Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013 Menning M iðborg Chicago er eitt af höfuð- vígjum módern- ismans í bygging- arlist; mikilfenglegir turnar úr stáli og gleri teygja sig mót himni og bera vitni um áhrif forvígismanna Bau- haus-skólans þýska sem flúðu Þýskaland nasismans og settust flestir að í þessari vindasömu borg. Þegar gestir ganga um göturnar milli skýjakljúfanna koma þeir að hverju útlilistaverkinu á fætur öðru, eftir marga kunnustu myndlist- armenn síðustu aldar og allt fram á daginn í dag: flennistór verk eftir meistara á borð við Alexander Cal- der, Marc Chagall, Henry Moore, Miro og Anish Kapoor. Nú eru Chi- cagao-búar stoltir af útilistaverk- unum sem ferðamenn njóta að skoða og láta mynda sig við, en sú hefur ekki alltaf verið raunin. Þessi saga hófst með því að stærsta úti- listalistaverki spænska jöfursins Pa- blos Picassos var komið fyrir á einu borgartorginu árið 1967. Þá voru ekki allir sáttir en nú, tæplega hálfri öld síðar, slá stofnanir borg- arinnar sér upp á því að Chicago sé borg Picassos vestanhafs; og geta það eins og sýnt er fram á í glæsi- legri sýningu í Art Institute of Chi- cago þessa dagana. Saga þessa merka listamanns og Chicago- borgar nær nefnilega langt aftur eftir öldinni, þótt hann hafi aldrei komið þangað og hafi aldrei stigið fæti í á bandaríska grund. Færðu honum fjaðraskraut Árið 1963 fór sendinefnd frá Chi- cago að hitta Picasso þar sem hann bjó í höll sinni í Suður-Frakklandi, nær áttræður og frægasti listamað- ur aldarinnar. Þeir vildu fá hann til að gera listaverk að setja upp fyrir framan Daly-bygginguna og færðu honum gjafir, meðal annars fjaðra- skraut indjánahöfðingja og keppn- istreyju hafnaboltaliðs borgarinnar. Picasso var ekki vanur að taka að sér verkefni sem þetta en sam- þykkti, að sögn viðstaddra, því hann var að vinna að verki sem átti að setja upp í frönsku hafnarborginni Marseilles og þótti fyndið að gera verk fyrir tvær „glæpamannaborg- ir“. Hann hafði víst Al Capone í huga. Picasso tók fram nokkurra ára gamla hugmynd um skúlptúr sem byggist á konu með tagl og langan háls. Hann gerði módel úr járni og sendi vestur um haf; hafnaði greiðslu upp á 100.000 dali og gaf borgarbúum verkið. Fjórum árum síðar var fimmtán metra hár skúlprtúrinn afhjúpaður að viðstöddum þúsundum manna. Ekki voru allir hrifnir, vissu ekki hvernig átti að taka þessari fram- úrstefnulist, þessum uppleystu formum úr níðþungu korten-stáli. „Hvor endinn snýr fram?“ spurði einn viðstaddra blaðamann, annar velti fyrir sér hvort verkið væri af hjarta eða fiðrildavængjum. Áhrifa- mikill pistlahöfundur skrifaði hæðn- islega að líklega þætti hönnun verksins áhugaverð en staðreyndin væri sú að það væri með langt og heimskulegt andlit og liti út eins og risaskordýr sem væri að fara að gleypa annað minna. Kona nokkur áttaði sig hins vegar vel á gildi verksins: „Það táknar að Chicago muni alltaf vera framsækin borg, og halda áfram að rísa.“ Áhrif á safnara En Chicago hafði löngu fyrr orðið borgin hans Picassos; í hinu vand- aða safni Art Institute of Chicago voru þá þegar sýnd lykilverk frá öll- um ferli hans. Úrvalið og gæðin jöfnuðust fyllilega á við það sem boðið var upp á í New York. Á sýn- ingunni „Picasso and Chicago“ sem stendur nú yfir í safninu, er þess- arar sögu minnst, og þeirra áhrifa sem nálægðin við verk Picassos hafði á söfnun auðmanna í borginni, jafnt sem sköpun listamanna sem þar bjuggu. Fjöldi verka er á sýn- ingunni, þorrinn úr eigu safnsins en einnig mörg í eigu safnara í borg- inni; málverk, skúlptúrar, teikn- ingar, bókverk, skreytt leirker. Fjöl- breytileikinn er mikill og kallst á athyglisverðan hátt á við ofurfrjóan huga listamannsins, sem hljóp úr einu tímabilinu í annað, sífellt í sam- keppni við kollega á borð við Mat- isse og Braque, og vitaskuld sjálfan sig. Á þessari óvenjulegu en vönduðu sýningu er þess minnst að innan veggja þess var fyrsta einkasýning Picassos í bandarísku safni. Það var líka fyrsta safnið þar í landi sem keypti verk eftir hann og síðast en ekki síst, þá var fyrir 90 árum sett þar upp hin víðfræga og alræmda sýning sem kallaðist Armory Show. Á henni voru meðal annars verk eft- ir Duchamp, Matisse og Braque, auk Picassos; verk sem ögruðu, hneyksluðu og hrifu tugi þúsunda gesta sem sáu verkin í New York, Boston og Chicago. Þröng við lykilverk Í safninu myndast nú þröng fyrir framan fágætar perlur síðan snemma á ferli Picassos, frá bláu og bleiku tímabilunum, og því þegar þeir Braque voru að brjóta hinn tví- víða flöt strigans upp með kúb- ismanum. Ekki er hrifningin þó síst í sal með myndum af Mariu- Theresu Walter, stúlkunni sem varð hjákona listamannsins um 1930 – verk frá þessum tíma hafa slegið hvert metið á fætur öðru í uppboðs- húsum á liðnum árum. Á síðustu ár- um hafa þrjú þeirra skipt um hend- ur fyrir fimm til sex milljarða króna hvert. Á sýningunni er enn eitt hríf- andi verkið úr þessari myndröð, Rauði hægindastóllinn, og þeir sem stara á hreina litfletina og upp- brotin líkamsformin tala ekki um heimskulegt andlit eða hvor endinn snúi fram – í dag eru Chicago-búar stoltir af arfleifð Picassos í borginni, arfleifð sem hefur gert mannlífið ríkulegra og laðar að gesti. Gestir í Art Institute of Chicago rýna í meistaraverk Pablos Picassos, Rauða hægindastólinn frá árinu 1931. Verkið er af hjákonu hans, Mariu-Theresu Walter. Morgunblaðið/Einar Falur PABLO PICASSO KOM ALDREI TIL BANDARÍKJANNA EN Í CHICAGO MINNAST MENN SAMBANDS HANS VIÐ BORGINA Chicago eignar sér Picasso SAGAN HÓFST LÖNGU ÁÐUR EN FLENNSITÓRT ÚTIVERK SPÆNSKA MEISTARANS PABLOS PICASSOS VAR VÍGT Í MIÐBORGINNI ÁRIÐ 1967. MARKVERÐ VERK HANS HÖFÐU VERIÐ ÞAR TIL SÝNIS Í ÁRATUGI. EN FRÁ VÍGSLUNNI EIGA ÞAU SÉRSTAKAN STAÐ Í HJARTA BORGARBÚA. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Fugl eða hundur?“ Margir hneyksluðust á flennistóru útilistaverki Picassos á Daly-torgi þegar það var vígt árið 1967. Nú er það eitt helsta stolt Chicago. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.