Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013 É g hafði aldrei heyrt um Ísland. Ég hafði auðvitað, eins og svo margir krakkar um allan heim, horft á Latabæ en ég hafði ekki hugmynd um tengsl Latabæjar og Íslands. Þegar ég fékk að vita að ég ætti að koma hingað fletti ég Íslandi því upp á Google, bara til að fá smáhugmynd um hvernig landið liti út,“ segir hin 11 ára gamla Chloe Lang sem verður brátt frumsýnd sem Solla stirða, eða Stephanie, um allan heim. Chloe er önnur leikkonan sem bregður sér í hlutverk Sollu stirðu í þáttunum um Latabæ. Hún tók við keflinu af Juliönnu Rose Mau- rielo sem lék Sollu stirðu í fyrstu tveimur þáttaröðunum en framleiðslu þeirra lauk árið 2007. Þegar Turner-fjölmiðlasamsteypan keypti Latabæ fyrir tæpum tveimur árum var ákveð- ið að hefja framleiðslu á þáttunum að nýju. Stefán Karl Stefánsson og Magnús Scheving voru á sínum stað sem Glanni glæpur og Íþróttaálfurinn en Julianna var vaxin upp úr hlutverkinu enda nær 23 ára gömul í dag. Umfangsmikil leit að nýrri Sollu hófst því strax og að lokum var það hin þá tíu ára gamla Chloe sem varð fyrir valinu. Chloe var á Íslandi í hálft ár við upptökur í Latabæjarmyndverinu í Garðabæ í fyrra en hlutverkið verður henni þó ekki til heims- frægðar fyrr en nú í ár. Þættirnir eru nefni- lega aðeins farnir í loftið í Bretlandi en eru á leiðinni í sjónvarp víða um heim, meðal ann- ars í Bandaríkjunum hinn 27. maí. Leikkonan unga segist vera með fiðrildi í maganum yfir því að vinir hennar í Connecticut muni brátt sjá hana syngja og dansa með bleiku kolluna. Enda þekkja allir Latabæ. Chloe sjálf hefur horft á þættina frá því að hún var lítil stelpa. Mamma hennar, Tina Lang, segir að aldrei nokkurn tímann hefði hana órað fyrir því að einn daginn yrði dóttir hennar orðin Solla stirða. Til að gera sér grein fyrir hvers konar frægð bíður Chloe má ígrunda þessar stað- reyndir: Þættirnir um Latabæ hafa verið sýndir í yfir 170 löndum, á 500 milljón heim- ilum. Það má skammlaust kalla það að leggja heiminn að fótum sér. Sérstaklega þegar mað- ur er aðeins 11 ára. En það þýðir líka að kveðja þarf systkini sín og föður um tíma og halda í ferð til Íslands – í fyrra til að leika í þriðju þáttaröðinni sem er verið að taka til sýningar og aftur nú í ár til að hefja vinnslu á þeirri fjórðu. Fyrsti tökudagur var í gær. Mæðgurnar Tina og Chloe vita hvernig þetta gengur fyrir sig og það er reynt að haga hlutunum þannig að lífið verði eins einfalt og hægt er fyrir Chloe þannig að þegar blaðamann og ljós- myndara Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins ber að garði er Chloe í herbergi sínu í kennslu- stund með einkakennara sínum. Þær eru að lesa gríska goðafræði, Pandóra, fyrsta konan á jörðinni samkvæmt þeim fræðum, er við- fangsefnið. „Ég var mjög spennt að sjá landið með eig- in augum eftir að hafa „gúgglað“. Á netinu sá ég fossa og landslagið. En það var auðvitað ekkert á við það þegar við lentum hér eld- snemma morguns. Heima höfum við ekki þessa ótrúlegu fjallasýn,“ segir Chloe. Móðir hennar vissi þó ýmislegt um land og þjóð. Sem aðdáandi Bjarkar Guðmundsdóttur segir hún að það sé óhjákvæmilegt að kynnast bak- grunni tónlistarkonunnar. Þá hafi fyrrverandi vinnufélagi hennar, sem ferðaðist gjarnan til Íslands, sýnt henni myndir úr ferðum sínum. „Ísland var því fyrir löngu komið á listann yf- ir staði sem mig langaði að heimsækja ein- hvern tímann um ævina. Ég tel okkur því afar heppnar að fá þetta tækifæri til að búa hér, hálft ár í fyrra og hálft ár núna aftur. Þetta er allt öðruvísi en að vera ferðamaður, við fáum að kynnast fólkinu og eignast vini.“ Ef bandarísk börn ætla að fá hlutverk í sjónvarpi, á sviði eða í auglýsingum þarf að vinna að því hörðum höndum. Það þýðir ekki að sitja auðum höndum og bíða eftir að ein- hver „uppgötvi“ mann. En vissulega þarf að búa yfir hæfileikum, miklum hæfileikum, til að hreppa bitastæð hlutverk í milljónalandi. Tilviljun að hæfileikarnir uppgötvuðust „Ég veit ekki hvaðan Chloe hefur þessa miklu hæfileika. Hvorki mín megin né í fjölskyldu eiginmanns míns er fólk sem dansar eða syngur, hvað þá leikur. Bróðir minn spilar á hljóðfæri og þá er það upptalið. Í fjölskyldum þar sem foreldrar eða þeir nánustu vinna í afþreying- ariðnaðinum er það næstum ákveðið meðan börnin eru í móð- urkviði hvernig listnámi þeirra skuli hagað þegar þau koma í heiminn. Hjá okkur var þetta alger tilviljun. Chloe fór að vísu að læra dans ung, milli tveggja og þriggja ára, en það voru hæfileikar hennar sem leiddu okkur á þá braut að einbeita okkur að því að gera meira úr ferli hennar og styðja við bakið á henni í þeirri vinnu,“ segir Tina. Chloe man því ekki eftir sér öðruvísi en dansandi. Fljótlega fór hún að keppa í dansi, bæði sem sólódansari og í litlum hóp, og verðlaunin sóp- uðust inn. Oftsinnis vann hún fyrstu verðlaun í danskeppnum og listamannseðlið leiddi hana og vinkonur hennar í dansinum út á þá braut að bæta söng og leiklist við. „Þegar ég var sjö ára komst ég í kynni við áheyrnarprufur í gegnum bestu vinkonu mína sem hafði farið í slíkar prufur. Mér þótti það svo svakalega gaman að síðan þá hef ég ekki stoppað. Áheyrnarprufur fyrir ýmis hlutverk, sjón- varpsefni, svið og auglýsingar eru mjög stór partur af lífi mínu og hafa verið í að verða fimm ár. Einu sinni til tvisvar í viku keyrum við til New York, frá Connecticut, og ég fer í prufu. Jú, það hefur gengið mjög vel. Ég fékk strax umboðsmann og hef meðal annars fengið hlutverk í aug- lýsingum fyrir Pillsbury Toaster Strudel, Baby Alive, Cablevision og Yale-New Ha- ven Hospital. Einnig í auglýs- ingum fyrir GAP og Project Runway.“ Margar barnastjörnur eru þó í áheyrnarprufum á degi hverjum. Ástæðan fyrir því að fjölskyldan einskorðar þær prufur sem Chloe fer í við einu sinni til tvisvar í Tina Lang er ekki minni mamma á tökustað en heima og þarf að passa að hún læri stærðfræðina milli atriða. Hún segist minna fullorðna fólkið í Latabæjarhúsinu á að leyfa Chloe ekki að komast upp með allt bara af því að hún sé yngst. Morgunblaðið/Styrmir Kári Chloe Lang í herberginu sínu bleika og hvíta í Latabæjarmyndverinu í Garðabæ. Þar lærir hún og hvílir sig og hlustar á tónlist Justins Biebers. Heimsfrægðin á næsta leiti ÞRÁTT FYRIR AÐ SOLLA STIRÐA SÉ AÐEINS 11 ÁRA BANDARÍSK STÚLKA HEFUR HÚN FRÁ ÞVÍ HÚN VAR SJÖ ÁRA EYTT EINUM TIL TVEIMUR DÖGUM Í VIKU HVERRI Í ÁHEYRNARPRUFUR VESTANHAFS. ENDA ÞÝÐIR LÍTIÐ AÐ SITJA AUÐUM HÖNDUM TIL AÐ SLÁ Í GEGN. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.