Morgunblaðið - 31.05.2013, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013
DEKKJA-
HÓTEL N1
Frelsaðu plássið í geymsl-
unni eða bílskúrnum og
bókaðu hótel fyrir vetrar-
dekkin í sumarfríinu. Gegn
vægu gjaldi sjáum við til
þess að vel fari um þau,
þrífum þau, yfirförum og
pössum að þau endi ekki
á felgunni á barnum.
GAT NÚ VERIÐ
Auðvitað springur alltaf á versta tíma en þú getur
notað punktana þína til að borga viðgerðina á næsta
hjólbarðaverkstæði N1.
N1 kortið – meira í leiðinni
manngert verði að taka tilliti til að-
stæðna. „Þó að fólk verði sárt við
okkur, þá er umferðin svo mikil að
þetta veðst allt upp.“
Vilja fá salerni í dalinn
Framkvæmdasjóður ferða-
mannastaða hefur veitt átta millj-
ónir til hönnunar og framkvæmda í
Reykjahlíð og einnig hafa Hvera-
gerðisbær, Ölfus og Eldhestar
styrkt verkefnið.
Í fyrra var göngustígur frá
Klambragili, efst í Reykjadal, lag-
færður og byrjað á hestagerði í
gilinu. Ekki var þó borið efni í stíg-
ana því leyfi til efnistöku verður að
byggja á deiliskipulagi.
Sigurður segir að nauðsynlegt
hafi verið að útbúa hestagerði því
brögð hafi verið að því að hestar
væru hafðir lausir við lækinn. Gerðið
muni falla vel inn í umhverfið. Staur-
ar og slár verði sett upp snemmsum-
ars en tekin niður að hausti þegar
mesta ferðamannatímanum lýkur.
Hægt er að komast í snyrtingu áð-
ur en lagt er af stað frá Hveragerði.
Heilbrigðiseftirlitið hefur óskað eftir
að salerni verði reist í dalnum sjálf-
um en Sigurður segir að ekki hafi
verið tekin ákvörðun í málinu. „Þú
getur séð staðina sem fólk er búið að
finna sér, með tilheyrandi pappír og
óþrifnaði. Þú hleypur ekkert dalinn
á enda bara til að fara á klósettið,“
segir Sigurður.
Borin von að sækja
um fjárveitingu
Guðríður Helgadóttir, staðarhald-
ari Landbúnaðarháskólans á Reykj-
um í Ölfusi, segir löngu tímabært að
grípa til aðgerða í Reykjadal. Dal-
urinn komi skelfilega illa undan
vetri. Með því að bæta gönguleiðir
og setja upp skilti með gönguleiða-
kortum sé vonast til að ferðafólk
haldi sig við þá stíga og leiðir sem
best þoli álagið. Aðspurð segir hún
að í bili verði ekki lagður stígur í
brekkuna upp í Dalaskarð en það er
hún sem sést á myndinni fyrir ofan.
Leiðin verði á hinn bóginn ekki
merkt inn á kort sem gönguleið og
því sé vonast til að umferð um hana
minnki. Hún segir að auknar vin-
sældir Reykjadals hafi komið skóla-
yfirvöldum nokkuð að óvörum en
umferð um hann hafi aukist hratt.
Ástandið sé þó ekkert einsdæmi.
„Það má segja að Ísland hafi sofið á
verðinum gagnvart þessu,“ segir
hún.
Aðspurð hvort skólinn hefði ekki
átt að grípa til aðgerða mun fyrr
segir hún að undanfarin ár hafi
rekstrarfé til skólans verið skorið
mjög við nögl. Engar umsóknir um
aukafjárveitingu vegna dalsins hafi
verið sendar stjórnvöldum. „Það
hefði verið borin von að reyna að
sækja um aukafjármagn,“ segir hún.
Morgunblaðið/Rúnar Pálmason
ndan álagi
i baðstaðurinn í nágrenni höfuðborgarinnar
kað Tillaga um trépall til fataskipta
Álag Göngu- og reiðleiðir eru víða illa leiknar eftir annasaman vetur.
Andrés Úlfarsson, formaður nýrra
Ferðamálasamtaka Hveragerðis,
þekkir Reykjadal út og inn en
hann rekur fyrirtækið Iceland Ac-
tivities sem m.a. býður upp á hjóla-
og gönguferðir um Reykjadal.
„Við getum sagt að árið 2010
hafi verið notalegt ástand þarna
upp frá. Árið 2011 varð gríðarleg
sprenging og meiri en ég átti von
á. Og árið 2012 varð aukningin
meiri en mann hefði getað órað
fyrir,“ segir Andrés.
Í mars og apríl á þessu ári hafi
síðan verið meiri umferð ferða-
manna um dalinn en var sumarið
2010. Hann segir dæmi um stóra
hópa, m.a. skólahópa, sem komi að
gönguleiðinni upp í dalinn á
stórum rútum að vetrarlagi og
snemma á vorin þegar svörðurinn
er hvað viðkvæmastur og far-
arstjórar hafi oft litla stjórn á. „Ég
er þeirrar skoðunar að þetta eigi
frekar að vera fyrir fámennari
hópa,“ segir hann. Þá sé mikilvægt
að ferðaþjónustufyrirtæki fari
ekki með stóra hópa í dalinn þegar
aðstæður eru slæmar, s.s. eftir
rigningar á vorin. Það geti þó ver-
ið erfitt að tilkynna viðskiptavini
sem hafi bókað ferðir í dalinn að
ekki sé hægt að fara í hann vegna
bleytu. Andrés hefur sett sér stífar
reglur um umgengni við dalinn.
„Ég fer ekki með stóra hjólahópa
þarna inn eftir og ég er örugglega
búinn að hafna
10-15 hjólaferð-
um þarna upp
eftir í vor því
landið er ekki í
stakk búið til að
taka á móti
ferðamönnum,“
segir hann. Mik-
ilvægt sé að
stýra umferðinni
í takt við ástand landsins. Hestar
eigi ekkert erindi í dalinn í bleytut-
íð frekar en reiðhjól og sömuleiðis
skilji göngufólk eftir sig meiri för
þegar landið er blautt. Hægt sé að
hjóla, ganga eða ríða um dalinn án
þess að valda skemmdum, svo
lengi sem fólk tekur tillit til að-
stæðna og heldur sig á stígunum.
Hann er sammála því að laga
þurfi göngustíga í dalnum en er
beggja blands um hvað eigi að gera
til að hlífa lækjarbökkunum, þar
sem fólk býr sig til baðs. Hug-
myndin um pall til fataskipta sé
ekki sérlega aðlaðandi en hann er
er þó ekki viss um hvað eigi að gera
í staðinn.
„En skemmdir eftir umferð
göngufólks, hjólafólks og hesta-
manna á Hellisheiði eru bara dropi
í hafið miðað við þær skemmdir
sem Orkuveitan hefur unnið á
heiðinni,“ bætir hann við. Landið
geti jafnað sig eftir skemmdir af
völdum ferðafólks en fram-
kvæmdir OR séu óafturkræfar.
Hugmyndir um virkjanir í Innst-
adal, Bitru og Grændal séu í raun
fáránlegar ef litið sé til þess tjóns
sem þær myndu valda á nátt-
úrunni.
Sprenging í umferð
um dalinn 2010
Dropi í hafið
miðað við skemmd-
ir af völdum OR
Andrés Úlfarsson
Rigning og rok. Þannig var veðrið í Reykjadal á
sunnudagsmorgun þegar blaðamaður fór þar um.
Það var þó hlýtt, a.m.k. ef miðað var við vorveðrið til
þessa og í dalnum var töluvert um ferðamenn.
Fjórir voru í ferð á vegum Íslenskra fjallaleið-
sögumanna sem fól í sér ferð í Reykjadal og á Sól-
heimajökul. Tankred Becker og Sarah Schneiders
frá Þýskalandi og Bandaríkjamennirnir Joe Carlyle
og Adam Prestegord. Þau voru nýkomin úr baði í
læknum þegar rætt var við þau.
„Dalurinn er mjög fallegur. Náttúran er svo fjöl-
breytt. Grænt gras og síðan svartir klettar,“ sagði
Sarah. „Lækurinn var mjög heitur en nú er mér
reyndar orðið kalt á fótunum,“ bætti hún við. Sara
kvaðst hafa leitað að ferðum á hverasvæði á netinu
áður en hún kom til Íslands og þannig fundið upplýs-
ingar um ferðina með Fjallaleiðsögumönnum. Hún
myndi örugglega mæla með ferð í dalinn við vini sína
í Þýskalandi.
Adam og Joe voru líka hrifnir. „Við bókuðum í
gegnum Icelandair og þetta var ein af ferðunum sem
flugfélagið mælti með. Þetta er fallegur og frábær
staður,“ sagði Joe og Adam tók undir með honum.
„Okkur líkar þetta betur en Bláa lónið. Þetta er nátt-
úrulegt. Þetta er ekki affall úr orkuveri,“ sagði
hann.
Ekkert þeirra kvaðst hafa veitt því athygli að nátt-
úra dalsins væri farin að láta á sjá vegna umferðar
ferðafólks.
Hugmyndir eru uppi um að reisa pall úr timbri
fyrir baðgesti, loka gönguleið austan við lækinn og
lagfæra göngustíga og fleira. Adam sagði að sér lit-
ist ágætlega á það í sjálfu sér. „En hluti af þokkanum
við þennan stað er að hann er ósnortinn,“ sagði
hann.
Austurrísku hjónin Walther og Margit Sturm fóru
í dalinn á eigin vegum og voru að svipast um eftir
góðum stað til að baða sig þegar blaðamaður tók þau
tali. „Ég á margar bækur um Ísland – fimm eða sex –
og dalsins er getið í næstum því öllum,“ sagði Walt-
her. Hann var hrifinn af því hversu ósnortinn dal-
urinn væri en skildi vel að lagfæra þyrfti gönguleiðir
til að hann þyldi umferðina.
Náttúra Adam, Joe, Sarah og Tankred hófu daginn á
ferð í Reykjadal. Þaðan ætluðu þau á Sólheimajökul.
Baðgestir Walther og Margit Sturm frá Austurríki.
Getið í flestum ferðabókum um Ísland