Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 38
Ein klassísk - hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Síðasta vetur keypti ég mér geggjaða vintage-peysu sem passar við allt. Ég held þó að bestu kaupin hafi verið Freebird-kjóll sem ég keypti hjá Gunna frænda mínum og Kollu konunni hans um daginn. Ég ætla að vera í honum í sumar í brúðkaupi bróður míns. En þau verstu? Ætli það séu ekki Buffalo-skórnir mínir og Fruit of the loom-peysurnar sem maður sneri öfugt. Hvar kaupir þú helst föt? Hérna heima versla ég aðallega í Zöru, Gallerí 17 og Topshop. Uppáhaldsbúðir mínar erlendis eru meðal annars H&M, Forever 21 og Victoria’s Secret. Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í? Nike Town í London, get alveg misst mig þar. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Úff, þau hafa verið nokkur í gegnum árin. Ég man þó sérstaklega eftir skærbleikum netahlýrabol. Við vinkonurnar vorum einnig mjög duglegar að nota augnskugga í allri sinni dýrð, bláa, bleika og hvíta, það þótti okkur afskaplega flott. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Það sem ég hef efst í huga er hvort flíkin fari mér vel og hvort ég „fíli“ mig í henni. Það er það sem mér finnst skipta mestu máli. Litadýrð eða svarthvítt? Ég pæli mikið í litum og reyni að kaupa mér ekki bara svört föt. Bleikur er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa stundina. Hefurðu augastað á einhverju fallegu fyrir sumarið? Ég bíð spennt eftir sólinni og hlakka ég mikið til að klæðast fötum í flottum sumarlitum. Mig langar sérstaklega í nýtt Victor- ia’s Secret-bikiní og Nike free-íþróttaskó í öllum heimsins litum. Ég elska að maður geti verið töff í hlaupaskóm í sumar. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Blake Lively er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún er alltaf svo glæsileg og hefur mjög flottan smekk. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Ég á mér engan einn uppáhaldshönnuð, ég held þó upp á marga. Íslensk hönnun þykir mér oft mjög falleg og má þá helst nefna merkin Freeb- ird og Júniform. Að auki læt ég mig dreyma um að eiga ógrynni af töskum og eru þá Marc Ja- cobs, Guess og Louis Vuitton í miklu uppáhaldi. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Vá, ég myndi kaupa svo margt. Mig hefur lengi langað í fallegt úr, annars finnst mér verðið ekki skipta öllu málu þegar kemur að fallegum hlutum. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Ég hugsa að tímabilið 1950-1960 yrði fyrir val- inu. Ég er veik fyrir bæði kjóla- og rokktískunni frá þessum tíma. Ætli ég myndi ekki slá á þráð- inn hjá Grace Kelly og Marilyn Monroe, kíkja í verslanir og enda á því að bjóða James Dean á deit. Glæsileg. Vil- borg Sigurþórs- dóttir viðskipta- fræðingur. Morgunblaðið/Golli Gunnar Hilmarsson, verslunareigandi Freebird. Frændi Vilborgar. Júniformparið. Jón Páll Halldórsson og Birta Björnsdóttir. Blake Lively er í miklu uppáhaldi hjá Vilborgu. Hér í bleikum topp. ÍSLANDSMEISTARINN Í MÓDELFITNESS, VILBORG SIGURÞÓRSDÓTTIR Hægt að vera töff í hlaupaskóm VILBORG SIGURÞÓRSDÓTTIR ER VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR OG STARFAR Í FJÁRHAGSDEILD ÍSLANDSBANKA. HÚN VANN ÍSLANDSMEISTARATITILINN Í MÓDELFITNESS FYRIR RÚMUM MÁNUÐI OG STUTTU SÍÐAR KEPPTI HÚN Í BIKINÍFITNESS Í DANMÖRKU OG LENTI ÞAR Í 6. SÆTI. VILBORG SEGIR AÐ Í SUMAR ÆTLI HÚN MEÐAL ANNARS AÐ FARA TIL KAUPMANNAHAFNAR, FERÐAST UM ÍSLAND OG NJÓTA ÞESS AÐ VERA TIL. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Nike-skórnir eru alltaf svalir. *Föt og fylgihlutir Íslenska sumarið getur verið napurt og þá koma íslensk útivistarföt í góðar þarfir »40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.