Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 40
Einkunnarorð Cintamani eru lífsgleði, hugrekki og gæði og eruvörurnar í þeim anda. Þó svo að Cintamani sé fyrst og fremstútivistarmerki fyrir alla aldurshópa þá er um leið um að ræðatískufatnað með sérstaka eiginleika. Í dag eru útivistarflíkur með tæknilega eiginleika farnar að færast nær og nær tískunni og er orðatiltækið „Functional Fashion“ oft notað í þessu samhengi. Cintam- ani-línunni er skipt upp eftir lögum en hugmyndin er sú að hleypa svit- anum sem fyrst frá líkamanum og út í gegnum lögin. Þannig helst lík- aminn þurr sem er mikilvægt til að halda hita. Íslensk sumarföt LÍKT OG LANDSMENN HAFA REYNT Á EIGIN SKINNI UNDANFARNA DAGA ER EKKI ALVEG KOMIÐ SUMAR OG ER BEST AÐ TREYSTA EKKI OF MIKIÐ Á VEÐRIÐ. VEÐRIÐ GETUR VERIÐ HRÁSLAGALEGT YFIR SUMARTÍMANN LÍKA OG ÞÁ ER GOTT AÐ GETA VERIÐ Í SUMARLEGUM FÖTUM EN ÞÓ HLÝJUM. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Tæknilegir eiginleikar tísku 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013 Föt og fylgihlutir Margir Íslendingar kannast við versluninaIndiska af Strikinu í Kaupmannahöfn.Þessi sænska verslanakeðja mun opnaverslun hérlendis í Kringlunni 8. maí næstkomandi. Vöruúrvalið verður hið sama og kaup- glaðir íslenskir fagurkerar kannast við en í verslun- inni verður til sölu húsbúnaður, fatnaður og skart- gripir, húsgögn og skandinavísk hönnun innblásin af indversku handverki. Indversku áhrifin skila sér ein- mitt í litadýrð, mynstrum og áferð sem er einkenn- andi fyrir vörurnar frá Indiska og gerir þær skemmti- lega framandi og fallegar. Auk þess að bjóða fallegar vörur fyrir heimilið og fatnað er Indiska einnig þekkt fyrir að vera meðvitað og ábyrgt fyrirtæki, bæði gagnvart heiminum sem við búum í og viðskiptavinum. Þannig hefur þátttaka og skuldbinding í félagslegum og umhverfisvænum verk- efnum ætíð verið í brennidepli hjá fyrirtækinu. Ind- iska hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá árinu 1951 og rekur nú níutíu verslanir víðsvegar um heim. Það er vert að líta í Kringluna í næstu viku og kíkja á fallega vor- og sumarlínu Indiska og nú mun styttra að fara en á Strikið eða til annarra nágranna- borga! INDISKA Á ÍSLANDI Fatnaður og munir fyrir heimilið Sumar- legur kjóll frá Ind- iska. Klassískur og smart fatnaður úr smiðju Indiska. * Indversku áhrifin skilasér í litadýrð, mynstrumog áferð sem er einkennandi fyrir vörurnar frá Indiska. Ný sumarlína 66°Norður er súfyrsta sem fyrirtækið setur ámarkað en með línunni kem-ur fyrirtækið til móts við þarfir þeirra sem vilja stunda útivist og lík- amsrækt allan ársins hring óháð veðri. Lín- an er sérstaklega hönnuð með íslenskt sumar í huga og samanstendur því af úrvali af fjölnotafatnaði úr hágæðaefnum. Meðal skemmtilegra sumarnýjunga má nefna Kára og Esju. Kári er vind- og vatnsheldur jakki, sem vegur aðeins 130 grömm, og Esjubuxurnar má nota bæði til að slæpast í bænum og líka til að príla upp á sjálfa Esj- una. „Við hjá 66°Norður vitum að það skipt- ir miklu máli fyrir þá sem eru virkir í úti- vistardeildinni að þeir geti notað útivist- arfötin sín allt árið. Það er þessi fjölnota- eiginleiki sem skapar línunni sérstöðu,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður. Hönnunarfyrirtækið Farmers Mark-et hóf nýlega samstarf við hinnþekkta breska textílframleiðandaBritish Millerain, en fyrstu afurðir samstarfsins voru kynntar á Reykjavík Fas- hion Festival á dögunum. Nýju vaxjakkarnir frá Farmers Market fengu nafnið „Skútustaðir“ og eru væntanlegir í verslanir í júní en þá kemur „unisex“ jakki með hettu og dömuslá sem er einskonar bræðingur af jakka og ponsjói. Hönnuður „Skútustaðir“ vaxjakkanna er Bergþóra Guðnadóttir. British Millerain hóf að þrófa endingargóð vatnsvarin efni fyrir sjómenn árið 1880. Í dag, eru þeir enn í fremstu röð og eru sérstaklega þekktir fyrir framleiðslu sína á vaxbornum bómullarefnum fyrir útivist, m.a. fyrir fyrir- tæki eins og Barbour, Belstaff og Timberland Vaxjakkar í sumar Útivist óháð veðri og vindum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.