Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013 A lbert Eiríksson mætir til viðtals í blárri peysu sem hann hef- ur sjálfur prjónað. „Þetta er jómfrú- prjónið mitt í uppáhaldslitnum mínum,“ segir hann og bætir við að hann ætli næst að prjóna sér sumarpeysu. Umræðan um prjóna- skap heldur áfram stutta stund en Albert upplýsir að maður hans, Bergþór Pálsson söngvari, hafi prjónað í mörg ár. „Ég hef séð hvað það hefur góð áhrif á hann að prjóna og nú þegar ég hef líka tekið upp prjónaskap getum við setið saman og prjónað fyrir fram- an sjónvarpið. Það er óskaplega þægilegt að prjóna og maður nær góðri tengingu við sjálfan sig.“ Albert er reyndar mun þekktari fyrir matreiðslu en prjónaskap en hann hefur í rúmt ár haldið úti netsíðunni alberteldar.com þar sem hann birtir uppskriftir. „Upphaf- lega ætluðum við Bergþór að safna saman á netinu uppskriftum sem við notum. Við vildum hafa þær á einum stað en svo fór þetta fram- tak að spyrjast út þannig að síðan var gerð opinber,“ segir Albert. „Síðan hefur verið vinsæl og oft eru það mörg þúsund manns á dag sem lesa hana. Fyrir nokkrum ár- um tókum við Bergþór mataræðið í gegn og það má segja að netsíð- an endurspegli það, þótt hinar og þessar syndir og gúmmelaði sé lát- ið fljóta með.“ Eins og nýr maður Segðu mér frá þessu breytta mat- aræði. „Fyrir fjórum árum tókum við Bergþór mataræðið í gegn og það hefur haft mikil áhrif á líf okkar og heilsu. Við ákváðum að breyta um mataræði en vissum ekki beint hverju við vildum breyta þannig að við prófuðum eitt og annað. Svo gerðist það að Bragi, sonur Berg- þórs, sem þá bjó í London, fór til læknis vegna meltingartruflana og fleiri kvilla og læknirinn lét hann fá trefjatöflur. Honum fannst ótrú- legt að fá tilbúnar trefjar sem hann gæti fengið úr fæðinu. Hann, sem var mikil kjötæta, fór að lesa sér til um heilsu og mataræði og fræddist um það að kjöt er trefja- laust. Hann ákvað síðan að gerast „vegan“, en það er nafn yfir þá sem borða ekkert úr dýraríkinu. Hann léttist um þrjátíu kíló á einu ári bara með því að breyta um mataræði. Við Bergþór heilluðumst af þess- um lífsstíl. Fyrst ætluðum við að prófa vegan-fæði í þrjá mánuði en okkur líkaði svo vel að við höfum haldið okkur við það og reyndar gengið lengra og prófað hráfæði. Við tókum tíu daga hráfæðiskúr þar sem við borðuðum einungis hráfæði. Við vorum að gera til- raunir á okkur sjálfum. Ég hafði heyrt að fólk sem borðaði hráfæði fylltist af orku og svæfi lítið. Eftir að hafa neytt hráfæðis í nokkra daga svaf ég einungis fjóra eða fimm klukkutíma á nóttu og var á ferðinni allan daginn því orkan var svo mikil. Vegan-fæðið hafði líka mjög mikil áhrif á mig. Ég fékk mjög oft blóðnasir sem barn og þær héldu áfram á fullorðinsárum en eftir þrjár vikur snarhættu þær og hafa ekki komið síðan. Áður var ég oft mjög þrútinn og orkulaus og hafði fyrir venju að leggja mig á daginn. Þetta breyttist líka. Ork- an er orðin jafnari, ég er aldrei óskaplega svangur eða óskaplega saddur. Ég var geysimikil kjötæta, kominn úr sveit þar sem kjöt var á borðum þrjá til fjóra daga í viku, og þambaði mjólk eins og þjóðin gerði. Þannig að ég hélt að ég myndi sakna kjötsins. En það ótrúlega var að það gerði ég ekki. Ég þurfti ekki að neita mér um neitt, mig langaði bara ekkert lengur í það sem ég hafði áður sótt í. Það var helst að ég félli ein- staka sinnum fyrir feitum ostum.“ Hefurðu hugsað þér að kynna þessa reynslu þína af breyttu mat- aræði eitthvað nánar? „Ég mæti stundum á fundi og samkomur og segi frá mataræðinu. Ég er ekki að predika, heldur að segja frá því hvaða áhrif breytt mataræði hafði á líf okkar Berg- þórs. Það þyrfti að gera átak í því að bæta mataræði þjóðarinnar. Ef þjóðin tæki sig á í mataræði myndi heilsufar hennar um leið snarbatna. Það er vitað að vest- rænir velferðarsjúkdómar eru flestir matartengdir. Fólk verður að taka ábyrgð á eigin heilsu. Þar getur matur hjálpað. Ég er að vinna að matreiðslubók sem er heilsutengd og byggist á reynslu minni. Mér finnst gaman að kynna þessar hugmyndir fyrir fólki, hvort sem þær snúa að hrá- fæði eða bara heilsufæði, því þeir sem eru tilbúnir að prófa verða svo ánægðir. Ég segi við fólk: Hugið að heilsunni og því sem þið borðið vegna þess að við stjórnum því að miklu leyti sjálf hvernig okkur líður. Sjálfum líður mér allt- af eins og ég sé nýkominn úr löngu og góðu sumarfríi.“ Ást við fyrstu sýn Víkjum aðeins að einkalífinu. Bergþór sagði mér einu sinni að þið tveir hefðuð kynnst á götu þegar þú gafst þig á tal við hann. Segðu mér frá þessu. „Á þessum tíma bjó ég á Fá- skrúðsfirði þar sem ég er fæddur og uppalinn. Eins og öll þjóðin vissi ég af þessum manni og fannst hann afskaplega myndar- legur. Án þess að þekkja hann nokkuð fannst mér framkoma hans í fjölmiðlum benda til að hann hlyti að hafa afskaplega fallegt hjartalag. Ég var ákveðinn í því að gefa mig á tal við hann ef ég ræk- ist á hann og segja honum í óspurðum fréttum hversu mikill gleðigjafi hann væri. Ég átti sjald- an erindi í bæinn og reiknaði ekk- ert sérstaklega með því að þetta myndi ganga eftir. Svo einn dag í janúar 1999 er ég staddur í Reykjavík og er að fara yfir götu. Þá sé ég að enginn annar en Bergþór Pálsson er að fara yfir sömu götuna. Þá var að hrökkva eða stökkva. Ég vatt mér að manninum og sagði: Nei, er þetta ekki Bergþór Pálsson! Alltaf hefur mig langað til að kynnast þér! Við spjölluðum þarna saman nokkra stund og hann bauð mér í kaffi. Síðan höfum við fetað saman vorn æviveg. Þetta var ást við fyrstu sýn hjá okkur báðum. Við höfðum báðir verið einir mjög lengi og vorum ekki að leita að lífsfélaga. Þetta bara gerðist. En við vorum svo til- búnir þegar við hittumst. Það var mikið að gera hjá Bergþóri í söngnum, alveg eins og núna, og ég fylgdi honum oft til útlanda, sem var upplifun fyrir mig. Ég kynntist nýjum og skemmtilegum heimi. Ég náði strax góðu sam- bandi við son hans, sem á tvö börn, ársgamlan strák og fimm ára stelpu sem kallar okkur báða afa.“ Hvernig er sambúðin hjá ykkur Bergþóri, rífist þið aldrei? „Það kemur norðanátt og kulda- tíð, en samt mjög sjaldan. Við er- um ekkert sérstakega uppteknir af því eins og margir að fara ekki ósáttir í rúmið. Stundum þarf mað- ur að sofa á ágreiningsefni því maður er ekki tilbúinn að afgreiða erfið mál samdægurs. En við höf- um gott lag hvor á öðrum þannig að ágreiningur ristir ekki djúpt. Við erum mjög samhentir og höf- um báðir gaman af því að elda og viljum hafa snyrtilegt í kringum okkur. Við erum búnir að vera saman í fjórtán ár og ég held að fátt geti komið í veg fyrir að við verðum gamlir saman.“ Hafið þið einhvern tímann orðið varir við fordóma vegna sambands ykkar? „Þegar þetta ber á góma er ég minntur á að einhvern tíma hafi verið tabú að vera samkynhneigt par á Íslandi. Dags daglega dettur mér það aldrei í hug. Þetta hefur aldrei verið erfitt, ekki einn dag, og við höfum aldrei orðið varir við fordóma, enda er réttindabarátta samkynhneigðra komin lengra hér á landi en víðast annars staðar. Ég skal þó játa að í byrjun varð ég stundum var við að fólk sem hafði varann á sér gagnvart okkur breyttist þegar það kynntist okkur og mat okkur frekar út frá mann- kostum en kynhneigð, enda erum við bara manneskjur eins og allir aðrir, hvorki verri né betri, og kynhneigð hefur engin áhrif þar á. Enn þann dag í dag má líka sjá á netinu að til er fólk sem lætur fara í taugarnar á sér að allir séu Alltaf ný- kominn úr sumarfríi ALBERT EIRÍKSSON HELDUR ÚT NETSÍÐUNNI ALBERT- ELDAR.COM. Í VIÐTALI RÆÐIR HANN UM BREYTT MATAR- ÆÐI OG BETRI HEILSU. EINKALÍFIÐ BER EINNIG Á GÓMA EN ÞAÐ VAR ÁST VIÐ FYRSTU SÝN ÞEGAR ALBERT HITTI MANN SINN, BERGÞÓR PÁLSSON. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * Þetta var ást við fyrstu sýn hjá okkurbáðum. Við höfðum báðir verið einirmjög lengi og vorum ekki að leita að lífs- félaga. Þetta bara gerðist. En við vorum svo tilbúnir þegar við hittumst. Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.