Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 20
*Heilsa og hreyfingFjallamaður sem stefnir á 14 tinda víða um heim á árinu 2014 prófar búnaðinn á Íslandi »22 S kilgreiningin á einstaklingi með vefjagigt er að hann hefur langvinna stoðkerf- isverki í öllum fjórum lík- amshlutum, það er bæði í efri og neðri líkama og á vinstri og hægri hlið hans. Hann upplifir stífa vöðva og mikla verki við þrýsting ákveð- inna svæða, sérstaklega á hálsi, herðum, mjóbaki og rasskinnum, sem aðrir upplifa aðeins sem væg- an þrýsting. Þá geta svefnvanda- mál, kvíði og þunglyndi verið ein- kenni vefjagigtar að auki. Þó vefjagigt eyðileggi ekki liði eða líf- færi, geta stöðugir verkir og þreyta haft gríðarleg áhrif á dag- legt líf. Að draga úr einkennum vefjagigtar Mikilvægt er að forðast aðstæður sem helst ýta undir einkenni vefja- gigtar, eins og kalt og rakt loftslag, of mikil eða of lítil hreyfing, streita og ónægur svefn, en um leið er mikilvægt að stunda það sem dreg- ur úr einkennum. Hófleg hreyfing t.d. þrisvar í viku getur dregið úr verkjum, þreytu og þunglyndi og því er mjög mikilvægt að hver og einn finni út sitt jafnvægi varðandi reglulega hreyfingu. Sund og ganga hentar flestum ein- staklingum með vefjagigt, en önnur hreyfing líkt og styrktaræfingar getur einnig hentað. Þó svo engar sannanir liggi fyrir því, benda sum- ar rannsóknir til að nudd geti hjálpað til við að draga úr verkjum og segja sérfræðingar að hóflegur þrýstingur, svo sem nudd og strok- ur á verkjasvæðinu, geti skipt meira máli en einhver sérstök tækni. Maki eða annar nákominn gæti því vel veitt einstaklingi með vefjagigt árangursríkt nudd í um 20 mínútur með reglulegu millibili. Sumir einstaklingar með vefjagigt tala um að nálastungur dragi úr verkjum en rannsóknir eru misvís- andi í þeim efnum. Talið er að svæðanudd geti gert sama gagn. Mataræði getur haft áhrif Margir sérfræðingar vilja halda fram að mataræði geti haft áhrif á einkenni vefjagigtar, en þó ekki jafn mikil áhrif hjá öllum. Rann- sóknir hafa ekki sýnt fram á bein áhrif tiltekins mataræðis á alla ein- staklinga með vefjagigt, hvorki já- kvæð né neikvæð áhrif, en þó virð- ist sem ákveðnar fæðutegundir geti aukið á einkenni vefjagigtar hjá sumum. Undirstaða í fæðuvali ein- staklinga með vefjagigt eins og annarra er að neyta fjölbreyttrar og náttúrulegrar fæðu. Sérfræð- ingar tala einnig um að neysla á hráu grænmeti og ávöxtum sé mik- ilvæg, þar sem það inniheldur mik- ilvæg ensím sem hjálpa til við meltinguna og eru full af andox- unarefnum sem efla ónæmiskerfið. Góð melting og sterkt ónæmiskerfi er talið geta dregið úr einkennum vefjagigtar. Mikilvægt er að ein- staklingar með vefjagigt skoði mat- aræði sitt vel og athugi hvort ofan- greindar fæðutegundir ýti undir einkenni þeirra með því að skoða áhrif hverrar fæðutegundar fyrir sig í ákveðinn tíma. http://www.webmd.comhttp:// thistimethisspace.comhttp://www.gigt.is HÓFLEG HREYFING GETUR DREGIÐ ÚR VERKJUM Áhrif mataræðis og hreyfingar á vefjagigt VEFJAGIGT HEFUR MIKIL ÁHRIF Á DAGLEGT LÍF ÞESS SEM ÞJÁIST AF HENNI. MAT- ARÆÐIÐ SKIPTIR MIKLU MÁLI Í BARÁTTUNNI VIÐ VEFJAGIGT. Borghildur Sverrisdóttir borghildur74@gmail.com Hjólreiðar eru holl hreyfing en geta verið hættulegar ef menn eru ekki með hjálm á höfði. Þessir einbeittu hjólreiðamenn voru til fyrirmyndar þegar þeir nutu náttúrunnar í Elliðavogi. Morgunblaðið/Kristinn Sætuefnið aspartam sem t.d. er í flestum „diet“-drykkjum. MSG sem er bragðaukandi krydd og oft kallað þriðja kryddið. Koffín, í kaffi, tei, kóladrykkjum og súkkulaði. Þótt koffín geti virkað sem tímabundin örvun getur það aukið þreytu. Ger og glúten, en ger er talið örva ofvöxt gersvepps sem gæti valdið eða aukið liða- og vöðvaverki og glúten getur aukið á þreytu einstaklinga með vefjagigt, sérstaklega ef þeir eru með glú- tenóþol. Sykur og önnur einföld kolvetni. Þótt engar sannanir séu fyrir því að með því að taka út sykur, kökur eða hvítt brauð dragi úr einkennum vefjagigtar eru vísbendingar um að brotthvarf slíkra fæðutegunda geti dregið úr einkennum á langvinnum gersýkingum sem geta aukið verki og þreytu. Mjólkurvörur. Þótt þær innihaldi kalk sem styrkir bein og prótín sem byggir upp vöðva upplifa sumir einstaklingar með vefjagigt að mjólkurvörur ýti undir einkenni vefjagigtar. Tómatar, chili, paprika, kartöflur og eggaldin geta ýtt undir ein- kenni gigtar, þar á meðal vefjagigtar. FÆÐUTEGUNDIR SEM TALDAR ERU ÝTA UNDIR EINKENNI VEFJAGIGTAR Salat með linsubaunum, rótargrænmeti og spínati er tilvalið fyrir einstaklinga með vefjagigt. Innihald 200 g gulrætur 200 g rófur 1 stk. rauðlaukur 200-250 g brúnar eða grænar soðnar linsubaunir 2 msk. vatn 2 tsk. tamarisósa, safi úr einni sítrónu 50 g þurrristaðar heslihnetur 100 g spínat Ein góð lúka af fersku kóríander 50 g 5% fetaostur (má sleppa) Smá sjávarsalt og svartur pipar Aðferð Skerið gulrætur og rófur í teninga, afhýðið rauðlauk og skerið í báta. Setjið allt í ofnskúffu. Hristið saman vatn, tam- arisósu og hellið yfir. Bakið við 200 gráður í 15 mín. Setjið linsubaunir í skál, kreistið sítrónusafa yfir og blandið létt saman. Blandið afganginum af innihaldi salatsins út í, ásamt hnetusósunni og hrærið vel. Kryddið með sjávarsalti og pip- ar. Hnetusósa 2 dl lífrænt hnetusmjör 1 dl vatn ½ dl appelsínusafi 4 msk. agave-síróp 4 msk. smátt söxuð engiferrót 4 msk. tamarisósa Allt sett í matvinnsluvél. MATUR FYRIR VEFJAGIGT Salat með linsubaunum og rótargrænmeti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.