Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 27
S norri er málarameistari og Kristjana hefur einnig próf á pensil. Þau hafa sérhæft sig í kirkjumálun og vinna nær eingöngu fyrir Þjóðminjasafnið og kirkjur víða um land. En þegar færi gafst dunduðu þau í litla, snotra húsinu sínu og hafa gert það sérlega glæsilegt. „Húsið er byggt 1877 og við höfum verið að færa það í átt að gamla tímanum aftur,“ segir Snorri. Húsið er nefnt Davíðsbær, eftir syni annars tveggja bræðra sem byggðu húsið en sá bjó þar. Húsið var í niðurníðslu þegtar þau eignuðust það fyrir hálfum öðrum áratug. Þá var hafist handa við að taka allt í gegn. „Gólfin voru fjarlægð og steypt innan á alla sökkla, sett nýtt gólf og einangrun og gömlu fjalirnar svo settar aftur ofan á til að halda lúkkinu.“ Gamlir gólfbitar eru nú notaðir sem stoðir í eldhúsinu og við stigann. Hann var upphaflega í Aðalstræti 16, sem byggt var um aldamótin, en handriðið smíðaði Beato Stormo eldsmiður á Hrafnagili. Snorri er uppalinn í Berlín, Aðalstræti 10, skammt frá versluninni Brynju. „Það kom aldrei annað til greina en vera áfram í Innbænum. Hér líð- ur mér eins og kóngur í miðju eigin ríkis!“ segir Snorri. Kristjana er úr miðbænum en alsæl í elsta bæjarhlutunum. Hún býr altjent í sömu hæð yfir sjávarmáli og áður... Voldugur stigi er í húsinu. Hann fengu þau frá góðum vinum í öðru gömlu húsi, Aðalstræti 16. Kóngur í miðju ríki AÐALSTRÆTI 34 Á AKUREYRI VAR Í NIÐURNÍÐSLU FYRIR 15 ÁRUM ÞEGAR KRISTJANA AGNARSDÓTTIR OG SNORRI GUÐVARÐSSON EIGNUÐUST ÞAÐ. NÚ ER ÖLDIN ÖNNUR. Texti og myndir: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is * Húsið er byggt 1877.Snorri og Kristjana hafa verið að færa það í átt að gamla tímanum aftur GAMALT, LÍTIÐ OG FALLEGA UPPGERT HÚS Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sverðið keypti Snorri í Þýskalandi. Trédrumburinn á borðinu eru þau hjón. Vír heldur þeim saman í blíðu og stríðu. Brúðargjöf frá Þorleifi smið og trommara. Einhverju sinni héldu Snorri og Kristjana garðsölu. Fyrir ágóðann keyptu þau á fornsölu þann forláta danska eikarskáp sem er lengst til vinstri á myndinni. Plötuspilarann keyptu þau í London. White Christmas með Bing Crosby er jafnan spilað af lakkplötu um jólin. Ljósmyndir sínar á rúðum útidyrahurðarinnar vann Kristjana í tölvu og lét prenta á sandblástursfilmu. 5.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 0% VEXTIR - Húsgagnahöllin býður upp á vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða – fyrir lifandi heimili – 99.990 FULLTVERÐ: 119.990 HAVANA HÆGINDASTÓLL Svart leður 149.990 FULLTVERÐ: 169.990 GYRO HÆGINDASTÓLL Hvítt, rautt eða svart leður 119.990 FULLTVERÐ: 139.990 GOHST HÆGINDASTÓLL Grátt, blátt, turkis og fjólublátt ákæði FÁÐU ÞÉRGOTT SÆTI! Sérlega vandaðir hægindastólar með snúningi. Leður eða áklæði. Fjölmargir litir og útfærslur. Fáguð skandinavísk hönnun www.husgagnahollin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.