Morgunblaðið - 31.05.2013, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 31.05.2013, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013 ÁTJÁN HJÓLA TRUKKURLyktarspjaldið sveiflast þegar hann ekur yfir ójöfnu í veginum. Löngu hætt að ilma en hann tímir ekki að henda því. Voða sæt mynd af kettlingi.* *Þjónustustöðvar N1 eru drifásinn í landflutningum á Íslandi Á STÍMINU Þeir verða búnir að splæ sa vírinn og gera trollið klárt áður en kokknum t ekst að brenna steikina. * *Þjónusta N1 við sjófare ndur er meðfram allri st randlengjunni Samstarf Velgengni í skyrsölunni var meðal verkefna á fundi í vikunni. leggja með hvaða hætti best er hægt að fylgja eftir hinum mikla vexti sem verið hefur í sölu skyrs. Jón Axel segir að nýlega hafi borist niðurstöður í bandarískri neytendarannsókn þar sem borin var saman grísk jógúrt, sem hefur átt auknum vinsældum að fagna vestra undanfarin ár, og íslenskt skyr. Niðurstaðan hafi verið yfirburðir skyrsins meðal þessara neytenda. Gunnar Bragi Sveins- son utanríkis- ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, um- hverfis- og auðlinda- ráðherra, og Eygló Harðardóttir félags- málaráðherra hafa ráðið til sín aðstoð- armenn. Ingveldur Sæ- mundsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sig- urðar Inga. Ingveldur var kosn- ingastjóri Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og suður fyrir alþingiskosningarnar í vor. Áður starfaði hún m.a. sem vörustjóri hjá Hátækni ehf. og verslunarstjóri hjá Pennanum. Margrét Gísladóttir verður Gunnari Braga til aðstoðar. Hún er 26 ára og með diplómu í almanna- tengslum og markaðssamskiptum frá Opna háskólanum í Háskóla Reykjavíkur. Margrét hefur und- anfarin ár sinnt verkefnum og ver- ið ráðgjafi fyrirtækja og samtaka á sviði markaðsmála og almanna- tengsla. Matthías Imsland verður að- stoðamaður Eyglóar. Hann var kosningarstjóri Framsóknarflokks- ins í Suðvesturkjördæmi fyrir síð- ustu kosningar. Áður var hann m.a. framkvæmdastjóri Iceland Express og seinna framkvæmdastjóri flug- rekstrarsviðs WOW-air. Ingveldur Sæmundsdóttir Margrét Gísladóttir Matthías Imsland Ráðin aðstoðarmenn þriggja ráðherra Nýfæddi drengurinn, sem bjargað var úr skólpröri í Jinhua í Kína á laugardag, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. „Drengurinn var sótt- ur í gær,“ sagði Wu Xinhong, for- stjóri sjúkrahússins þar sem barnið hlaut aðhlynningu, á fimmtudag. Hann tiltók ekki hverjir sóttu drenginn en fram kom að þeir hefðu verið í fylgd lögreglu. Ríkisfjölmiðillinn Xinhua greindi frá því í gær að drengurinn yrði í umsjá móður sinnar, afa og ömmu og mannsins sem talinn er vera faðir barnsins, en sá hefur farið fram á faðernispróf. Staðreyndir málsins virðast þó eitthvað vera á reiki þar sem dagblaðið Jinhua Daily sagði frá því í gær að lögregla leitaði enn föður drengsins. Þá sagði í blaðinu að móðirin væri enn á spítala vegna fylgikvilla í kjöl- far fæðingarinnar og hefði drenginn ekki hjá sér eins og er. „Barn nr. 59“ farið heim AFP Bjargað Móðirin segist hafa reynt að ná taki á barninu í salerninu án árangurs. Sérfræðingar telja að færri en 7.000 kakadúar af tegundinni Cacatua sulphurea séu til í heiminum og fer þeim fækkandi. Fuglinn á heimkynni sín í Austur-Tímor og á Indónesíu en fullorðnir einstaklingar af báðum kynj- um eru snjóhvítir á lit með fagurgulan fjaðraskúf. Fækkun fuglanna má rekja til þess hve vinsælir þeir eru sem stof- ustáss en þessi rytjulegi þriggja mán- aða gamli ungi skreið úr eggi í fugla- garðinum í Marlow í Þýskalandi. AFP Færri en 7.000 gul- skúfaðir ka- kadúar eftir Erlent

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.