Morgunblaðið - 31.05.2013, Síða 38

Morgunblaðið - 31.05.2013, Síða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013 Vörumerki Stellingin sem And- erson er þekktur fyrir, flautuleikur á öðrum fæti, eða „á einari“, eins og börnin myndu orða það. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Jethro Tull var stofnuð í Luton á Englandi árið 1968 og er enn að þó liðsskipan hafi breyst heil- mikið í gegnum árin. Forsprakki sveitarinnar, Ian Anderson, er eini upphaflegi meðlimur Jethro Tull og sannkallaður Íslandsvinur, hefur komið margoft hingað til lands og þá bæði til tónleika- halds og til að njóta lífsins í faðmi fölskyldunnar. Jethro Tull heldur „best of“ tónleika á þremur stöðum hér á landi í byrjun júní: í Hofi á Ak- ureyri 7. júní, í Höllinni í Vest- mannaeyjum 8. júní og í Eldborg í Hörpu 9. júní. Valið ekki erfitt Jethro Tull er oftast flokkuð með sk. prog- grokksveitum Breta, þó svo Anderson hafi aldrei lit- ið á sig sem rokktónlist- armann. Enda rokk fullmikil einföldun á töfrandi og fjöl- breyttum tónheimi Tull þar sem finna má tilraunakennt blúsrokk, klassík, þjóðlagatónlist og djass en vissulega líka kraftmikið rokk. Jethro Tull hefur sent frá sér yfir 20 breiðskífur og því hljóta aðdáendur að spyrja sig hvernig sé hægt að velja „bestu lögin“ úr ríkulegu laga- safni hljómsveitarinnar. Það hlýtur að vera erfitt val, eða hvað, Ian Anderson? „Ja, í rauninni ekki. Við gætum báðir talið upp lögin sem Rolling Stones leika á sumartónleikum í Hyde Park, með um 90% ná- kvæmni,“ svarar Anderson. „Í fyrsta lagi þá reyni ég að velja, upp að vissu marki, lög frá ólíkum tímabilum. Ég spila yfirleitt tónlist frá fyrstu árum Jethro Tull, ég leik lag af fyrstu plöt- unni okkar þegar við vorum bara blús- hljómsveit en ólíkt flestum blússveitum þess tíma reynd- um við að leika frumsamda tón- list. Ég samdi lög fyrir fyrstu plöt- una sem voru í blússtíl, eitt þeirra verður á lagalistanum og við spilum lög frá 1968, ’69, ’70, ’71, ’72, lög af Aqualung og Songs from the Wood frá ’76, Too Old to Rock ’n’ Roll og svo hendi ég inn nokkrum nýrri lögum,“ segir Anderson og líkir lagavalinu við þá aðferð að skrifa niður nöfn 40 þekktustu eða vinsælustu laga Tull á bréfmiða, henda þeim upp í loftið og tína svo 20 miða upp af gólfinu. Þreyttur á útvarpslögum -Eru einhver lög með Jethro Tull sem þú ert orðinn leiður á að flytja? „Já. Þau eru mörg og ég hef í raun aldrei leikið þau á tónleikum. Ég er orðinn leiður á þeim af því mér leið- ist að hlusta á þau, býst ég við. Nokkur laganna minna voru samin með útvarpsflutning í huga, útvarps- lög. Lagið „Teacher“, svo dæmi sé tekið, hef ég eiginlega aldrei leikið og „Bungle in the Jungle“. Þetta voru mjög vinsæl lög í bandarísku útvarpi en mig langaði aldrei að spila þau. Þegar ég heyrði þau leikin hvað eftir annað í útvarpi fór ég eiginlega hjá mér. Ég er meira fyrir að leika efni af plötum. Líkt og Led Zeppelin vorum við þekktir fyrir að gera plöt- ur sem höfðu að geyma mörg lög sem fengu dálitla spilun í útvarpi en þau sem fengu mesta útvarpsspilun voru ekki gefin út í smáskífuformi. Það voru bara lög sem fólk kunni að meta, lög eins og „Aqualung“ og „Locomotive Breath“ í Evrópu,“ segir Anderson. -Munuð þið leika einhver lög sem þér finnst þið hafa vanrækt? „Við leikum lög sem við höfum vanrækt, t.d. „Hunting Girl“ af Songs from the Wood, það er á lagalistanum að þessu sinni. Tvö eða þrjú laganna höfum við van- rækt í þeim skilningi að þau hafa ekki verið vanalega á lagalistum. Ég hef rætt þetta við strákana í hljómsveitinni, hvaða lög við eigum að spila og eitt af því sem við höfum áttað okkur á í „best of“ tónleika- ferðinni er að við þurfum ekki að spila sömu lögin hvert kvöld. Það sem ég spila eitt kvöld þarf ekki að vera það sama og ég spila næsta kvöld.“ Guðum líkur á einum fæti  Jethro Tull heldur „best of“ tónleika í Hofi, Höllinni og Eldborg  Lög sem spanna 45 ára sögu  Egill Ólafsson kemur fram með hljómsveitinni og flyt- ur m.a. með henni „Brúðkaupsvísur“ Þursaflokksins Íslandsvinur Ian Anderson er afar hrifinn af Íslandi og reynir að koma hingað eins oft og hann getur. Hann hef- ur haldið fjölda tónleika hér á landi og þá m.a. með hljómsveit sinni Jethro Tull. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Norðrið í norðrinu nefnist sýning sem opnuð verður í Byggðasafninu Hvoli á Dalvík sunnudaginn 2. júní kl. 14.00, en þar er bærinn Ittoqqorto- ormiit eða Scoresbysund á austur- strönd Grænlands í forgrunni. Um er að ræða farandsýningu sem fer frá Dalvík til Danmerkur í mars á næsta ári þar sem hún verður sett upp í ný- byggðu Norður-Atlantshafshúsi í Óð- insvéum, en þaðan fer hún nokkrum mánuðum síðar til Grænlands þar sem hún verður fyrst sýnd í Ittoq- qortoormiit og síðan í Tassilaq. „Fyrir um fimm árum voru Byggðasafninu Hvoli boðnir all- margir munir frá þessu svæði. Þar sem safnið tók á þessum tíma aðeins við munum úr byggðarlaginu kallaði það á breytta söfnunarstefnu safns- ins til að geta þegið þessa muni og það varð úr að ég ákvað eftir nokkra umhugsun að Byggðasafnið tæki framvegis við munum frá vinabæjum Dalvíkur,“ segir Íris Ólöf Sigurjóns- dóttir, sýningarstjóri og for- stöðumaður Byggðasafnsins Hvols á Dalvík, um tildrög sýningarinnar Norðrið í norðrinu. „Þegar farið var að skrá gripina og kynnast sögu þeirra betur þá fannst mér saga Ittoqqortoormiit svo spenn- andi að ég ákvað að búa til sýningu þar sem hægt væri að miðla þekking- unni áfram og fræða almenning um þennan merka vinabæ Dalvíkur,“ segir Íris Ólöf og tekur fram að hún hafi strax ákveðið að einblína á menn- ingu austurgrænlenskra kvenna og barna í veiðimannasamfélaginu á Grænlandi. Bjóða upp á námskeið í perlusaumi „Þetta er myndræn og symbólísk sýning sem er þrískipt. Í fyrsta hluta er fjallað um hvaðan íbúar Ittoq- qortoormiit komu, hvernig lífi fólkið lifði og hvernig lífsstíllinn er í dag,“ segir Íris Ólöf og rifjar upp að bær- inn hafi verið myndaður úr um 70 veiðimannafjölskyldum sem árið 1925 voru fluttar af dönskum yf- irvöldum um 900 km leið norðaustur eftir Grænlandsströndinni í leit að betri veiðilendum. Að sögn Írisar Ólafar búa í dag um 500 manns í bæn- um Ittoqqortoormiit og er helmingur bæjarbúa börn að aldri. „Í öðrum hlutanum er sjónum beint að sögu kvenna í bænum. Fjallað um störf þeirra í veiðimannasamfélaginu og hvernig þessi störf hafa breyst í ár- anna rás. Í veiðimannasamfélaginu er það konan sem verkar selinn, saumar úr skinninu og skreytir og því mátti ljóst vera að veiðimaður gat ekki komið veiði sinni í verð nema hann ætti hand- lagna konu sem gat skapað verðmæti úr veiðifanginu,“ segir Íris Ólöf og bendir á að vegna breyttra lifn- aðarhátta sé hætta á því að hand- „Myndræn og symbólísk sýning“  Störf kvenna og leikir barna í grænlenska veiðimannasamfélaginu eru í forgrunni á Norðrinu í norðri á Byggðasafninu Hvoli  Ljósmyndir hollenska ljósmynd- arans Ko de Korte ramma inn far- andsýninguna sem fer frá Íslandi til Danmerkur og Grænlands Ljósmynd/Völundur Jónsson Stemning Þrjú koffort rúma hvert um sig eitt þriggja þema sýningarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.