Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013 Núverandi ríkisstjórn lagði mikið upp úr þvíað ýmsar grundvallarbreytingar yrðugerðar innan stjórnsýslunnar, þar á með- al á skipulagi Stjórnarráðsins. Lögum var breytt á þá lund að hægt yrði að breyta ráðuneytum og verkaskiptingu þeirra í milli án aðkomu Alþingis. Um þetta var harkalega deilt á þingi. Mörgum þótti þetta ótækt og haldnar voru fleiri ræður og lengri en nokkur vill nú muna. Afgreiðsla á öðrum málum frestaðist. Ríkisstjórnin taldi sig verða að koma þessu gegn. Stjórnarandstaðan taldi sig á hinn bóginn verða að stöðva málið. Koma í veg fyrir þessa ósvinnu. Það á að vera meira en að segja það að umturna stjórnsýslunni, var sagt. Stjórnarandstaðan hafði nokkuð til síns máls. En hitt er líka rétt að stjórnsýslan má ekki staðna, hún þarf að geta tekið breytingum, með tilliti til nýrra aðstæðna, breyttra þarfa og nýrra viðfangsefna. Þetta þarf þó að gerast með yfirveguðum hætti. Þar kunna gagnrýnendur að hafa haft rétt fyrir sér; að hraðinn hafi verið of mikill og ekki hugað nægilega vel að þeim verkefnum sem voru undir. Andstaðan varð ekki til þess að stöðva málið. Lögum um Stjórnarráð Íslands var breytt og í kjöl- farið var stofnanakerfinu breytt í veigamiklum at- riðum. Ráðuneyti voru lögð niður eða sameinuð. Sumt fór úrskeiðis, annað gekk bærilega og margt gekk afbragðsvel og hefur skilað góðum árangri. Í þeim tilfellum byggðust breytingar á skyn- samlegum grunni og starfsfólkið var staðráðið í því að láta dæmið ganga. En hvað gerist nú að afloknum kosningum? Hin- ar herskáu raddir stjórnarandstöðu sem sáu ÖLL- UM breytingum ALLT til foráttu eru þagnaðar. Ekki nóg með það. Nú heyri ég ekki betur en um það sé rætt að breyta Stjórnarráðinu, verkaskipt- ingu þar og skipulagi með einu pennastriki! Sundra ráðuneytum að nýju. Og hvers vegna? Vegna þess að skipulagið verði betra, stjórnsýslan markviss- ari? Nei, talað er um að breyta vegna þess að það er talið munu þjóna betur stundarhagsmunum við stjórnarmyndun að hafa fleiri ráðuneyti en færri. Þess vegna þurfi nú að fjölga ráðherrum. Nú vill svo til að ráðuneyti er annað og meira en bygging, annað og meira en reglugerð. Ráðuneyti samanstendur af fólki – í sumum tilfellum of fáu fólki − sem sinnir tilteknum verkefnum. Í tvö ár er búið að vinna að því að móta nýja verkferla í nýjum ráðuneytum, stokka allt kerfið upp, ráða fólk til til- tekinna starfa, færa aðra til, sameina og samþætta. Ég hef orðið var við að starfsfólk stjórnsýslunnar fylgist náið með stjórnarmyndunarviðræðum og yf- irlýsingum stjórnmálamanna um fá ráðuneyti eða mörg, hvort fækka þurfi eða fjölga ráðherrum. Taflmennskan í stjórnarmyndunarviðræðum getur nefnilega haft afgerandi áhrif á allt gangverk stjórnsýslunnar og þar með á líf og starf þess fólks sem þar starfar. Sjálfur tel ég að gera þurfi ýmsar breytingar á Stjórnarráðinu. Slíkar breytingar kalla á yfirvegun nú sem fyrr. En svo allir séu látnir njóta sann- mælis, líka stjórnmálamenn, þá þarf að huga að því að Stjórnarráðið sé þannig skipulagt að það svari þörfum stjórnmálanna. Þegar allt kemur til alls hafa ráðherrar lýðræðislegu hlutverki að gegna í stjórnsýslunni sem handhafar framkvæmdavalds- ins. Eðlilegt er að hugað sé að því þegar verkaskipt- ing innan Stjórnarráðsins er ákveðin. Hagsmunir stjórnsýslu og stjórnmála ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur @althingi.is Kosningar og þjóð- mál áttu hug og hjörtu fésbókar- notenda eins og við var að búast. Silja Bára Óm- arsdóttir, aðjunkt við HÍ, vakti at- hygli á sérstökum fréttaflutningi af kjörstað í stöðuuppfærslu í vikunni: „Eitt af því sem vakti hvað mesta at- hygli mína á kjördag var umfjöllun Þórdísar Arnljótsdóttur um gömlu konuna sem vildi láta son sinn að- stoða sig við að greiða atkvæði. Sá var eitthvað öfugsnúinn og kom í ljós að það var vegna þess að sú gamla ætlaði ekki að greiða réttum flokki (að hans mati) atkvæði. Mig langar að vita hvernig þetta var leyst – og var miður mín yfir því að þetta væri kynnt sem „skemmtileg saga af kjör- stað“ því þetta er háalvarlegt mál.“ Fleiri voru hugsi í kjölfar kosninga. Elva Dögg Melsteð, verkefn- isstjóri í Hörpu, hafði þetta að segja: „Það hryggir mig meira en allar mögulegar útgáfur kosningaúrslita hvernig fólk talar um annað fólk sem er annarrar skoð- unar en það sjálft. Ég legg mikið upp úr því að kenna börnunum mínum umburðarlyndi og virðingu fyrir öðru fólki, skoðunum þess og við- horfi til lífsins sem ég tel vera einn mikilvægasta eiginleika í samfélagi manna. En mikið er það óendanlega hryggjandi að lesa það sem fullorðið (=þroskað og viti borið) fólk lætur útúr sér um annað fólk á degi sem þessum. Umburðarlyndi, virðing, ást og friður kæru vinir. Reynum að leggja rækt við þau góðu gildi.“ Ekki voru þó allir með hugann við kosningarnar. Þor- grímur Þráins- son rithöfundur setti fram spurn- ingar sem margir hugsa en þora ekki að spyrja. „Er ekki hægt að koma böndum á karlmenn sem nota al- menningssalerni? Maður notar eitt slíkt árla dags og það er þegar búið að spræna all-over þótt morguninn sé ekki hálfnaður. Haga menn sér svona heima hjá sér? Eru menn með rana sem þeir hafa enga stjórn á? Karlmenn eiga að SITJA þegar þeir létta á sér -- af tillitssemi við aðra. Eða halda í sér þar til þeir koma heim til sín þar sem þeir geta sprænt í allar áttir.“ AF NETINU Rokkstjarnan Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters og fyrrverandi trommari Nirvana, segir í viðtali við tímarit breska flugfélags- ins British Airways að Ísland sé eftirminni- legasti staður sem hann hafi komið til. Grohl, sem hefur ferðast um allan heim með hljómsveitum sínum, segir að norðurljósin hafi gert útslagið. „Landslagið á Íslandi er einstakt. Það er eins og fallegasti staðurinn á Mars. Þegar við vorum þar sáum við norð- urljósin, þessar grænu agnir, sveima um himininn og það var eins og að vera í ævin- týri,“ segir Grohl. Hann segir einnig að rokklífið sé frekar einfalt. Eina sem hann krefjist baksviðs sé flaska af viskíi og nokkrar bjórdósir. AFP Ísland eftirminnilegast Dave Grohl spilaði hér á landi 2005. Hefur ekki gleymt landi og þjóð – hvað þá norðurljósunum. Vala Grand er orðin einhleyp. Sambandi hennar og Eyjólfs Svans Kristinssonar lauk fyrir mán- uði. Vala hefur verið áberandi í íslenskum fjöl- miðlum undanfarin ár. Hún hefur rætt opin- skátt um kynáttunarvanda sinn en Vala fæddist karlmaður og gekkst undir kynleiðréttingar- aðgerð fyrir um tveimur árum. Margir hafa skoðun á Völu Grand, hvort sem fólk þekkir hana eða ekki. Eftir að Vala trúlofaðist Eyjólfi ákvað hún að draga sig meira og minna úr sviðsljósinu enda var hún fjögurra barna stjúpmamma. Nú þegar hún er orðin kona einsömul er aldrei að vita nema Vala fari aftur á stjá. Orka hennar hefur undanfarið farið í að byggja upp fyrirtæki sem kemur til með að selja snyrtivörur í Kanada. Vala Grand orðin einhleyp Vala Grand er að setja á fót sína eigin snyrtivörulínu í Kanada. Morgunblaðið/hag Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.