Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 9
5.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 09.00 Þetta er nánast eini virki dagurinn semég leyfi mér að sofa út. Er venjulega farinn á fætur um sjö en fór ekki á stjá fyrr en kl. níu núna. Byrjaði á því að elda hafragraut handa mér og konunni, eins og ég geri á hverjum morgni, og set yfirleitt ferska ávexti og múslí út á; það er kannski spurning hvort hægt sé að kalla þetta hafragraut eft- ir að ég hef bætt þessu öllu við. 10.00 Mættur í vinnuna til að flagga í tilefnidagsins. Það þarf líka að undirbúa eitt og annað sem þarf að gera á þessum hátíðisdegi. 13.00 Kominn aftur niður í Alþýðuhús eftir aðég skrapp heim í mat í hádeginu. Fólk byrjar yfirleitt að safnast saman um klukkan hálftvö fyrir kröfugönguna en þeir fyrstu eru komnir um eittleytið eins og svo oft áður. 14.00 Gengið af stað með lúðrasveit í farar-broddi. Norðangolan er nöpur en það hefur samt oft verið miklu kaldara en núna. Á meðan lúðrasveitin getur spilað úti er allt í lagi! Í fyrra eða hitteðfyrra voru blásararnir orðnir ansi loppnir á höndunum þegar komið var í hús og eins og spáin var núna vorum við satt að segja hálfsmeyk. 14.15 Gangan var fjölmennari en mörg síðustuár, líklega hátt í 500 manns þegar mest var. Við förum sömu leið og síðustu ár; suður Skipa- götu, upp Kaupvangsstræti og norður Hafnarstrætið, út á Ráðhústorg og svo niður Strandgötu og að Hofi. Það er búið að stytta gönguna verulega frá því í gamla daga. Ég hélt á rauða fánanum eins og svo oft áður, sameiningartákni baráttunnar. Ég er ekki bara vinstrisinnaður á þessum degi heldur alla daga ársins. Gamall kommi! 15.00 Gangan gekk ljómandi vel. Það er aðhluta til sama fólkið sem kemur ár eftir ár en maður sér þó ný andlit í hvert skipti. Það eru allir velkomnir eins og þú veist. Ég held að dagurinn skipti fólk ekki síður máli núna en í gamla daga, eftir hrunið eru menn sér- staklega meðvitaðir og vilja láta í sér heyra þótt mér hafi fundist fólk mun hógværara í tali og framkomu núna en undanfarin ár. Menn eru kannski rólegir og bíða eftir aurunum frá ríkisstjórninni. En ég veit líka að dagurinn skiptir fólk annars staðar miklu máli; við vorum í Berlín um daginn þar sem við heimsóttum stærstu stéttarfélögin og þar var verið að undirbúa sérstaklega að minnast þess að 80 ár eru liðin frá því að Hitler bannaði útisamkomur 1. maí. 15.30 Ræðuhöldum og annarri dagskrá lokið íHofi en kaffi borið fram og tertur. Fullt hús af fólki. Svo þarf að ganga frá; kröfuspjöldin og fánarnir fara ekki sjálfkrafa til baka. Við settum upp fánaborgir fyrir utan Alþýðuhúsið, tökum fánana nið- ur og þá rauðu sem við flögguðum á efstu hæð húss- ins eins og venjan er. 17.10 Búið að ganga frá öllu uppi í Alþýðu-húsi og ég dríf mig heim til þess að slaka á. Það rifjast upp fyrir mér að einn verkalýðsforingj- anna sem við hittum í Þýskalandi um daginn sagði að við Íslendingar byggjum í himnaríki miðað við mörg önnur lönd Evrópu. Sérstaklega að vera ekki með evru sem gjaldmiðil! Ég er alveg tilbúinn að skoða hvað er í pípunum varðandi ESB en það er alls ekki sjálfgefið að við göngum í sambandið og ég er ekki hrifinn af því að taka upp evru. Við hljótum að geta stjórnað gengi krónunnar eins og á árum áður. 19.30 Skruppum hjónin til að heimsækja dótt-urina og barnabörnin. Annað þeirra er reyndar sofnað og hitt sofnaði fljótlega eftir að afi og amma komu. Svo horfði ég á handboltann í sjónvarp- inu, Fram á móti Haukum. Ég fylgist ekki mikið með þessu en þegar ég er latur horfi ég stundum á leik- ina. Annars er ég meira fyrir að grúska og lesa um eitthvað sem tengist áhugamálunum, t.d. verkalýðs- málum, steinasöfnun eða Iðnaðarsafninu, þar sem ég hef einmitt verið í stjórn frá stofnun. 23.00 Kjörtími minn til að fara að sofa er umellefuleytið. Ég vakna aftur á móti snemma; losa svefninn á milli fjögur og sex og er farinn á fætur um sjö. Ég sef frekar hratt! skapti@mbl.is DAGUR Í LÍFI Þorsteinn E. Arnórsson arkar af stað í kröfugöngunni frá Alþýðuhúsinu á Akureyri. Rauði fáninn var á stönginni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fólk er meðvitað og vill láta í sér heyra ÞORSTEINN E. ARNÓRSSON, ÞJÓNUSTUFULLTRÚI HJÁ VERKALÝÐSFÉLAGINU EININGU - IÐJU Á AKUREYRI, HAFÐI Í NÓGU AÐ SNÚAST 1. MAÍ. HANN SEGIR BARÁTTUDAG VERKA- LÝÐSINS SKIPTA FÓLK MIKLU MÁLI OG ÞAÐ SÉ MEIRA ÁBERANDI EFTIR HRUNIÐ. Sumarið er komið í Álafoss ÁLAFOSS Álafossvegur 23, Mosfellsbær Opið: Mánud. - Föstud. 09:00 - 18:00 Laugard. 09:00 - 16:00 www.alafoss.is Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is Vantar þig innihurð? Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Þær eru yfirfelldar með samlokukörmum sem auka hljóðeinangrun og brunavörn. Margar útfærslur eru fáanlegar í öllum viðartegundum. Sjón er sögu ríkari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.