Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Síða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Síða 27
S norri er málarameistari og Kristjana hefur einnig próf á pensil. Þau hafa sérhæft sig í kirkjumálun og vinna nær eingöngu fyrir Þjóðminjasafnið og kirkjur víða um land. En þegar færi gafst dunduðu þau í litla, snotra húsinu sínu og hafa gert það sérlega glæsilegt. „Húsið er byggt 1877 og við höfum verið að færa það í átt að gamla tímanum aftur,“ segir Snorri. Húsið er nefnt Davíðsbær, eftir syni annars tveggja bræðra sem byggðu húsið en sá bjó þar. Húsið var í niðurníðslu þegtar þau eignuðust það fyrir hálfum öðrum áratug. Þá var hafist handa við að taka allt í gegn. „Gólfin voru fjarlægð og steypt innan á alla sökkla, sett nýtt gólf og einangrun og gömlu fjalirnar svo settar aftur ofan á til að halda lúkkinu.“ Gamlir gólfbitar eru nú notaðir sem stoðir í eldhúsinu og við stigann. Hann var upphaflega í Aðalstræti 16, sem byggt var um aldamótin, en handriðið smíðaði Beato Stormo eldsmiður á Hrafnagili. Snorri er uppalinn í Berlín, Aðalstræti 10, skammt frá versluninni Brynju. „Það kom aldrei annað til greina en vera áfram í Innbænum. Hér líð- ur mér eins og kóngur í miðju eigin ríkis!“ segir Snorri. Kristjana er úr miðbænum en alsæl í elsta bæjarhlutunum. Hún býr altjent í sömu hæð yfir sjávarmáli og áður... Voldugur stigi er í húsinu. Hann fengu þau frá góðum vinum í öðru gömlu húsi, Aðalstræti 16. Kóngur í miðju ríki AÐALSTRÆTI 34 Á AKUREYRI VAR Í NIÐURNÍÐSLU FYRIR 15 ÁRUM ÞEGAR KRISTJANA AGNARSDÓTTIR OG SNORRI GUÐVARÐSSON EIGNUÐUST ÞAÐ. NÚ ER ÖLDIN ÖNNUR. Texti og myndir: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is * Húsið er byggt 1877.Snorri og Kristjana hafa verið að færa það í átt að gamla tímanum aftur GAMALT, LÍTIÐ OG FALLEGA UPPGERT HÚS Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sverðið keypti Snorri í Þýskalandi. Trédrumburinn á borðinu eru þau hjón. Vír heldur þeim saman í blíðu og stríðu. Brúðargjöf frá Þorleifi smið og trommara. Einhverju sinni héldu Snorri og Kristjana garðsölu. Fyrir ágóðann keyptu þau á fornsölu þann forláta danska eikarskáp sem er lengst til vinstri á myndinni. Plötuspilarann keyptu þau í London. White Christmas með Bing Crosby er jafnan spilað af lakkplötu um jólin. Ljósmyndir sínar á rúðum útidyrahurðarinnar vann Kristjana í tölvu og lét prenta á sandblástursfilmu. 5.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 0% VEXTIR - Húsgagnahöllin býður upp á vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða – fyrir lifandi heimili – 99.990 FULLTVERÐ: 119.990 HAVANA HÆGINDASTÓLL Svart leður 149.990 FULLTVERÐ: 169.990 GYRO HÆGINDASTÓLL Hvítt, rautt eða svart leður 119.990 FULLTVERÐ: 139.990 GOHST HÆGINDASTÓLL Grátt, blátt, turkis og fjólublátt ákæði FÁÐU ÞÉRGOTT SÆTI! Sérlega vandaðir hægindastólar með snúningi. Leður eða áklæði. Fjölmargir litir og útfærslur. Fáguð skandinavísk hönnun www.husgagnahollin.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.