Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013 Ó hætt er að segja að ólgan sé mikil inn- an Samfylkingar- innar eftir mesta fylgistap Íslands- sögunnar í nýafstöðnum kosn- ingum, en flokkurinn tapaði tæp- lega 17 prósentustigum frá kosningunum 2009. Fylgið hrapaði úr 29,8% í 12,9% á landsvísu. Það má heyra á þingmönnum flokksins að þeir hafi ekki búist við þessari útkomu, þó að skoðana- kannanir hafi gefið vísbendingar í þá átt, eða að minnsta kosti ekki trúað því að þetta yrði niðurstaðan. Og hljóðið er þungt í þeim þing- mönnum sem náðu kjöri, en þeir tala varlega og enginn vill tjá sig ít- arlega um úrslitin þegar eftir því er leitað. „Mitt mat á því er að Samfylk- ingin koltapaði og ég hef svo sem ekkert annað um það að segja að sinni,“ segir Valgerður Bjarnadótt- ir. Helgi Hjörvar segir enga um- ræðu farna af stað, innanhússátök eða deilur í þingflokknum. „Það bíður þess að myndin skýrist – þeg- ar menn vita hvert förinni er heit- ið.“ „Við töpuðum kosningunum – það er ljóst,“ segir Oddný Harð- ardóttir. „Við þurfum að fara yfir okkar stöðu í rólegheitum. Ég held við eigum ekki að gera það í fjöl- miðlum fyrst um sinn. Við þurfum að setjast yfir þetta og athuga hvað við getum lært af þessari stöðu.“ Kosningabaráttan? Þingmenn sem féllu út af þingi í kosningunum hafa hinsvegar ekki legið á skoðunum sínum. Ólína Þor- varðardóttir steig fram strax dag- inn eftir með grein undir yfirskrift- inni „Sundrað sverð og syndagjöld“. Þar segir hún nýja forystu engri fótfestu hafa náð á þeim fáu vikum sem liðu frá kjöri hennar fram að kosningum. Formaðurinn Árni Páll Árnason hafi tekið þá ákvörðun „að skilja sig frá verkum ríkisstjórn- arinnar í von um að fá á sig betri ásýnd“. Um leið hafi forystan yfir- gefið þrjú helstu stefnumál kjör- tímabilsins, stjórnarskrármálið, fiskveiðistjórnunarmálið og ESB- umræðurnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir steig fram í kjölfarið, gagnrýndi Ólínu fyrir „vanhugsuð skrif“ og bætti við: „Held að það liggi í augum uppi að það þarf annað og meira en mis- tök í aðdraganda kosninga til að flokkur tapi 17% fylgi.“ Annar fyrrverandi þingmaður, Guðrún Ögmundsdóttir, tók undir það: „Sammála þér mín kæra, anda inn og anda út, nú á enginn að flýta sér en hinsvegar þarf að fara í saumana á þessu rólega og yfirveg- að, hreinskilið og með festu.“ Verk ríkisstjórnarinnar Mörður Árnason datt líka út af þingi og hefur ekki legið á gagnrýni sinni. Hann telur að þrátt fyrir allt kannist stór hluti landsmanna „við margvísleg afrek ríkisstjórnarinnar og kunni að meta þau“. Sá strengur hafi ómað frá rósafundi vinkvenna- hópsins við Stjórnarráðið og síðustu dagana fyrir kosningar hafi honum fundist landið vera að rísa. Sú tilfinning raungerðist hins- vegar ekki á kosninganótt. Og spurning er hvort nokkurn tíma hafi verið innistæða fyrir henni. Í tveim könnunum Félagsvísinda- stofnunar í apríl voru þeir sem ætl- uðu að skipta um flokk spurðir um ástæður flokkaskiptanna. Fram kom í máli Ólafs Þ. Harðarsonar, prófessors í stjórnmálafræði, að 50- 60% kjósenda Samfylkingar og Vinstri grænna frá 2009 hafi sagt: „Þau stóðu sig ekki nógu vel.“ Um 20% leist betur á annan flokk en einungis 6% nefndu óánægju með forystu. „Já, auðvitað breytti Icesave- dómurinn miklu,“ skrifar Mörður og hann tekur undir orð Árna Páls Árnasonar um að ein hugmynd um eina útfærslu á einu máli hafi yfir- gnæft kosningabaráttuna. En hann gagnrýnir að ekki hafi verið lagðar fram „sértækar tillögur um skulda- málin (svipað og Össur [Skarphéð- insson] var að móta síðustu vik- urnar)“. Nærtækt er að spyrja á móti af hverju slíkar tillögur hafi ekki verið lagðar fram fyrr á kjörtímabilinu. Hvort trúverðugt geti talist að stíga fram með skjaldborgina marg- umtöluðu korteri fyrir kosningar? Landsfundurinn Mörður Árnason talar um að lands- fundurinn í febrúar hafi verið „feikivel heppnaður og sýndi bar- áttuglaðan flokk í fínu formi. Eitt- hvað mikið gerðist síðustu þrjá mánuðina. Eða gerðist ekki.“ Aðrir benda á að það sé ofmat á stöðu Samfylkingarinnar á þeim tíma. Svanfríður Jónasdóttir, bæj- arstjóri í Dalvíkurbyggð og fyrrver- andi þingmaður, skrifar á fésbók: „Þegar Samfylkingarfólk mætti til landsfundar í byrjun febrúar sl. voru birtar tvær skoðanakannanir; önnur með 15% og hin með 12% fylgi. Þá var Icesave-dómurinn far- inn að grafa undan trúverðugleika flokksins, sem og VG og Sjálfstæð- isflokks.“ Mörður dregur fram samanburð við VG „sem tókst í lokin að forðast algert afhroð með áherslu á grunn- gildi sín, á árangur ríkisstjórnar- innar, og á leiðtoga sinn sem fremstan meðal jafningja í tals- verðum hópi álitlegra frambjóð- enda“. Ef horft er til VG er samanburð- urinn vissulega óhagstæður fyrir Samfylkinguna, enda stýrðu báðir flokkar þjóðarskútunni og færa má rök fyrir að VG hafi unnið varnar- sigur. En Björt framtíð reyndist þó öflugri en klofningsframboðin úr VG, Regnboginn og Alþýðufylk- ingin, sem náðu ekki inn manni. Björt framtíð náði einna bestu kosningu nýs framboðs utan fjór- flokksins í sögunni og uppskar 8,4% fylgi. Þar eru þingmenn í forsvari sem eiga rætur í Samfylkingunni og Besta flokknum. Um það leyti sem Árni Páll tók við var Björt framtíð með 19% fylgi í skoðanakönnun Capacent Gallup. Í fyrrgreindum könnunum Félags- vísindastofnunar kom fram að um helmingur fylgis Bjartrar framtíðar kemur frá Samfylkingu. Ekki forsætisráðherra Það kemur fram hjá Merði að eftir landsfund „virtust hollvinir Árna Páls vera að bíða eftir að hann yrði forsætisráðherra – sem aldrei stóð til af því slík skipti voru ekki á valdi Samfylkingarinnar“. Þar vísar hann til þess að við stjórnar- myndun hafi VG gengið út frá að Jóhanna Sigurðardóttir yrði for- sætisráðherra. Í samtali við áhrifamann innan Samfylkingarinnar kemur fram að forsætisráðuneytið hafi „ekki verið bundið við flokkinn heldur ein- staklinginn“. Viðkomandi bætir við: „Jóhanna gat ekki vikið og hafði auðvitað engan áhuga á því. Ætlaði sér aldrei að gera það.“ Spyrja má hvort það sé trúverð- ugt að Vinstri grænir hefðu slitið stjórnarsamstarfinu á síðustu metr- unum til þess að koma í veg fyrir að Árni Páll yrði forsætisráðherra. Var eðlilegt að VG réði ferðinni í innanflokksmálum Samfylkingar? En ef til vill var þetta þegar um seinan. Andrés Jónsson rifjar upp á fésbók að hann hafi verið í hópi níu- menninga sem lögðu fram tillögu á flokksstjórnarfundi Samfylkingar- innar í janúar 2012 um að hafinn yrði undirbúningur að landsfundi strax um vorið til þess að endur- nýja forystu flokksins og leggja grunn að stefnumálum fyrir kosn- ingarnar. Þá hélt Jóhanna Sigurðardóttir ræðu og sagði að næstu tólf mánuði myndi ráðast hvort stjórnarflokk- arnir gætu staðið við „stóru orðin“ um breytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu og nýskipan auð- lindamála og hvort tækist að ljúka samningum við ESB. Engu væri að kvíða fyrir kosningar ef tækist að ljúka ætlunarverkunum, en af þeim sem hún taldi upp gekk einungis rammaáætlunin eftir. Um það eru flestir sammála í þingflokknum að útilokað var að ná þeim málum í gegn eftir að Árni Páll tók við, þó ekki væri nema vegna þess að vinstri stjórnin var þá komin í minnihluta. En var brugðist of seint við? Margrét S. Björnsdóttir, formað- ur framkvæmdastjórnar Samfylk- ingarinnar, tekur til varna fyrir for- mann flokksins er hún skrifar um langvarandi vanda: „Framkvæmda- stjórnin hefði þurft að bregðast við viðvörunum í sveitarstjórnarkosn- ingum og skoðanakönnunum, sem sýndu stöðugt minnkandi fylgi. Það gerðum við ekki. Nú er tækifæri til að læra af því…“ Of mikið til vinstri? Í tillögu níumenninganna á fyrr- greindum fundi sagði: „Við höfum áhyggjur af því að lykiláherslur Samfylkingarinnar um efnahags- legan stöðugleika og uppbyggingu í atvinnumálum séu í uppnámi.“ Þar var sleginn kunnuglegur tónn um að flokkurinn hefði færst of langt til vinstri. Á það er bent að Jóhanna hafi verið sótt yst á vinstri vænginn og samstarfið við Vinstri græna hafi tjóðrað flokkinn þar. Ljóst er að Árni Páll vill færa flokkinn lengra til hægra, en hann sagði í viðtali eftir kosningarnar: „Fylgisaukningin er greinilega á miðjunni.“ Og bætti við að sam- starfsflokkurinn hefði talað „með kratískari blæ“ en áður. Það lá fyr- ir er hann var kjörinn formaður að hann legði meiri áherslu á atvinnu- lífið og það fékk góðar undirtektir í póstkosningu meðal almennra fé- lagsmanna Samfylkingar, en meiri- hluti þingflokksins virðist ekki endilega á sama máli. Ef til vill hittir Kolbrún Berg- þórsdóttir naglann á höfuðið er hún skrifar í pistli: „Hvað eftir annað hefur verið bent á að Samfylkingin hafi færst of langt til vinstri. Ýmsir þingmenn flokksins hafa mótmælt þessu harðlega af því yfirlæti sem hefur um of einkennt málflutning Samfylkingarinnar. Þessir þing- menn heyra ekki annað en það sem þeir vilja heyra. Sannast nú að dramb er falli næst og fall Samfylk- ingarinnar hefur verið svo mikið að jafnvel yfirveguðustu menn hafa líkt því við hamfarir.“ Árni Páll afhendir Jóhönnu rósir fyrir utan stjórnarráðið í lok stjórnmálaferils hennar. Morgunblaðið/Golli Sundruð Samfylking? * „Jæja, þetta var nú ljóti skellurinn! En stundum er betra að tapa hressilega, þá er ekkertannað í boði en að fara í stóru vorhreingerninguna og byggja upp frá grunni. Ég vil þósegja að ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í að reisa þjóðfélagið við eftir hrunið mikla. Við gleymdum bara að segja frá því! ...“ Skúli Helgason á fésbók daginn eftir kosningar. Þjóðmál PÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is Hvernig sem á það er litið er ljóst að Árni Páll hefur verk að vinna. Þó að úrslitin hafi verið áfall eru flestir á því að hann fái tækifæri til að stokka spilin. Þó að Mörður sé gagnrýninn kallar hann ekki eftir for- mannsskiptum. „Ósigur Samfylkingarinnar er ekki Árna Páli Árnasyni einum að kenna – frekar en Jóhönnu Sigurðardóttur – eða til dæmis mér. Árni Páll er hæfileikamaður og gerði margt vel.“ Dofri Hermannsson borgarfulltrúi vill samtal við flokksmenn, gera þurfi upp hvað fór úrskeiðis og skrifar: „Í byrjun næsta árs tel ég að Samfylkingin ætti að halda formannskosningu þar sem umboð núver- andi forystu verður endurnýjað eða ný forysta valin.“ Og í bréfi til flokksmanna í gær kallaði Árni Páll eftir skoðunum þeirra á fylgistapinu. Hann spyr hvort þörf sé á að breyta stefnu- áherslum í einstökum málum, hvort þörf sé nýrra vinnubragða og hvernig Samfylkingin geti aftur orðið stór og samhentur flokkur. UMBOÐ FORYSTUNNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.