Morgunblaðið - 31.05.2013, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013
✝ Stefán Ó. Guð-mundsson
fæddist í Reykjavík
10. júní 1947. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 21. maí 2013.
Stefán var sonur
hjónanna Guð-
mundar Bjarnason-
ar, f. 19. janúar
1924, d. 28. sept-
ember 2005 og
Maríu Jónsdóttur, f. 2. apríl
1924. Stefán kvæntist Svanhvíti
Jónasdóttur í Reykjavík 20. júlí
1969. Svanhvít er dóttir Jónasar
Ólafssonar, f. 5. desember 1912,
d. 20. desember 1997, og Sigríð-
ar Gústafsdóttur, f. 29. febrúar
1920, d. 27. nóvember 2011,
fyrrum ábúendur á Kjóastöðum
í Biskupstungum. Svanhvít á 15
systkini. Bróðir Stefáns var Jón
E.B. Guðmundsson, f. 18. nóv-
ember 1943, d. 3. ágúst 2009,
kvæntur Hedy Louise Wilhelm-
ina Kues, f. 1. október 1941, d.
18. september 1973. Þau eign-
nám við Miðbæjarskóla, Rétt-
arholtsskóla og Iðnskólann í
Reykjavík þar sem hann lærði
rafvirkjun. Hann lauk sveins-
prófi 12. júní 1969 og meist-
araprófi 15. desember 1973.
Stefán varð raffræðingur 24.
júní 2002. Hann hóf störf hjá Ís-
lenska álfélaginu 1969 og starf-
aði þar sem rafvirki allt til árs-
ins 2000 en þá hóf hann störf hjá
Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins
þar sem hann starfaði sem
fræðslufulltrúi til dauðadags.
Stefán var öryggistrún-
aðarmaður 1982-1988 og trún-
aðarmaður Félags íslenskra raf-
virkja hjá ÍSAL 1988. Hann var í
stjórn Félags rafiðnaðarnema
meðan á námi stóð og ritari
trúnaðarráðs verkalýðsfélag-
anna hjá ÍSAL 1991-1994. Hann
sat í stjórn Mímis-símenntunar
frá júní 2006. Stefán var mjög
virkur í félagsstörfum, hann
starfaði að íþróttamálum fyrir
starfsmannafélag ÍSAL, for-
maður veiðiklúbbs þar í 3 ár,
formaður Íslenska pílukast-
félagsins í 2 ár, byggði upp
starfsemi golfklúbbs RSÍ, sat í
stjórn golfklúbbsins Dalbúans
og golfklúbbsins á Geysi.
Útför Stefáns fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 31. maí
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
uðust dótturina
Astrid Larissu Ku-
es Jónsdóttur, f. 25.
ágúst 1970.
Dætur Stefáns
og Svanhvítar eru
María Stef-
ánsdóttir, f. 3.
ágúst 1970, og El-
ísabet Stef-
ánsdóttir, f. 25. júlí
1977. María er gift
Hákoni Stef-
ánssyni, f. 1972. Börn þeir eru
Anna Elísabet Hákonardóttir, f.
2003, og Stefán Orri Há-
konarson, f. 2005. Dóttir Maríu
er Fanney Jóhannesdóttir, f.
1992, faðir Jóhannes Ingimund-
arson, f. 1967. Elísabet er í sam-
búð með Sigursteini I. Rúnars-
syni, f. 1979. Börn þeirra eru
Davíð Kári Sigursteinsson, f.
2011, og Sara Svanhvít Sig-
ursteinsdóttir, f. 2013. Fyrir á
Sigursteinn soninn Sebastian
Sigursteinsson Varón, f. 2007.
Stefán ólst upp á Baldursgöt-
unni í Reykjavík og stundaði
Elsku pabbi,
þú verður að fyrirgefa mér en
ég er ekki tilbúin að kveðja þig
núna. Að sitja hér og skrifa
minningargrein um þig er eins
og að vera að dreyma eða lifa lífi
einhvers annars. Ég trúi því
ekki ennþá að þú sért farinn. Þú
varst 65 ára, fullt af ferðalögum
og skemmtilegheitum eftir.
Minningarnar eru svo margar
og allar góðar. Þú varst svo góð-
ur og hjálplegur við alla í kring-
um þig, ef þú varst beðinn um
aðstoð hættirðu ekki fyrr en
málinu var lokið. Þær eru líka
ófáar ferðirnar í Leifsstöð að
skutla og sækja, það verður ekki
eins að koma heim frá útlöndum
og enginn pabbi að drekka kaffi
og bíða. Þú varst alltaf full-
stundvís þannig að oft þurftirðu
að bíða lengi en þú kipptir þér
ekki upp við það frekar en ann-
að. Það er svo margt sem ég er
þakklát fyrir, t.d. allar góðu
stundirnar sem við áttum saman
þegar ég og fjölskylda mín
bjuggum í Þýskalandi og ekki
síst á fertugsafmælinu mínu
þegar við keyrðum til Cannes.
Það er tvímælalaust sú ferð sem
stendur uppúr. Við skemmtum
okkur öll svo vel, barnabörnin
ekkert smá ánægð með afa sem
nennti endalaust að leika í sund-
lauginni. Ég á ennþá eftir að
gráta og syrgja þig, ég treysti
mér ekki til þess núna, pabbi
minn, allt hefur sinn tíma. Þú
varst þrjóskur, ég get verið það
líka og þess vegna tekst mér að
skjóta þessu, sem þó er óumflýj-
anlegt, á frest. Stefán Orri bað
mig að skila til þín að hann ætl-
ar að byrja í golfi á fullu, taka
við af afa sínum. Við munum
hugsa til þín á hverjum degi,
pabbi minn, hvíl í friði. Þín
María Stefánsdóttir.
Elsku pabbi minn er farinn
frá okkur, alltof fljótt. Söknuð-
urinn er mikill og svo sár. Pabbi
hafði svo stóru hlutverki að
gegna í lífi mínu og ég finn svo
mikið fyrir því núna að hann var
kletturinn minn, sem veitti mér
skjól og passaði svo vel upp á
mig. Nú finnst mér blása ansi
hressilega í kringum mig. Lífið
hefur heldur betur breyst.
Pabbi hugsaði svo vel um okk-
ur stelpurnar sínar. Hann mundi
alltaf eftir að færa mömmu blóm
á trúlofunar- og giftingardaginn
þeirra. En svo færði hann líka
mömmu blóm bara af því bara.
Einhvern veginn fór hann svo að
því að dekra við okkur systurnar
en þó án þess að spilla okkur.
Pabbi var svo bóngóður, hann
var alltaf boðinn og búinn að
hjálpa. Einhverra hluta vegna er
það svo að pabbar kunna allt,
svo var það með hann pabba
minn. Þess vegna var ég að
hringja í hann í tíma og ótíma að
spyrja hann að því hvernig mað-
ur færi að því að gera þetta og
hitt. Takk pabbi fyrir allt það
sem þú hefur kennt mér. Þú
kenndir mér vel til verka, hvort
sem það var að mála, nota
saumavél, skipta um kló, veiða,
bora í vegg eða keyra bíl.
Pabbi var prakkari, nokkuð
stríðinn og ansi glettinn. Hann
var líka galdramaður, því ég veit
ekki hversu marga tíkalla hon-
um hefur tekist að nudda inn í
framhandlegginn á sér og svo
fundið hann í eyrum eða undir
hökum lítilla barna sem hrein-
lega göptu af undrun.
Seinni árin bættist svo afa-
hlutverkið við. Hann tæklaði það
með stæl og fannst ansi gaman
að dekra við litlu barnabörnin
sín. Litlu barnabörnin sem hann
var svo stoltur af. Mér finnst svo
sárt að börnin mín munu ekki fá
að kynnast þér, en ég mun svo
sannarlega sjá til þess að þau
þekki hann Stebba afa.
Ég held að það hafi ekki farið
framhjá þeim sem mig þekkja að
ég er mikil pabbastelpa, enda
vorum við pabbi góðir vinir og
brösuðum ýmislegt saman. Mér
finnst svo óendanlega sárt að þú
sért bara farinn því þú varst
alltaf til taks. Mér líður eins og
lítilli stelpu sem vill bara fá
pabba sinn og á bara erfitt með
að skilja af hverju hann kemur
ekki.
Mér skilst að tíminn lækni öll
sár, en ætli tíminn muni ekki
jafnframt leiða það í ljós hvort
svo sé.
Takk fyrir allt, elsku hjartans
pabbi minn. Hvíldu í friði.
Elísabet.
Ertu ekki örugglega Valsari?
Hmm, jú, eiginlega. Með hverj-
um heldur þú þá í enska bolt-
anum? Ha, ég held með Man-
chester. Manchester! Arsenal er
miklu betra lið, en þú ert nú
ekki alveg vonlaus þar sem þú
heldur með Val. Þetta voru okk-
ar fyrstu samræður þegar ég
hitti þig fyrst fyrir 12 árum í
matarboði með fjölskyldu sem
síðar varð tengdafjölskylda mín.
Það var alltaf stutt í góðlátlegt
grínið hjá þér og þá ekki síst
þegar kom að barnabörnunum
sem höfðu alltaf jafn gaman af.
Þegar ég kveð þig nú er mér
efst í huga þakklæti fyrir að
hafa átt þig að sem tengdaföður.
Umhyggja þín fyrir fjölskyld-
unni var einlæg og birtist vel í
samheldinni fjölskyldu. Það voru
ófá skiptin sem ég, María og
börnin kíktum í kaffi eða komum
í mat á Háaleitisbrautina. Slíkar
heimsóknir voru ekki af skyldu-
rækni því mér fannst sérstak-
lega notalegt að koma í heim-
sókn til ykkar Svönu, þó ekki
væri nema til þess eins að njóta
nærverunnar með ykkur hjón-
um. Þú varst einstaklega hjálp-
legur og þegar ég hugsa til baka
man ég ekki til þess að hafa
þurft að biðja þig um aðstoð því
þú varst alltaf fyrri til að bjóða
fram aðstoð þína ef þannig at-
vikaðist. Það er erfitt fyrir mig
að þurfa að kveðja þig eftir allt
of stutta samferð, ferð sem leið
allt of fljótt líkt og gjarnan er
með góðar ferðir. Takk Stebbi
fyrir að gefa mér minningu um
ljúfan og einstakan tengdaföður.
Hvíl í friði.
Þinn Valsari,
Hákon.
Elsku afi, ég trúi því ekki að
þú sért farinn. Mikið var erfitt
að fá þessar fréttir. Ég bjóst alls
ekki við þessu og ég held ég tali
fyrir alla því þú varst svo ungur.
Við höfum verið mikið saman
síðan ég fæddist og alltaf verið
góðir vinir. Ég hef búið hjá ykk-
ur ömmu í rúm fjögur ár í heild-
ina. Rúmt ár þegar ég var sjö
ára og svo í þrjú ár frá sextán
ára aldri. Ég er rosalega þakklát
fyrir þennan tíma. Það var bæði
gott og notalegt að búa hjá ykk-
ur. Það sem þið dekruðuð við
mig er ótrúlegt. Þið stjönuðuð í
kringum mig og vilduð allt fyrir
mig gera. Þú varst alltaf til í að
hjálpa mér ef mig vantaði að-
stoð. Þú kenndir mér líka að
keyra og tókst mig í æfingaakst-
ur. Ég gleymi því ekki þegar þú
náðir að redda æfingaakstrinum
mínum sama dag og ég átti að
fara til Þýskalands, bara vegna
þess að ég var búin að nefna það
áður að það gæti verið skemmti-
legt að fá að keyra sjálf til
Keflavíkur. Þá sóttuð þið amma
mig í vinnuna og þú settir æf-
ingaakstursskiltið á og sagðir
mér að setjast undir stýri. Með-
an á öllu þessu dekri stóð varstu
alltaf hress, jákvæður, í góðu
skapi og alltaf jafn fyndinn og
skemmtilegur. Ég mun koma til
með að sakna þín mikið, afi
minn, en þú hefur það eflaust
gott núna hjá langafa og Nonna
frænda. Ég elska þig, afi. Hvíldu
í friði.
Þín
Fanney.
Elsku besti afi,
það eru nokkur orð sem ég vil
segja þér, hérna byrja þau: Ég
mun alltaf á hverjum degi hugsa
um þig og hugsa hvað þú hefur
verið hjálpsamur, og þú varst
mjög skemmtilegur. Þú hjálpað-
ir mjög mörgu fólki og ég mun
elska þig til æviloka. Skemmti-
legasti, fyndnasti, duglegasti og
flottasti afi í öllum heiminum.
Þín
Anna Elísabet
Hákonardóttir.
Valdi, þetta er Eyja, hann
Stebbi mágur dó í nótt. Svona
hljóðaði símtalið í morgunsárið
þriðjudaginn 21. maí, daginn eft-
ir hvítasunnu. Ég var að leggja
af stað til vinnu og bjóst við
ósköp venjulegum degi þennan
vormorgun. Allt var að lifna við
eftir veturinn, fuglasöngur og
gróandinn í algleymingi, já lífið
var á fullu, sumarið framundan
með allri sinni dýrð. Stebbi
hennar Svönu var dáinn. Tíminn
stóð kyrr, dagurinn breyttist og
varð að þessum degi sem maður
vill ekki upplifa. Sorgin og sökn-
uðurinn hellist yfir mann og
dregur úr manni lífsviljann.
Hugurinn fer á fullt og kallar
fram minningar um góðan dreng
og hlýja sál, sem vegna Svönu
systur kom inn í Kjóastaðafjöl-
skylduna sem fór ört stækkandi.
Stebbi varð einn af mörgum
tengdasonum mömmu og pabba,
og varð strax samþykktur sem
slíkur, enda kátur og hress í öll-
um boðum og veislum innan fjöl-
skyldunnar. Fyrir hans uppást-
ungu varð komið á hinum árlega
Kjóahittingi þar sem systkini,
makar og afkomendur hittast í
kringum 19. júní, giftingardag
mömmu og pabba. Upp úr því
fór Stebbi að skrásetja alla í fjöl-
skyldunni líkt og keisari nokkur
gerði fyrir margt löngu. Öll er
þessi skrá skýr og skipulega
uppsett eins og Stebba var von
og vísa og kemur öllum í góðar
þarfir, rétt eins og markaskrá
fjárbænda, enda eru afkomend-
ur hjónanna frá Kjóastöðum
orðnir vel á annað hundrað. Þótt
mörgum finnst það kannski
skrítið, þá var Stebbi töluvert
íþróttasinnaður og var dyggur
stuðningsmaður sinna manna, og
oft var karpað um frammistöðu
og ágæti liða og einstaklinga í
hinum og þessum liðum og/eða
greinum íþrótta, var Stebbi þá
rökfastur og trúr sinni sannfær-
ingu, en allt var þetta í góðu og
svo var hlegið og haft af öllu
gaman eftir á. Ein af íþróttum
Stebba var golf, sem hann
stundaði af kappi og fór víða í
sambandi við það. Því var það
ekkert skrítið að Stebbi kæmi á
púttkeppni á okkar árlega hitt-
ingi, þar sem hann sá um út-
færslu og dómgæslu að sinni
röggsemi og góðlátlegum at-
hugasemdum um spilamennsku
hinna reynsluminni. Hann veitti
svo verðlaun í öllum aldurshóp-
um, sannur höfðingi. Ein af mín-
um fyrstu hugsunum er ég frétti
um andlát Stebba var: hver sér
nú um púttkeppnina og hver sér
nú um skrána góðu? Já, maður
tekur fyrst eftir því hvað ein
manneskja er manni mikilvæg í
lífi manns, ef hún hverfur á
braut svo skjótt. Það má
kannski líkja lífi manns við bók,
svona lífsins bók, þar sem heill
kafli er rifinn í burtu er einhver
manni nákominn hverfur úr
henni svo skjótt, maður fer að
reyna að skrifa hann með minn-
ingum og hugsunum um það
hvernig lífið hefði orðið að
óbreyttu. Elsku Svana og fjöl-
skylda, stór kafli er horfinn úr
ykkar lífsins bók og erfitt verður
og sársaukafullt að rita hann, en
minningin um Stebba mun lifa
meðal okkar allra sem nutum
þess að þekkja hann og njóta
samvista við hann. Megi góður
Guð styrkja ykkur og styðja á
þessum sorgarstundum.
Fyrir hönd systkina og fjöl-
skyldna frá Kjóastöðum,
Þorvaldur Jónasson.
Þvílíkt áfall þegar hún Svana
hringdi og sagði mér að hann
Stefán frændi minn væri dáinn.
Ég ætlaði ekki að skilja þetta, 65
ára maðurinn. Þetta er svo
ósanngjarnt en það hefur víst
enginn lofað okkur sanngirni í
þessu lífi. Hann var einn af litlu
krökkunum í fjölskyldunni, þau
fæddust svo mörg árið 1947.
Hann var alltaf svo glaður
krakki og ótal berjaferðir fórum
við og aðrar ferðir með foreldr-
um okkar og eina eftirminnilega
ferð með afa Jóni Bergsveins-
syni austur á Skeiðarársanda til
að líta eftir skipbrotsmannaskýl-
unum þar austurfrá.
Jólamessur sótti hann ásamt
ömmu okkar og söng með alla
sálmana svo yndislega ramm-
falskt. Á unga aldri fór hann að
leika fótbolta með Val og mikill
Valsari var hann alla tíð. Stefán
var mikill félagsmaður enda í
mörgum félögum. Svo kom ham-
ingjan inn í lífið hans þar sem
hún Svana er og dæturnar,
María og Elísabet og seinna öll
barnabörnin. Rafvirkjanámið og
vinnan í Straumsvík, þar sem
hann var í forsvari fyrir vinnu-
félagana sem trúnaðarmaður.
Seinna kom svo ábyrgðarstaðan
hjá fræðsluskrifstofu Rafiðnað-
arsambandsins ásamt öðrum
trúnaðarstörfum sem aðrir
kunna betri skil á en ég. Ferða-
lögin sem þessu fylgdu, til ná-
grannalandanna þar sem hann
eignaðist góða félaga. Nú var
komið að meiri frítíma og þá
ætlaði hann að bæta golfinu við.
Gleðin og spaugsemin fylgdi
honum alla ævi; alltaf sá hann
spaugilegu hliðina á hlutunum.
Þegar hann fór að fitna vegna
veikindanna hafði ég eitthvað
orð á því og ekki stóð á svarinu:
„Svo hún Svana mín hafi meira
að elska.“ Oft hittumst við í
Kringlunni þar sem hann beið
eftir Svönu og oft líka móður
sinni meðan þær voru að versla
og „hélt hirð“ eins og ég var vön
að stríða honum með því hann
þekkti svo ótal marga sem
stoppuðu og spjölluðu. Frænd-
rækinn var hann og hafði góða
tölu á flestöllum í fjölskyldunni
og ekki síður í tengdafjölskyld-
unni. Öll sjáum við eftir góðum
dreng sem við eigum eftir að
muna um ókomna tíð. Mestur er
þó missirinn hjá Svönu og dætr-
unum og þeirra fjölskyldum og
mikill er missir móður hans sem
nú er búin að missa eiginmann-
inn og báða syni sína. Guð gefi
þeim styrk í sorg þeirra. Ég og
börnin mín vottum þeim innilega
samúð.
Guðrún Valdemarsdóttir.
Mig setti hljóðan er mér bár-
ust fréttir um lát vinar míns og
fyrrum samstarfsmanns, Stefáns
Ó. Guðmundssonar. Stefán hóf
störf hjá ISAL strax í upphafi
reksturs fyrirtækisins 1969 og
hafði starfsmannanúmerið 1
enda kynnti hann sig ávallt sem
starfsmann númer eitt. Stefán
lærði rafvirkjun hjá ISAL og
starfaði til september 2000 er
hann var kallaður til starfa fyrir
RSÍ til að hafa umsjón með fag-
fræðslu og sveinsprófum í sam-
starfi við atvinnurekendur í raf-
iðnaði og enn og aftur réttur
maður á réttum stað. Stefán lét
sig réttindamál og kjaramál
stéttar sinnar miklu varða, hann
var kosinn trúnaðarmaður raf-
virkja 1991 og þar hófst náið
samstarf okkar og í kjaravið-
ræðum þar sem þurfti að leggja
fram útreikninga og mat á gögn-
um, og fengum við gögn sem
voru merkt hagdeild VSÍ eða
ASÍ og þá var okkur ljóst að
fyrr væri ekki tekið mark á okk-
ur en okkar gögn væru merkt
sem gögn frá hagdeild trúnaðar-
ráðs og þar var Stefán fremstur.
Stefán var mjög vinsæll
starfsmaður og einstaklega
skemmtilegur og það var engin
lognmolla í kringum hann og þar
fór saman glaðværð og ekki síð-
ur mikil fagmennska. Stefán
stóð fyrir miklu félagsstarfi og
má þar nefna, pílukast, golf,
einnig stóð hann fyrir tippi á Ís-
landsmótinu í fótbolta, „Spá-
menn Íslands“, og síðan var
haldin í lok tímabils uppskeruhá-
tíð og sá hann um það í mörg ár
eftir að hann hætti hjá ISAL.
Stefán hélt góðum tengslum við
félaga sína hjá ISAL eftir að
hann hætti.
Ég minnist Stefáns sem góðs
og trausts félaga sem gott var
að eiga að, manns sem þótti
vænt um félaga sína sem hann
vann svo vel fyrir. Ég veit að
það var fjölskylda hans sem var
honum kærust af öllu og það
kom svo oft fram í spjalli hvað
hann var stoltur af sínu fólki og
talaði um það af svo mikilli hlýju
og væntumþykju.
Ég þakka Stefáni Ó. Guð-
mundssyni fyrir samfylgdina,
samvinnuna og vináttuna og
sendi Svanhvíti eiginkonu hans
og fjölskyldu mínar og trúnaðar-
ráðs innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Gylfi Ingvarsson
aðaltrúnaðarmaður.
Stefán Ó.
Guðmundsson
Fleiri minningargreinar
um Stefán Ó. Guðmunds-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför okkar
ástkæra
JÓNS ÞÓRS TRAUSTASONAR.
Díana S. Sveinbjörnsdóttir,
Linda Björk Jónsdóttir,
Aron Örn Jónsson, Sólveig Eva Pétursdóttir,
Egill Þór Jónsson,
Ellen Katrín Kristinsdóttir,
Þórunn Jónsdóttir, Steinn Þór Karlsson,
Sigurbjörg Jóna, Ágúst Friðgeirsson,
Pétur Kristinn,
Elín Valdís, Rögnvaldur Guðmundsson,
Gróa Guðbjörg, Óttar Már Ellingsen,
Steinþór Darri, Ingibjörg Halldórsdóttir.