Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013
HEIMURINN
ÚKRAÍNA
TÍFLIS Mannréttindadómstóll Evrópu
úrskurðaði að handtaka og fangelsun
Yuliu Tymoshenko, fyrrverandi
forsætisráðherra Úkraínu, væri ólögleg
og af pólitískum hvötum.Tymoshenko
var dæmd í sjö ára fangelsi. Mannrétt-
indadómstóllinn riftir ekki þeim dómi með úrskurði
sínum, en mun skoða hann síðar í öðru máli.
BÓLIVÍA
LA PAZ Stjórnlagadómstóll
Bólivíu úrskurðaði að Evo Morales,
forseti landsins, mætti sækjast eftir
endurkjöri öðru sinni á næsta ári. Í
Bólivíu má forseti aðeins sitja tvö
kjörtímabil, en dómstóllinn komst að
þeirri niðurstöðu að það ætti ekki við um Morales
vegna þess að núgildandi stjórnarskrá hefði ekki
tekið gildi fyrr en eftir fyrra kjörtímabil hans.
SÓMALÍA
MOGADISHU Nú er ljóst að 260 þúsund manns
létu lífið í hungursneyðinni í Sómalíu á árunum 2010
til 2012, þar af helmingurinn börn. Það eru mun fleiri
en áður var talið. Niðurstaða skýrslu FAO er sú
að hjálp þurfi að berast fyrr þegar neyð brestur á.
Átök stóðu hjálparstarfi einnig fyrir þrifum. Þetta var
mannskæðasta hungursneyð í heiminum undanfarinn aldarfjórðung.
Vannæring er enn mikil í landinu og bitnar einkum á börnum.
PAKISTAN
ISLAMABADVopnaðir menn
skutu til bana saksóknara,
sem var að rannsaka morðið
á Benazir Bhutto, fyrrverandi
forseta Pakistans, árið 2007.Að
sögn pakistönsku lögreglunnar
var Chaudhry Zulfiqar Ali á leið
frá heimili sínu í Islamabad til að vera viðstaddur
vitnaleiðslu vegna Bhutto-málsins. Chaudry Zulf-
ikar var einnig saksóknari í máli, sem tengdist
hryðjuverkunum í Bombay á Indlandi 2008.
Collins kvaðst hafa stigið
fram núna vegna þess að hann
gæti ekki lengur lifað í lygi,
látið eins og „himinninn væri
rauður“ þegar hann væri blár.
Hann leyndi jafnvel sína nán-
ustu kynhneigð sinni. Hann
sagði tvíburabróður sínum
ekki frá því að hann væri
hommi fyrr en í fyrra og hann
varð steinhissa, en
bauð síðan allan
sinn stuðning. „Þar
með var hugsanaflutn-
ingur milli tvíbura af-
greiddur,“ skrifar Collins.
„Ég var viss um að heimur
minn mundi hrynja ef ein-
hver vissi,“ segir hann í
greininni. „En þegar ég
gekkst við kynhneigð
minni fanns mér ég heill í
fyrsta sinn.“
É
g er miðherji í NBA. Ég
er svartur og ég er
hommi.“ Þannig byrjar
grein eftir körfubolta-
leikmanninn Jason Coll-
ins sem birtist í tímaritinu Sports
Illustrated á mánudag og olli fjöl-
miðlafári í Bandaríkjunum. Collins
prýddi einnig forsíðu blaðsins.
Samkynhneigðir íþróttamenn hafa
áður komið út úr skápnum í Banda-
ríkjunum, en þetta var í fyrsta
skipti sem leikmaður í liðsíþrótt
gerir það í Bandaríkjunum áður en
ferli hans er lokið. Aðrir samkyn-
hneigðir íþróttamenn í liðsíþróttum
hafa beðið þar til ferli þeirra var
lokið með að greina frá kynhneigð
sinni, þeirra á meðal körfubolta-
leikmaðurinn John Amaechi.
Stuðningur alls staðar að
Viðbrögðin við yfirlýsingu Collins
bera því vitni hvað margt hefur
breyst á undanförnum áratugum.
Stuðningsyfirlýsingum rigndi yfir
hann á samfélagsvefjum. Þar mátti
finna ummæli frá fólki af öllum stig-
um samfélagsins, þar á meðal fé-
lögum hans í NBA og fyrrverandi
atvinnumönnum í íþróttum. Meðal
þeirra voru körfuknattleiksmenn-
irnir Kobe Bryant og Steve Nash
úr Los Angeles Lakers, Tony Par-
ker úr San Antonio Spurs og Jason
Kidd, samherji Collins úr New Jer-
sey Nets, Bill Clinton, fyrrverandi
Bandaríkjaforseti, Martina Navr-
atilova, fyrrverandi tennisleikari, og
Spike Lee leikstjóri. Meira að segja
Barack Obama Bandaríkjaforseti
hringdi í Collins til að lýsa yfir
stuðningi við hann og Michelle
Obama forsetafrú hrósaði honum á
samfélagsvefnum Twitter.
Þeir sem brugðust við með nei-
kvæðum hætti voru hálfpartinn
kveðnir í kútinn. Chris Broussard,
fréttamaður á íþróttarásinni ESPN,
kallaði samkynhneigð „synd“ og
kvaðst trúa því að Collins „færi í
beinni uppreisn við Guð og Jesú
Krist“. Stöðin gaf síðar út yfirlýs-
ingu þar sem ummælin voru hörm-
uð.
Jerry Stackhouse, bakvörður hjá
Nets (liðið er nú komið til
Brooklyn) og fyrrver-
andi samherji Collins,
sagði að hann hefði
talað við sig og sagt: „Ég
er sennilega við það að verða
vinsælastur eða óvinsælastur
allra á næstu dögum.“
Collins lék körfubolta við
Stanford-háskóla ásamt tví-
burabróður sínum, Jarron,
og varð skólaliðið eitt það
besta í Bandaríkjunum með
þá innan borðs. Collins var
valinn til að leika í NBA 2001 og
hefur spilað með sex liðum á 12 ára
ferli. Í vetur var hann seldur frá
Boston Celtics til Washington Wiz-
ards. Hann spilaði aðeins í 38 leikj-
um á keppnistímabilinu. Collins er
langt frá því að vera hæfileikarík-
asti miðherjinn í NBA, en honum
hefur tekist að hasla sér völl með
því að vera fastur fyrir í vörn og
fórna sér fyrir liðið.
Áfram í atvinnumennsku?
Collins skrifar að hann vilji halda
áfram í atvinnumennsku. Collins er
nú 34 ára gamall og er með lausan
samning. Blaðið The New York
Times hefur eftir sérfræðingi að
miðað við getu hans í körfubolta séu
25% líkur á því að hann verði ein-
hvers staðar í liði þegar næsta
keppnistímabil hefst. Fram-
kvæmdastjóri eins liðanna í deild-
inni spáði því hins vegar að hann
yrði kominn á mála hjá liði í deild-
inni í haust vegna þess að hann
væri traustur liðsfélagi og leiðtogi.
Ef ekkert lið býður honum
samning verður það sennilega sagt
til marks um að enn ríki fordómar
í garð samkynhneigðra í banda-
rískum liðsíþróttum. Fái hann
samning munu einhverjir ugglaust
segja að það sé vegna þess að
hann kom út úr skápnum og nýja
liðið hans vilji frá prik fyrir um-
burðarlyndi, en ekki vegna hæfi-
leika hans í körfubolta.
Viðbrögðin við yfirlýsingu Coll-
ins eru góðs viti, en ótti hans við
að stíga fram ber því vitni að enn
eru margar hindranir í veginum.
Eins og Frank Bruni orðar það í
dálki í The New York Times þá er
fyrst hægt að segja að mismunun
gagnvart samkynhneigðum hafi
verið útrýmt úr samfélaginu þegar
það „að vera hommi verður hvorki
tilefni til forsíðu á tímariti eða sím-
hringingar frá forsetanum, fremur
en það að vera 34 ára eða svart-
ur“.
Ég er svartur
og ég er
hommi
JASON COLLINS ER FYRSTI LIÐSÍÞRÓTTAMAÐURINN VEST-
AN HAFS SEM GREINIR FRÁ SAMKYNHNEIGÐ SINNI MEÐ-
AN Á FERLINUM STENDUR. FYRIR VIKIÐ ER LÍTT ÞEKKTUR
KÖRFUKNATTLEIKSMAÐUR SKYNDILEGA Á ALLRA VÖRUM.
Jason
Collins
HEILL Í FYRSTA SINN
Jason Collins ryðst upp að körfunni í búningi Washington í leik gegn Chicago í apríl. Númerið á treyjunni er 98. Collins
valdi það í minningu Matthews Shephards, sem var pyntaður og myrtur 1998 vegna þess að hann var hommi.
AFP
* Ég hef aldrei skilið af hverju fólki er ekki sama. Þetta áekki að skipta máli þótt það geri það núna.Doc Rivers var þjálfari Jasons Collins þegar hann spilaði með Boston Celtics.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL
kbl@mbl.is