heilu dagana og það var
um tíma sérstök nefnd í því máli,
sem passaði upp á að ég borðaði
eitthvað. Það var oftast unnið alla
matartíma og undir hælinn lagt
hvort matur var á boðstólum eða
ekki.“
Já, þær komu víða við nefnd-irnar í tíð fyrri ríkisstjórnar
og gott til þess að vita að ein hafi
séð um mataræði ráðherrans sem
annars hafði misst tökin.
Gleðilegt er einnig að sjá aðSteingrímur er búinn að ná
áttum og hefur tekist að leggja
hlutlaust mat á afrek sín síðustu
árin.
Síðasta ríkisstjórn verður aðhans mati „ein merkasta rík-
isstjórn lýðveldissögunnar“ og
dómur sögunnar verður að rík-
isstjórnin hafi unnið „gríð-
armikið“.
Skelfilegt er hins vegar að lesahvað þjóðin lagði á Steingrím
og ekki síður allt það vanþakk-
læti sem hann fékk að launum. En
hvenær ætli hann jafni sig á allri
þessari ofurmannlegu vinnu?
Steingrímur J.
Sigfússon
Mataræði
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 30.5., kl. 18.00
Reykjavík 8 súld
Bolungarvík 8 rigning
Akureyri 13 léttskýjað
Nuuk 2 alskýjað
Þórshöfn 10 skýjað
Ósló 22 heiðskírt
Kaupmannahöfn 21 léttskýjað
Stokkhólmur 17 heiðskírt
Helsinki 18 léttskýjað
Lúxemborg 12 léttskýjað
Brussel 12 skýjað
Dublin 18 léttskýjað
Glasgow 20 léttskýjað
London 12 skýjað
París 13 þrumuveður
Amsterdam 16 léttskýjað
Hamborg 18 léttskýjað
Berlín 20 skúrir
Vín 10 skúrir
Moskva 22 léttskýjað
Algarve 18 heiðskírt
Madríd 20 léttskýjað
Barcelona 20 léttskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 17 léttskýjað
Aþena 27 heiðskírt
Winnipeg 15 skúrir
M l kýj ð
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
31. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:24 23:28
ÍSAFJÖRÐUR 2:44 24:18
SIGLUFJÖRÐUR 2:25 24:03
DJÚPIVOGUR 2:44 23:07
„Miðjan er sá punktur sjónsviðsins
sem þú fókuserar á. Þegar þú horf-
ir á andlit beinirðu miðjusjóninni að
andlitinu, það er sá hluti sjónsviðs-
ins sem við sjáum best með,“ segir
Einar Stefánsson prófessor og yf-
irlæknir augndeildar Landspítala,
en ungur drengur missti í vikunni
miðjusjón á öðru auga og skaðaðist
á báðum eftir leik með leysibendi.
„Leysibendir sem er eitt millivatt
er hættulaus, en ef þú ert kominn í
sterkari geisla getur þetta brennt
augnbotninn og þar af leiðandi
valdið varanlegum skaða,“ segir
Einar, en afl leysibendilsins sem
drengurinn hafði undir höndum
reyndist vera 90 MW. „Það fer eftir
atvikum hversu miklum skaða geisl-
inn getur valdið, en það ræðst bæði
af því hversu lengi geisla er beint
að auga og hversu sterkur hann er,
en skaðinn getur orðið á sekúndu-
broti. Þetta getur valdið mjög al-
varlegum sjónskaða sem hefur þá
eðli máls samkvæmt áhrif á líf
fólks. Vanalega er hægt að verja
augun með því að loka þeim, en
leysigeislinn er svo snöggur, að
menn munu ekki alltaf ná að loka
augunum í tæka tíð,“ segir Einar
og bætir að brýna megi fyrir for-
eldrum að gæta þess að börn séu
ekki að leika sér með leysibenda.
sunnasaem@mbl.is
Leysibendir olli sjónskaða
Drengur varð fyrir sjónskaða Getur brennt augnbotn
Leysibendar Geta verið hættulegir.
„Stopp strax, ég vona bara að það
verði ekki of seint! Það yrði aldrei
aftur tekið,“ skrifar Elín Pálma-
dóttir blaðamaður og fyrrverandi
formaður umhverfismálaráðs
Reykjavíkurborgar, í aðsendri
grein í Morgunblaðinu. Hún varar
sterklega við flutningi olíu að Þrí-
hnjúkagíg.
Leggur Elín áherslu á að ekki
þurfi mikið spilliefni til að eyði-
leggja drykkjarvatn borgarbúa.
Vonast hún til að nýskipaður um-
hverfisráðherra stöðvi þessar at-
hafnir.
Fundað var um olíuslysið í Blá-
fjöllum í umhverfisráðuneytinu fyrr
í vikunni. Stefán Thors ráðuneyt-
isstjóri segir að fram hafi komið
vilji til þess að horfa fram á veginn
og athuga hvernig mætti standa
betur að þessum málum. Ráðu-
neytið myndi, í samvinnu við Um-
hverfisstofnun, m.a. skoða frekari
kynningu á gildandi lögum og
reglum. »11
Stöðva verður
flutning olíu á
Bláfjallasvæði
Skoða frekari kynningu á reglum
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Mengun Olía fór niður á bílastæði.
Hæstiréttur staðfesti í gær 18 mán-
aða fangelsisdóm fyrir fjárdrátt yfir
Hauki Þór Haraldssyni, fyrrverandi
framkvæmdastjóra hjá Landsbank-
anum.
Hinn 8. október 2008, daginn eftir
fall bankans, lét Haukur millifæra
rúmar 118 milljónir króna af inn-
lendum gjaldeyrisreikningi í eigu fé-
lags á vegum bankans yfir á eigin
bankareikning. Haukur hélt því
fram að hann hefði ekki ætlað að slá
eign sinni á féð, heldur koma því í
öruggt skjól.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fékk 18 mán-
aða fangels-
isdóm fyrir
fjárdrátt