Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013 Græjur og tækni N ý könnun sem grein- ingarfyrirtækið Harris Interactive gerði á meðal framámanna í tæknigeiranum sýnir að margir horfa til nettengdra heimilistækja, eða svokallaðra M2M (Machine-to- machine) samskipta, sem næstu bylgju í tækniheiminum. Alls voru rúmlega 750 stjórnendur tæknifyr- irtækja í Bandaríkjunum, Bret- landi, Þýskalandi, Kína, Indlandi og Brasilíu spurðir hvað framtíðin bæri í skauti sér. Framtíðarsýn þeirra er sú að tæki tala hvert við annað til þess að safna upplýs- ingum, spá um hegðun og bjóða upp á sérsniðnar lausnir. Á ensku er tíðum talað um The Internet of Things í þessu sambandi, eða int- ernet hlutanna. 24 milljarðar nettengdra tækja árið 2020 Alls er gert ráð fyrir að 24 millj- arðar tækja verði nettengdir árið 2020. Þegar á þessu ári verða snjallsímar og spjaldtölvur fleiri en jarðarbúar og gert er ráð fyrir að gagnamagn sem skapað verði á árinu nemi að lágmarki 4 millj- örðum terabæta. Með aukinni söfnun upplýsinga um notenda- hegðun og staðsetningar upplýs- ingar, gagnavinnslu í skýinu og bættum tengihraða (4G) má búast við að við verðum fljótlega vör við sífellt meiri áherslu tæknifyr- irtækja á að bjóða upp á sér- sniðnar lausnir fyrir fólk miðað við stund og stað. Nettengd heimilistæki Við höfum þegar dæmi um snjalla hitastilla á borð við Nest, sem lærir inn á notkun þína og stillir hitastigið á heimilinu miðað við upplýsingar sem það safnar um þig, verðurfar og tíma dagsins. Þannig vaknarðu alltaf við kjör- hitastig, en dregur úr orkunotkun á meðan þú sefur eða ert að heiman. Það er nú þegar hægt að fá nettengda ísskápa sem geta sent þér upplýsingar um það sem í þeim má finna, sem getur komið sér ágætlega þegar þarf að ákveða hvað á að vera í matinn. Og hversu þægilegt væri það ef brauðristin og kaffikannan gætu talað við vekjaraklukkuna í síman- um þínum og vissu hvenær ætti að byrja að undirbúa morgunmat- inn? Bætt umferðarmenning með nettengdum ökutækjum Margir binda miklar vonir við að bæta megi umferðarmenningu og minnka mengun með því að net- tengja ökutæki. Það kynni að spara töluverðan tíma að hafa upplýsingar um umferð og ástand vega þegar lagt er af stað í vinn- una, eða ef þú þyrftir aldrei fram- ar að leita að lausu stæði. Eða ímyndum okkur bíl sem talar við umferðarljós og stillir ökuhraðann í samræmi við þau. Eða snjöll umferðarljós sem dreifa álagi á gatnamót í samræmi við umferð. Borgarskipulag er einn fjöl- margra þátta sem munu í aukn- um mæli taka mið af því gíf- urlega upplýsingamagni sem við erum að skapa. Baðvogin á netið Heilbrigðisgeirinn mun gera slíkt hið sama. Nú er hægt að fá baðvog sem safnar upplýsingum um þyngd þína, og hægt er að tengja þær upplýsingar við smá- forrit þar sem þú getur skráð næringarinntöku (og án efa verður búið að tengja ísskápinn við þetta með einhverjum hætti innan tíðar). Margir sjá fyrir sér ýmiskonar skynjara sem greina upplýsingar um hjartslátt, eða fylgjast með samsetningu blóðsins og greina fyrstu merki sjúkdóma og sýkinga. Það er ómögulegt að segja fyrir um hvernig sú tækni mun líta út, en það má búast við að tækni sem byggist á gríðarlegu magni heilsufarsupplýsinga og sjúkrasögu verði í auknum mæli hluti af forvirkri heilbrigðisþjón- usta innan fárra ára. En nettengd tæki eru ekki ein- ungis okkur til hægðarauka (sem er reyndar álitamál) heldur sjá framleiðendur sér einnig tals- verðan hag í að safna upplýs- ingum um notkun vörunnar. Iðu- lega senda símar og tölvur, og þau forrit sem við notum í þeim, upplýsingar um það hvernig við notum þau til framleiðenda sinna. Þessar upplýsingar eru svo not- aðar til að meta hvernig er hægt að bæta vöruna enn frekar. Lík- legt er að slíkar notendaupplýs- ingar eigi eftir að stýra þróun margra tækja í framtíðinni, allt frá brauðristum til bíla. Það er í öllu falli ljóst að áhugi framleiðenda á að nettengja vörur sínar er mikill. Internet hlutanna mun vænanlega verða næsta bylt- ing netsins. AFP NÆSTA NETBYLTING Internet allra hluta ÞAÐ ER SAMDÓMA ÁLIT FLESTRA SEM TIL ÞEKKJA AÐ INTERNETIÐ SÉ ENGIN BÓLA, HELDUR KOMIÐ TIL AÐ VERA. EN INTERNET NÁNUSTU FRAMTÍÐAR VERÐUR EKKI BARA Í TÖLVUNNI ÞINNI OG SÍMANUM. LÍKLEGRA ER AÐ MEIRA OG MINNA ALLIR HLUTIR VERÐI NETTENGDIR. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com * Nettengd tæki eru ekkieinungis til hægðarauka(sem er reyndar álitamál) heldur sjá framleiðendur sér einnig tals- verðan hag í að safna upplýs- ingum um notkun vörunnar. Brauðrist sem veit hvenær við stillum vekjaraklukk- una á morgnana kæmi ef- laust í góðar þarfir. Morgunblaðið/Golli Þótt þessi ísskápur sé ekki nettengdur kemur hann í góðar þarfir sem græjuskápur. Með nettengdum bílum er hægt að forðast rauð ljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.