Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2013
Yfir eitthundrað heimþekktir rithöfundar og
listamenn úr öðrum greinum hafa sameinast
um áskorun til kínverskra stjórnvalda um að
virða rétt þjóðarinnar til tjáningarfrelsis og
að sleppa úr varðhaldi rithöfundum sem
„sitja inni fyrir að beita þeim grundvallarrétti
manna, að tjá skoðanir sínar opinberlega“.
Undir áskorunina, sem PEN, alþjóðahreyf-
ing rithöfunda, blaðamanna og útgefenda
stendur að, skrifa höfundar á borð við nób-
elsskáldin J.M. Coetzee, Nadine Gordimer,
Wole Soyinka, Tomas Tranströmer og Mario
Vargas Llosa. Þess er krafist að handhafa
friðarverðlauna Nóbels, andófsmanninum og
skáldinu Liu Xiabo, verði sleppt en honum er
haldið föngnum eins og yfir 40 öðrum rithöf-
undum og blaðamönnum í landinu.
LISTAMENN SKORA Á KÍNVERJA
SLEPPI FÖNGUM
Skáldið og andófsmaðurinn Liu Xiabo er einn
fanganna. Lausnar hans er krafist í áskoruninni.
Wilhelm Beckmann vinnur að einu verka sinna.
Stofnun Wilhelms Beckmann myndlist-
armanns (1909-1965) hefur verið komið á
fót af hálfu Kópavogsbæjar og afkomenda
listamannsins. Hlutverk hennar er að varð-
veita sögu, listsköpun og listaverk hans og
kynna þau og sýna. Stofnsamningur var und-
irritaður af þeim Karen E. Halldórsdóttur,
formanni lista- og menningarráðs Kópavogs-
bæjar og Hrefnu og Einari Beckmann, börn-
um Wilhelms.
Wilhelm Beckmann var fjölhæfur og vel
menntaður listamaður, fæddur í Þýskalandi.
Hann skar út í tré, hjó í stein, málaði myndir
og gerði skartgripi. Hann var fyrsti bæj-
arlistamaður Kópavogs.
BECKMANN-STOFNUN
KYNNA ÆVISTARF
Norska kirkjukantatan
„Víst mun vorið koma“
verður flutt í Grafarvogs-
kirkju á laugardag klukkan
17. Kantatan er í djass- og
þjóðlagastíl og er eftir tón-
skáldið Sigvald Tveit og
sálmaskáldið og prestinn
Eyvind Skeie. Sr. Árelíus
Níelsson þýddi ljóðin. Þrír
kórar sameinast um að
flytja verkið: Kór Grafarvogskirkju, Gospel-
kórinn Vox Populi og Stúlknakór Reykjavíkur
í Grafarvogskirkju. Stjórnendurnir Hilmar
Örn Agnarsson, Margrét Pálmadóttir og Há-
kon Leifsson hafa undirbúið kórana sem allir
starfa við kirkjuna. Hilmar Örn stjórnar
flutningnum. Einvala sveit hljóðfæraleikara úr
djassi og poppi leikur með kórunum, þeir
Kjartan Valdimarsson á píanó, Gunnar
Hrafnsson á bassa, Einar Scheving á tromm-
ur og Gunnar Þórðarson á gítar.
KÓRAR OG DJASSLEIKARAR
VORKANTATA
Hilmar Örn
Agnarsson
Við ætlum að flytja lög af þessumþremur diskum sem við höfum gefiðút með þjóðþekktum íslenskum
sönglögum,“ segir Andrea Gylfadóttir um
tónleika hennar og Tríós Björns Thorodd-
sen í Salnum á sunnudag klukkan 17.
Tríóið er auk Björns skipað þeim Jóni
Rafnssyni bassaleikara og Jóhanni Hjör-
leifssyni trommara. Þau hafa gefið út þrjá
diska, Vorvinda, Vorvísur og Heiðanna ró,
sem komu út á árunum 2006 til 2009.
Á diskum má heyra þekkt sönglög og
ljóð í bland við dægurlög sem endurspegla
hinn sanna íslenska sveitalífsanda síðustu
aldar, – lög eins og „Vorvindar glaðir“,
„Fram í heiðanna ró“ og „Ó blessuð vertu
sumarsól“. Allt eru þetta lög sem hafa fyr-
ir löngu fest sig í sessi hér á landi, hvort
sem þau eru íslensk eða ekki.
„Undanfarin ár höfum við haldið tónleika
á vorin því það er svo mikill vor- og sum-
arfílingur í þessari tónlist,“ segir Andrea
þegar hún er spurð um tónleikana.
Er markmiðið að hrekja kuldann á
brott?
„Já, og ekki veitir af, það er ekki vor-
legt þessa dagana,“ segir hún og hlær.
„Þetta verður hugguleg stund, sídegis á
sunnudegi, við að hlusta á fallaga músík.
Það verður bæði stuð og rólegheit. Við
setjum lögin í okkar búning án þess að
fara með þau langt frá upprunanum. Það
veitir ekki af því að syngja í sig smá sól
og hlýju. Ég trúi því að við syngjum inn
sumarið – og ég hlakka til.“
ANDREA GYLFADÓTTIR OG TRÍÓ BJÖRNS THORODDSEN Í SALNUM
Syngja
um sumar
Andrea Gylfadóttir og Tríó Björns Thoroddsen voru mynduð í hljóðveri fyrir nokkrum árum. „Við
setjum lögin í okkar búning án þess að fara með þau langt frá upprunanum,“ segir Andrea.
Morgunblaðið/RAX
„ÉG TRÚI ÞVÍ AÐ VIÐ SYNGJUM INN
SUMARIÐ,“ SEGIR ANDREA GYLFA-
DÓTTIR UM TÓNLEIKA MEÐ ÍS-
LENSKUM SÖNGLÖGUM.
Menning
N
ýjustu verkin á sýningunni …
lýsa vel ljóðrænni og næmri
myndhugsun Kristínar og
þeim hógværa en áleitna
undirtóni sem býr í verk-
unum,“ skrifaði Anna Jóa, myndlistarrýnir
Morgunblaðsins, um sýningu Kristínar Jóns-
dóttur frá Munkaþverá sem stendur nú yfir
í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Anna bend-
ir á að í þessum nýju verkum taki Kristín
afstöðu með vötnum landsins sem eigi undir
högg að sækja þegar neysluhyggjan er ann-
ars vegar. Á sýningunni megi hlusta eftir
hljómfalli minninganna, niði ánna og
vatnanna.
Óhætt er að taka undir þau orð. Sýning
Kristínar ber hið ljóðræna heiti Orðin, tím-
inn og blámi vatnsins og er yfirlitssýning á
verkum hennar frá síðustu þremur áratug-
um en viðfangsefnin tengjast yfirleitt land-
inu og menningunni.
„Þetta eru nokkur stærstu íslensku stöðu-
vötnin,“ segir Kristín um nýja myndröð,
Andlit vatna, sem hún hefur stækkað upp,
málað með vatnslitum og sýnir í Gryfjunni.
„Það eru ótrúlega falleg form á þessum
vötnum. Þegar þau eru stækkuð svona upp
koma þessar kynjamyndir í ljós. Ég er að
persónugera vötnin og er farin að sjá svip-
inn á þeim,“ segir listakonan sem varð átt-
ræð í mars en vinnur enn af kappi. Kristín,
sem kennir sig við bæinn þar sem hún ólst
upp, Munkaþverá í Eyjafirði, nam við Hand-
íða- og myndlistaskólann á árunum kringum
1950 og stundaði framhaldsnám í Kaup-
mannahöfn og París. Bakgrunnur hennar er
í textíl og hefur hún einnig notað orð og
tungumálið á virkan hátt í verkunum, eins
og glögglega má sjá á sýningunni, en á síð-
ustu árum hefur hún þó einkum unnið með
plexígler og vatnslitamyndir. Allra nýjustu
verkin eru Umbreyting vatna, þar sem hún
fellir fjórðunga fjögurra ólíkra vatna saman
í eitt. „Mér þótti gaman að gera þetta en
það býr líka meining að baki,“ segir hún.
„Maðurinn er ansi mikið að breyta nátt-
úrunni, hefur vald til þess, en eins og tækn-
in getur verið góð þá getur hún líka farið á
hættulegt stig. Ráðamenn leyfa sér stundum
að færa þessa heima til á þennan hátt. Nátt-
úran er okkur dýrmæt og vatnið er mikil
auðlind, og viðkvæm að sama skapi. Þegar
náttúruhamfarir verða, eitthvað sem við ráð-
um ekki við, þá bregðumst við alltaf vel við
sem þjóð og reynum að hjálpa til og bæta
skaða. Á sama tíma erum við að brjóta og
skera, grafa og rífa heilu fjallshlíðarnar
sundur. Það er mikill tvískinnungur.“
Fyrstu verkin með vötnum málaði Kristín
þegar Kárahnjúkavirkjun var hvað mest í
umræðunni. Hún vann út frá landakortum
og dró upp ár. „Þessi stóru illúðlegu fljót
verða að fínum æðum á landakortinu,“ segir
hún og bendir á slíkt æðakerfi vatna á
veggnum.
Dreymdi örnefni á nóttunni
Þær Kristín G. Guðnadóttir, safnstjóri Lista-
safns ASÍ, og Steinunn G. Helgadóttir eru
sýningarstjórar og kann listakonan þeim
miklar þakkir fyrir ánægjulegt samstarf. Í
Arinstofu safnsins hafa þær komið fyrir
áhrifamiklu verki frá 2002, Landslagi, þar
sem þéttskrifaðar plexíglerplötur hanga nið-
ur úr loftinu og orðaflóð blandast þegar
gengið er um salinn.
„Þetta eru allt örnefni úr íslenskri nátt-
úru,“ segir Kristín. „Ég valdi örnefni sem
lýsa staðnum um leið og maður les þau.
Mynd kemur í hugann. Fjóluhvammur,
Ljósuskriður, Kvennabrekka, Svörtuloft…“
les hún. Og orðin fann hún víða, meðal ann-
ars í Árbókum Ferðafélagsins og í héraðs-
lýsingum, og var lengi í orðaleitinni.
„Það er alltaf gaman þegar verkin lifna
en undirbúningsvinnan er líka oft skemmti-
leg, eins og við þetta verk. Ég las og las ör-
nefni og var orðin full af orðum; dreymdi
þau jafnvel á nóttunni.“
Mörg örnefnanna eru komin frá æsku-
heimilinu, bæjum í kring og afréttinum þar
fyrir norðan. „Þessi áhugi á örnefnum kem-
ur líklega úr bernsku því pabbi, sem bjó á
Munkaþverá í nærri áttatíu ár, hann safnaði
örnefnum, aðallega af landareigninni, og
seinna voru þau send til Örnefnastofnunar.
Ég nýtti orðalista pabba í þetta verk og
þótti það ánægjulegt. Ég hafði heyrt pabba
og fleiri tala um þessi örnefni en sá marga
staðina ekki fyrr en ég var orðin stálpuð.
Suma hef ég enn ekki séð, eins og þá sem
eru uppi á afrétti. Stelpur fengu ekki að
fara í göngur,“ segir hún og brosir.
Í minningu ólánsamra kvenna
Í Ásmundarsal má sjá hvernig vinna Krist-
ínar með þæfða ull og tungumálið þróaðist í
verkunum. Dulsmál heitir eitt, frá 1987, og
spratt af því þegar hún var að aðstoða eig-
inmann sinn, Jón Óskar heitinn skáld, þegar
hann var að vinna að merkri bók sinni um
flökkumanninn Sölva Helgason. Þau voru að
MYNDVERK KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR FRÁ MUNKAÞVERÁ SÝND Í LISTASAFNI ASÍ
Persónugerir vötnin
„NÁTTÚRAN ER OKKUR DÝRMÆT OG VATNIÐ ER MIKIL AUÐLIND, OG VIÐKVÆM AÐ SAMA SKAPI,“ SEGIR KRISTÍN
JÓNSDÓTTIR UM VÖTNIN SEM HÚN HEFUR MÁLAÐ. Á SÝNINGU HENNAR ERU VERK FRÁ ÞREMUR ÁRATUGUM.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Úr myndröð Kristínar, Andlit vatna (2012-
2013). Kleifarvatn og Langisjór.
Morgunblaðið/Eiar Falur