Morgunblaðið - 31.05.2013, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 31.05.2013, Qupperneq 35
sníðingum, sótti námskeið í leik- myndagerð og starfaði við hirð Karls Gústafs Svíakonungs á ár- unum 1979 til 1984, sem vakti mikla lukku. „Barnabarnið mitt var að metast við annan strák, hvort pabbi hins átti svo flottan bíl eða hvað, þá sagði dóttursonur minn; en ég á ömmu sem vinnur í konungshöll!“ segir Björg. Í konungshöllinni sá hún um viðhald á veggteppum, gardínum og húsgögnum, saumaði utan um vöggur kóngabarnanna, og var send á námskeið í Vatíkaninu. Árið 1984 fluttist Björg til New York, þar sem hún starfaði sem búningahönnuður hjá Ivan Brooks, sem sá meðal annars um leikbúninga fyrir Broadway. Eftir tvö ár þar flutti hún aftur heim til Íslands, þar sem við tóku ýmis verslunarstörf og námskeiðahald. Hún lagði áfram stund á mynd- listina, opnaði glerlistarvinnustofu á Laugaveginum og hefur verið með myndlistarsýningar víða. Fjölskylda Björg giftist tvisvar. Fyrri mað- ur hennar var Jóhann Einarsson, f. 15.9. 1927 , d. 15.5. 1992, blikk- smíðameistari. Seinni maður henn- ar var Vilhjálmur Helgi Jónasson frá Norðfirði, f. 13.4. 1938, d. 12.8. 2008, skrifstofumaður. Börn Bjargar og Jóhanns eru: Helga Sigríður, f. 4.3. 1946, hár- greiðslumeistari og læknaritari, gift Guðjóni Helgasyni. Guðfinna, f. 18.10. 1948, hárgreiðslumeistari, gift Henk Hoogland. Jóhanna, f. 6.11. 1950, kennari, gift Ingmar Furuvik. Einar Ingvar, f. 23.9. 1955, blikksmiður, giftur Nang Jó- hannsson. Ísak, f. 29.10. 1958, fasteignasali, giftur Ingu Sig- urjónsdóttur. Barnabörn Bjargar eru fjórtán talsins en átjánda langömmubarn- ið er væntanlegt. Systkini Bjargar: Arnfríður, f. 8.7. 1930, d. 21.5. 2003, hár- greiðslumeistari. Sigrún, f. 3.10. 1932, d. 6.6. 1978, húsmóðir og rit- ari. Helga Valgerður, f. 13.8. 1934, bókasafnsvörður. Runólfur Helgi, f. 18.1. 1937, rafvirki. Foreldrar Bjargar: Helga Sig- ríður Runólfsdóttir, f. 13.8. 1904, d. 29.7. 1938, húsfreyja og Ísak Kjartan Vilhjálmsson, f. 14.11.1894, d. 26.10. 1954, verk- stjóri og bóndi. Stjúpa Jóhanna Björnsdóttir, f. 28.11. 1906, d. 7.8. 1981. Börn Bjargar á góðri stund Frá vinstri: Guðfinna, Einar Ingvar, Helga Sig- ríður, Ísak Vilhjálmur og Jóhanna Jóhannsbörn. Úr frændgarði Bjargar Ísaksdóttur Björg Ísaksdóttir Ísak Ingimundarson landpóstur Margrét Þorvarðardóttir Björg Ísaksdóttir húsfreyja í Knobsborg Vilhjálmur Guðmundsson sjómaður Guðmundur Guðmundsson bóndi í Traðarholti í Stokkseyrarhreppi Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Traðarholti Finnbogi Árnason frá Galtalæk Helga Jónsdóttir húsfreyja á Eystri-Geldingalæk Arnfríður Finnbogadóttir hannyrðakona og húsfreyja Runólfur Pétursson lögregluþjónn Helga Sigríður Runólfsdóttir húsfreyja að Bjargi á Seltjarnarnesi Sigríður Jónsdóttir húsfreyja á Smiðjuhóli Pétur Þórðarson bóndi á Smiðjuhóli á Mýrum Ísak Kjartan Vilhjálmsson verkstjóri og bóndi Jóhanna Björnsdóttir húsfreyja ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013 Jón M. Guðjónsson, prófastur,fæddist á Efri-Brunnastöðumá Vatnsleysuströnd hinn 31.5. 1905. Foreldrar hans voru Guðjón Pétursson, útvegsbóndi, og kona hans Margrét Jónsdóttir, ljósmóðir. Eiginkona Jóns var Lilja Pálsdóttir og áttu þau ellefu börn en elsta barnið misstu þau nýfætt. Séra Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1929 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1933. Hann þjónaði sem að- stoðarprestur á Akranesi í eitt ár ár- ið 1933 áður en hann hlaut veitingu fyrir Holtsprestakalli undir Eyja- fjöllum árið 1934. Þar þjónaði hann í tólf ár áður en hann var kosinn sókn- arprestur á Akranesi árið 1946. Þar þjónaði hann Garðaprestakalli uns hann lét af störfum fyrir aldurssakir árið 1974. Jón var einnig stunda- kennari við Gagnfræðaskólann á Akranesi frá 1946, prófdómari við Barnaskólann á Akranesi á árunum 1946-1974 og við Gagnfræðaskólann frá 1950-1975. Eftir það var hann skipaður trúnaðarmaður við próf, síðast við Fjölbrautaskólann á Akra- nesi. Hann var formaður fræðslu- ráðs Akraness frá 1949. Jón kynntist sjómennsku og kjör- um sjómanna strax í bernsku og bar hann velferð og hag sjómanna mjög fyrir brjósti alla ævi. Hug sinn til sjómanna sýndi hann með því að beita sér fyrir stofnun fjölmargra slysavarnadeilda vítt og breitt um landið. Öll þjónustuár sín á Akranesi starfaði séra Jón í Hallgrímsdeild Prestafélags Íslands. Hann var rit- ari deildarinnar í tíu ár og varð síðar heiðursfélagi deildarinnar. Vegna mikilla listrænna hæfileika og brennandi áhuga á þjóðlegri menningu og menningararfi vann séra Jón að því um langt skeið að koma upp einu merkasta og smekk- legasta byggðasafni hér á landi, byggðasafninu í Görðum á Akranesi. Þann 31. maí árið 2005, til að marka hundrað ára afmælisdag Jóns, var afhjúpaður minnisvarði um Jón við gamla húsið í Görðum. Jón lést 18.2. 1994. bmo@mbl.is Merkir Íslendingar Jón M. Guðjónsson 90 ára Olena Magnúsdóttir 85 ára Aðalsteinn Þórólfsson Brynhildur Sæmundsdóttir Fjóla Magnúsdóttir Oddný Þorsteinsdóttir Sveinn Sigurðsson Þórunn Kristjánsdóttir 80 ára Kristján Guðmundsson Unnur Ásmundsdóttir Þórhildur Bjarnadóttir 75 ára Oddur Ragnarsson 70 ára Halla L. Loftsdóttir Helga Skúladóttir Kristján Magnússon 60 ára Ásdís Þorsteinsdóttir Brynja Sigurðardóttir Dóra Axelsdóttir Eggert Kristinsson Geir Þórðarson Guðbjörg Sigmundsdóttir Guðný Jóna Gunnarsdóttir Guðrún Guðnadóttir Ingi Hans Sigurðsson Jóhanna Sigmundsdóttir Marie Muller Pétur Jónsson Sigrún Harðardóttir Þorsteinn Guðmundsson Þórey Jóhanna Pétursdóttir Þór Kristjánsson 50 ára Aldís Stefánsdóttir Anna Sif Zoëga Axel Rúnar Guðmundsson Björg Baldursdóttir Bylgja Sjöfn Ríkarðsdóttir Fjóla Breiðfjörð Ægisdóttir Freyr Hreiðarsson Hafdís Reynisdóttir Jón Stefán Þórðarson María Anna Garðarsdóttir Pétur Kolbeinsson Sigríður Magnúsdóttir Stefán S. Kristófersson Þórður Þorsteinsson 40 ára Agnes Sif Andrésdóttir Ásta Birna Jónsdóttir Björn Óskar Einarsson Gissur Örn Gunnarsson Hafþór Helgason Ingunn Þóra Hallsdóttir Jóhanna Óskarsdóttir Mariusz P. Swierczewski Milagros Valencia Palmero Natalía Blómey Valdimars- dóttir Ragnar Svanur Þórðarson Sigríður Helga Sigurð- ardóttir Tómas Pálmi Pétursson Veigar Freyr Jökulsson Vigdís Hrönn Viggósdóttir 30 ára Andrea K. Gunnarsdóttir Birkir Freyr Hrafnsson Elísabet Ýr Kristjánsdóttir Eva Björk Sigurðardóttir Guðrún H. Sigurðardóttir Heiðar Kristján Grétarsson Hermann Albertsson Jón Ómar Jóhannesson Jón Valberg Sigurjónsson Katarzyna H. Szczepanska Pálína G. Sigurðardóttir Reynir Hólm Gunnarsson Richard Wendel Sumarliði G. Halldórsson Vala Ösp Bryndísardóttir Þóra Ólafsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Jón ólst upp í Grafarvogi og starfar hjá Umslagi ehf. Maki: Klara Stein- arsdóttir, f. 1986, starfs- maður Landsbankans. Dóttir: Ragnhildur Eik, f. 2010. Foreldrar: Jóhannes Bárðarson, f. 1952, starfs- maður Reiknistofu bank- anna, og Agnethe J. Að- alsteinsdóttir, starfs- maður Reiknistofu bankanna. Jón Ómar Jóhannesson 30 ára Þóra ólst upp í Hafnarfirði en býr nú í Hveragerði þar sem hún starfar hjá Kjörís. Sonur: Anton Óli Hart- mannsson, f. 2000 Foreldrar: Ólafur Þór Ólafsson, f. 1957, fisk- verkandi og Hjördís Jóns- dóttir, f. 1960, kennari. Þóra Ólafsdóttir 30 ára Reynir ólst upp í Kópavogi en er nú búsett- ur í Reykjavík. Hann stundar meistaranám á sálfræðilínu með áherslu á áhættuhegðun ung- linga. Maki: Elín Adda Stein- arsdóttir, f. 1987, véla- verkfræðingur. Foreldrar: Gunnar Hólm Hjálmarsson, f. 1950, vél- iðnfræðingur og Sigrún Ásgeirsdóttir, f. 1951, leik- skólakennari. Reynir Hólm Gunnarsson CRÉPES Lífið er eins og pönnukaka. Hver og einn hefur sína uppskrift að lífsfyllingu en hið æðsta stig tilverunnar köllum við crépes. Fæst á Ártúnshöfða og Hringbraut.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.