Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013
Ferðalög og flakk
E
ftir þriggja vikna vinnu í
Hanoi var ferðinni heitið á
vit ævintýra í Kína. Í för
með mér var Hongye, kín-
verskur skólafélagi minn sem átti
heldur betur eftir að reynast mér
vel. Flogið var til Hangzhou og þar
sem ætlunin var að fara í sveitirnar
að taka viðtöl við bændur var tekin
rúta yfir í lítið te-hérað sem heitir
Songyang (lítið á kínverskan mæli-
kvarða en íbúafjöldinn þarna er
samt meiri en á öllu Íslandi).
Margir heyrt um
íslensku kreppuna
Þar hittum við fyrir fjölskyldu-
meðlimi Hongye sem sáu til þess
að okkur skorti ekki neitt, gestrisn-
in var til fyrirmyndar og allir til-
búnir að hjálpa. Þökk sé Hongye
þá fékk ég að upplifa hvernig
venjulegu kínversku fjölskyldulífi
er háttað. Mest samskipti átti ég
við fólkið í kringum matarborðið
þar sem það var ávallt nóg í boði.
Það er siður í Kína að bjóða
ávallt upp á meiri mat en hægt er
að klára til að sýna fram á að fjöl-
skyldan lifi ekki við skort, og í
raun ef þú klárar allan matinn þá
ert þú að segja að þú hafir ekki
fengið nóg. Þar sem ég tala mjög
takmarkaða kínversku þá var Hon-
gye dugleg að túlka fyrir mig, fólk-
ið var forvitið að vita hvað þessi
ljóshærði strákur frá Íslandi væri
að vilja til Kína. Það var athygl-
isvert að margir höfðu heyrt fréttir
um íslensku efnahagskreppuna og
margir vissu að Ísland byggi yfir
gríðarlegri náttúrufegurð, en um
leið og ég sagði þeim hversu margi
búa á Íslandi þá hlógu þeir. Að það
væru ekki nema rúmlega 300.000
manns sem búa þarna var nokkuð
sem þeir áttu erfitt með að skilja.
Vildu vera á mynd
með þessum ljóshærða
Eftir viðtöl við bændur og fjöl-
skylduheimsókn fórum við á slóðir
forfeðra Hongye, upp í fjöllin sem
liggja í kringum Songyang, mikil
náttúrufegurð þar og var þetta
með eindæmum skemmtilegt. Við
heimsóttum musteri sem er á toppi
eins fjallsins þar sem forfeður Hon-
gye höfðust við fyrir mörg hundruð
árum (eða á Qing-tímanum, 1644-
1911). Á leið niður fjalllendið var
stoppað í grunnskóla þar sem við
heimsóttum unga nemendur og
fengum að skoða hvernig aðstæður
þeirra eru. Það vakti undrun og
forvitni flestra að sjá ljóshærðan
Evrópubúa mæta í skólann þeirra
og þegar ég bað um að fá mynd
með þeim komu þau öll hlaupandi
og vildu ekki missa af því. Allra
huguðustu nemendurnir komu og
reyndu að spjalla við mig á tak-
markaðri ensku sem þau höfðu
lært.
Shanghai vestræn
eða kínversk?
Næst var haldið til Shanghai, vest-
rænustu borgar Kína, eins og
margir kalla hana. Ég get tekið
undir það að hluta til, þegar maður
er innan um öll háhýsin og hávað-
ann af götunum þá leið mér eins og
ég væri kominn í rosalega stórt
Kínahverfi í New York. Það er
hægt að skipta borginni nánast í
tvennt. Annarsvegar gamla
Shanghai sem nær yfir stóran
hluta borgarinnar, þar er að finna
mikið af hefðbundnum kínverskum
KÍNAFERÐ
Innsýn í kínverskt heimilislíf
DAVÍÐ ELLERTSSON GERÐI VÍÐREIST Í FYRRA OG HEIMSÓTTI BÆÐI VÍETNAM OG KÍNA.
HANN HEFUR ÁDUR LÝST FERÐ SINNI UM VÍETNAM Á ÞESSUM SÍÐUM. NÚ SEGIR HANN
LESENDUM FRÁ REYNSLU SINNI AF KÍNA.
Fáir ganga Kínamúrinn allan og Davíð komst að því að hlutar hans eru erfiðir yfirferðar og brattir. Í bleytu þarf að hafa sig allan við því undirlagið verður sleipt.
Esjubrauð
Hollustubrauð sem inniheldur
m.a. íslenska repjuolíu, repjuhrat
sem og íslenskt bygg - enginn sykur
Ríkt af Omega 3
Góð brauð – betri heilsa
Opið: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00
laugardaga frá 6:00 til 17:00
sunnudaga frá 7:00 til 17:00
Lengri opnunartími á Dalveginum
Dalvegi 4 - 201 Kópavogur
Hamraborg 14 - 200 Kópavogur