Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 60
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Morgunblaðið/Eggert Í góðærinu stóð gamli Landsbankinn fyrir því að borga Íslandsmeisturum kvenna jafnmikið fyrir að verða Íslandsmeistari og meistaralið í karlaboltanum. Konur fengu milljón krónur eins og karlar og var verðlaunaféð hækkað um 700 þúsund krónur. Með þeirri breytingu var KSÍ komið í forystu knattspyrnu- sambanda í heiminum og ákvörðunin viðurkenning til ís- lenskra knattspyrnukvenna. Skömmu síðar leiðrétti KSÍ launamun á dagpeningum. Mikið vatn hefur þannig runnið til sjávar en betur má ef duga skal. „Ísland er mjög framarlega þegar kemur að jafnrétti,“ segir Sig- urður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna. „Landsleikir eru auglýstir eins, landsleikir fara fram á þjóðarleikvanginum og hver leikmaður fékk bónus fyrir að tryggja liðinu inn á EM í fótbolta. Það var líka gert 2009 þegar liðið komst til Finn- lands á EM.“ Besti árangurinn er kvennamegin Sigurður segir að í gegnum tíðina hafi margt breyst. „Umgjörðin er eins hjá körlum og konum. Einu sinni lék A-landsliðið í búningum af karlalið- inu, þær hafa sinn eigin búning núna. Í dag spilar landsliðið mun fleiri leiki en áður. Allt að því helm- ingi fleiri. U-17 ára kvenna var stofnað 2007 og það hefur komist í fjögurra liða úrslit á EM. Það er besti árangur sem nokkurt landslið hefur náð. En okkur vantar enn U-21 árs lið. Ég hefði viljað sjá það í framtíðinni. En það er engin keppni á vegum UEFA í þeim aldurs- flokki en verður vonandi í framtíð- inni.“ Sigurður segir að Ísland standi mjög framarlega þegar kemur að jafn- réttinu þó margt megi laga. „Við erum eina landið í Evrópu sem sýnir beint frá leikjum úr hverri umferð. Það er líka sýnt beint í Svíþjóð og kannski einhverjum öðrum löndum en ekki eins oft og hér á landi. Margt erum við að gera vel en svo finnst manni að það mætti fleira batna. Ég sakna þess að sjá ekki markaþátt. Ég veit ekki hvernig umfjöllunin verður í sumar. En maður sér alltaf að á hverju ári verður þetta stærra, meira og betra. Það eru hænu- skref í þessu. Það er ekki langt síðan konur tóku horn á vítateigslínunni, spiluðu í strigaskóm, spiluðu 2X30 mínútur og boltinn þeirra var minni. Þetta kemur allt smátt og smátt og þar stendur Ísland framarlega.“ Vígin sem hafa fallið Fyrsti opinberi kvennaleikurinn 1970 Fyrsti kvennalandsleikurinn 1981 Knattspyrnukona og -karl valin frá 1997 Verðlaunafé jafnað 2004 Dagpeningar jafnaðir 2006 Bein útsending frá hverri umferð 2012 Margrét Lára Viðars- dóttir ein helsta stjarna kvennafótboltans. Morgunblaðið/Eggert Ísland best í heimi – samt ekki KSÍ STENDUR AÐ MÖRGU LEYTI FRAMARLEGA Í JAFNRÉTTISMÁLUM OG STARFAR SAM- KVÆMT JAFNRÉTTISSTEFNU. ÍSLANDSMEISTARAR KARLA OG KVENNA FÁ JAFN MIKIÐ GREITT, DAGPENINGAR LANDSLIÐA KARLA OG KVENNA ERU ÞEIR SÖMU EN BETUR MÁ EF DUGA SKAL OG ENN ER BREKKAN FREKAR BRÖTT FYRIR KONUR. DÓMARAR SEM DÆMA LEIKI Í PEPSIDEILD KVENNA FÁ VEL INNAN VIÐ HELMING AF ÞVÍ SEM GREITT ER FYRIR AÐ DÆMA LEIK Í PEPSIDEILD KARLA Greiðslur til aðaldómara á leik eftir deildum Pepsi-deild karla: 39.450 kr. 1. deild karla: 19.700 kr. 2. deild karla: 15.400 kr. Pepsi-deild kvenna: 15.400 kr. 3. deild karla: 12.200 kr. 4. deild karla: 11.500 kr. 1. deild kvenna: 11.500 kr. Samanlögð launatala, borgun vegna undirbúnings og akstursgjald innabæjar. Ef leikið er utanbæjar bætast við fæðispeningar vegna uppihalds og ferða. 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013 * 1981 var brotið blað í íslenskri knattspyrnusögu þegaríslenska kvennalandsliðið lék sinn fyrsta landsleik, gegnSkotum í Kilmarnock, sem tapaðist 3-2. BoltinnBENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is Á ársþingi KSÍ í febrúar 2008 var samþykkt jafnréttisstefna. Yfirlýst markmið hennar eru meðal annars að tryggja jafna möguleika allra til knatt- spyrnuiðkunar á Íslandi og að sjónarmið jafnréttis verði sam- ofið allri knattspyrnuiðkun á Ís- landi, en KSÍ lítur á jafnréttismál sem lið í gæðastarfi knatt- spyrnuhreyfingarinnar á Íslandi þannig að allir knattspyrnuiðk- endur á Íslandi eigi jafna mögu- leika til að sinna íþrótt sinni og ná fram þroska í greininni. Enn- fremur segir: „Jafnréttisstefnan nær til allra þeirra sem leika og starfa innan Knattspyrnu- sambands Íslands,“ en þeir sem sinna dómgæslu eru ráðnir til þeirra starfa af KSÍ. Í þeim hluta jafnréttisstefnu KSÍ sem fjallar um leiðir til að ná ofangreindum markmiðum segir að til að stuðla að jafnrétti leggi KSÍ áherslu á að jafnréttissjón- armiða sé gætt í hvívetna í starfi KSÍ og allir hafi sömu tækifæri. ÚR JAFNRÉTTISSTEFNU KSÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.