Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 57
5.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Í Sækið ljósuna lýsir Jennifer Worth reynslu sinni af ljós- móðurstörfum í fátækra- hverfum Lundúnaborgar á sjötta áratug síðustu aldar. Í bókinni er að finna sterkar og lifandi mannlýsingar og glöggar lýsingar á aðstæðum sem oft eru ömurlegar. Hreinskilin og eftirminnileg frásögn í bók sem ætti að falla stórum lesendahópi í geð. Ólöf Eldjárn þýðir verk- ið með miklum ágætum eins og hennar er von og vísa. BBC gerði vinsæla þátta- röð eftir þessari bók sem sýnd var á RÚV síðastliðið haust og nú eru hafnar sýn- ingar á þáttaröð númer tvö. Lifandi lýsingar Skáldsagan Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thorsson vakti mikinn áhuga erlendra bókaútgef- enda á bókasýningunni í London í síðustu viku. Hið mikilsmetna for- lag Gallimard keypti franska út- gáfuréttinn á uppboði og var útgáfu- stjórinn, Jean Mattern, svo hugfanginn af fáguðum stíl og orð- kynngi höfundar að hann gat ei orða bundist og hvatti alla viðmæl- endur sína til að lesa gersemina. Það jaðraði við umsátursástand við borð Réttindastofu þegar erlendu útgefendurnir flykktust að til að afla sér upplýsinga og tryggja sér lestr- areintak af bókinni. Sem kunnugt er er Valeyrarvalsinn ein bókanna sem tilnefndar eru af Íslands hálfu til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Guðmundur Andri. Valeyrarvals hans heillar útgáfu- stjóra Gallimard sem lofar verkið mjög. Morgunblaðið/Kristinn UMSÁTURS- ÁSTAND VEGNA VALEYRARVALS Spennusagan Áður en ég sofna (Before I Go to Sleep) eftir S.J. Watson er í þriðja sæti metsölulista Eymunds- son yfir rafbækur. Bókin er ekki komin út á prenti held- ur einungis sem rafbók. Prentaða útgáfan er væntan- leg í lok mánaðarins og ekki er að efa að bókin muni þá komast mjög ofarlega á met- sölulista yfir prentaðar bæk- ur og langlíklegast er að hún komist alla leið á toppinn. Það væri alveg í takt við viðtökur erlendis en þessi hörkuspennandi bók hefur verið þýdd á 30 tungumál, hlotið metsölu og unnið til fjölmargra verðlauna. Bókin er fyrsta verk höfundarins S.J. Watson. Aðal- persóna verksins er kona sem vaknar á hverjum morgni án þess að muna hver hún er. Með því að rýna í dagbók sem hún heldur reynir hún síðan að raða saman brotakenndum myndum og komast þannig að því hver hún er. Spennufíklum skal bent á að láta þessa bók ekki framhjá sér fara. Þess má geta að þessi snjalla spennubók mun senn verða að kvikmynd með Nicole Kidman í aðalhlutverki. Leikstjóri er Rowan Joffe. ÓMISSANDI BÓK FYRIR SPENNUFÍKLA Nicole Kidman Það er nóg af þýddum erlend- um spennusögum á markaði og nú bætist íslensk spennusaga við Hinir réttlátu er spennusaga eftir Sólveigu Pálsdóttur sem í fyrra sendi frá sér Leikarann sem fékk ágætar viðtökur. Kunnur athafnamaður finnst myrtur á golfvelli á Suðurlandi. Sama dag verður sprenging í hvalveiðiskipi sem liggur við höfnina. Lögregluliðið hefur sannarlega í nógu að snúast. Ný íslensk spennusaga Eitthvað fyrir alla í bókum vikunnar NÝJAR BÆKUR ÚT ER KOMIN EINKAR FALLEG FÆREYSK BARNA- BÓK ÞAR SEM TÓNLIST LEIKUR STÓRT HLUTVERK. MARKAÐURINN ER FULLUR AF SPENNUSÖGUM OG NÚ KEMUR EIN Í VIÐBÓT, SEM ER ÍSLENSK. ÞÝDDAR ÆVIMINNINGAR LJÓSMÓÐURINNAR JENNIFER WORTH ERU KOMNAR ÚT OG FYRR- VERANDI FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKS HEF- UR SKRIFAÐ BÓK. Eigi víkja er bók eftir Jón Sigurðs- son, fyrrverandi formann Fram- sóknarflokksins. Hér er á ferð um- ræðurit um íslenska þjóðvitund, þjóðerniskennd og þjóðhyggju. Höfundur svarar hinum fjölbreyti- legustu spurningum, eins og til dæmis þeim hverjar séu samfélags- forsendur Bjarts í Sumarhúsum og hvort þjóðmálastefna sé falin í kvæðinu um Dísu í dalakofanum. Þjóðvitund og þjóðhyggja Veiða vind er barnasaga frá Færeyjum þar sem orð, myndir og tónlist mynda skemmtilega heild. Höf- undur texta er Rakel Helmsdal, Janus á Húsagarði myndskreytir og Kári Bæk semur tónlist sem fylgir með á geisladiski ásamt upplestri Benedikts Erlings- sonar á sögunni. Þórarinn Eldjárn þýddi. Þetta er einstaklega falleg bók með litríkum mynd- um, spennandi söguþræði og heillandi tónlist. Færeyskt tónlistarævintýri * Sterkasti maður í heimi er sá semstendur einn. Henrik Ibsen BÓKSALA 24.-30. APRÍL Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 Skýrsla 64 - kiljaJussi Adler Olsen 2 Lág kolvetna lífsstíllinnGunnar Már Sigfússon 3 Svikalogn - kiljaViveca Stein 4 Iceland - Small World small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 5 Kaffi og rán - kiljaCatharina Ingelman-Sundberg 6 Vitnið - kiljaNora Roberts 7 Sækið ljósuna - kiljaJennifer Worth 8 Brynhjarta - kiljaJo Nesbø 9 Risasyrpa - FjársjóðsleitWalt Disney 10 Í trúnaði - kiljaHéléne Grémillon Kiljur 1 Skýrsla 64Jussi Adler Olsen 2 SvikalognViveca Sten 3 Kaffi og ránCatharina Ingelman-Sundberg 4 VitniðNora Roberts 5 Sækið ljósunaJennifer Worth 6 BrynhjartaJo Nesbø 7 Í trúnaðiHéléne Grémillon 8 IðrunHanne-Vibeke Holst 9 MeistarinnHjort & Rosenfeldt 10 ÓsjálfráttAuður Jónsdóttir MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Þegar vínið gengur inn, gengur vitið út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.