Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 24
Hrefna Björg Tryggvadóttir og maður hennar Gunnar Þorfinnsson, hanna fallegar vörur fyrir heimilið undir heitinu Mosi, á vegg sést kría úr þeirra smiðju og kertahringir í bakgrunni. Morgunblaðið/Rósa Braga VEGGLÍMMIÐAR OG SKRAUTMUNIR Kríur sem steypa sér af veggnum HREFNA BJÖRG TRYGGVADÓTTIR OG GUNNAR ÞORFINNSSON HANNA FALLEGA VEGGLÍMMIÐA FYRIR HEIMILIÐ UNDIR NAFNINU MOSI. María Ólafsdóttir maria@mbl.is M osi er lítið hönnunarteymi sem rekið er af Hrefnu Björg Tryggvadóttur og Gunnari Þorfinnssyni. Gunnar er byggingarfræðingur og sér um tæknilegar hliðar fyrirtækisins en Hrefna Björg hefur lært listgreinar í Dan- mörku og sér um hönnun og útlit. „Við höfðum lengi gengið með þessa hugmynd í mag- anum en við höfum bæði áhuga á fallegri hönnun og þræðum gjarnan hönnunarsýn- ingar. Svo má segja að stóra systir mín hafi gefið mér spark í rassinn og hvatt okkur til að láta slag standa sem við og gerðum,“ segir Hrefna Björg. Þau byrjuðu á að hanna þrjár vörur undir heitinu Mosi sem voru mismun- andi vegglímmiðar. Einn í formi Íslands, annar kvöldbæn og loks kríur þrjár sem líkt og steypa sér niður af veggnum. Segir Hrefna Björg þessar vörur enn vera þær vinsælustu hjá fyrirtækinu en kvöldbænin hefur verið vinsæl í sængur- og skírnargjafir þó hún henti að sjálfsögðu fólki á öllum aldri. Með verkstæði í bílskúr foreldranna „Mig langaði til að búa til hönnunarvörur í fal- legum umbúðum og skapa fallega umgjörð utan þær. Eins þótti mér mikilvægt að koma þeim inn í hönnunarverslanir til að auðvelt væri að nálgast þær og að verðið væri gott þannig að vörurnar gætu verið tilvalin tækifærisgjöf. Lím- miðarnir eru t.d. skemmtileg leið til að fegra heimilið fyrir lítinn pening. Þeir eru líka léttir og því gott að senda þá sem gjafir til útlanda,“ segir Hrefna Björg. Nafnið Mosi er jú eins íslenskt og hugsast getur og segir Hrefna Björg það til- komið af þeim sterku tengslum sem blundi í flestum ef ekki öllum Íslendingum. Hún segir ætíð nóg af hugmyndum í kollinum og vinnur hönnunarteymið Mosi nú að þremur nýjum vörum fyrir heimilið sem koma á markað fyrir jól. Þau Hrefna Björg og Gunnar vinna vör- urnar sjálf frá grunni og eru svo heppin að fá að vera með verkstæði í bílskúrnum hjá foreldrum Hrefnu Bjargar. „Manni þykir enn vænna um vöruna þegar maður býr hana til alveg frá a til ö og það eykur drifkraftinn þegar við fáum jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinum,“ segir Hrefna Björg og bætir við að þau hafi einnig unnið sérpant- anir fyrir fólk. Hrefna Björg segir að sér finnist mark- aður fyrir hönnun á Íslandi vera að blómstra og sé Hönnunarmars t.a.m. frábær vettvangur fyrir hönnuði. „Ég held að það sé auðveldara að koma vöru á framfæri nú en fyrir nokkrum árum. Fólk er orðið opnara fyrir einhverju nýju og skilur meira hvað hönn- un snýst um,“ segir Hrefna Björg. * Límmið-arnir erut.d. skemmtileg leið til að fegra heimilið fyrir lítinn pening. *Heimili og hönnunBorð og stólar frá Ráðhúskaffi á Akureyri sinna nú hlutverki sínu í heimahúsi í Innbænum »26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.